Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 60
58
HREINN BENEDIKTSSON
ljúið/ o. s. frv. í stað /fljúji(ð), sjúji(ð), ljúji(ð)/ o. s. frv. Ekki
er ástæða til að halda, að brottfall /j/-s i þessum orðmyndum eigi
rætur sínar að rekja til áhrifa frá undanfarandi /j/-i (við eins konar
hljóðfirringu?), eins og Stefán Einarsson virðist ætla,8 þar sem
sams konar brottfall er að finna í sögnum, sem ekki hafa /j/ á
undan rótarsérhljóðinu, t. d. hrúgi /hrúi/, viðth. af hrúga /hrúa/,
lógi /loúi/, viðth. af lóga /loúa/. í báðum þessum sögnum er /g/
upprunalegt, smbr. á norsku ruga ,hnaus‘ og á fornensku lóg ,staður‘,
lógian ,setja‘.
Nejnif. eint. Jmr eða þurr, kyr eSa kyrr o. s. jrv. í enda orðs
hefur langt /rr/ stytzt í íslenzku. Dæmi: nefnif. eint. lier /her/ <
herr, stór /stoúr/ < stórr, liamar < hamarr, 3. eint. nút. ber
< berr, fer < ferr. Virðist stytting þessi vera allgömul. Elztu greini-
leg dæmi um hana eru frá miðri 14. öld, og virðist hún hafa orðið
allmiklu fyrr á eftir löngu sérhljóði og í áherzlulausu atkvæði en á
eftir stuttu sérhljóði í áherzluatkvæði/’
í nútímamáli ætti því, hljóðreglum samkvæmt, hvergi að vera
langt /rr/ í enda orðs. En eins og kunnugt er, kemur /rr/ fyrir í
mörgum orðum í þessari stöðu. í sumum orðum er lengdin á reiki,
í öðrum er /r/-ið alltaf langt. Skulu nú nokkur dæmi athuguð.
Lýsingarorðin Jmrr, kyrr hafa ýmist langt eða stutt /r/: /þurr/
eða /þur/, /kjirr, kjurr/ eða /kjir, kjur/. í nefnif. eint. kk. og kvk.
og nefnif. og þolf. flt. hvk. átti /rr/ að styttast, og hin hljóðrétta
beyging ætti því að vera:
Nefnif. eint. kk. o. s. frv.: /þur/, /kjir, kjur/
Onnur föll: /þurrir/, /þurrar/, /kjirrir, kjurrir/,
/kjirrar, kjurrar/ o. s. frv.
Við áhrifsbreytingu hefur svo annars vegar hið langa /rr/ kom-
izt inn í nefnifall frá aukaföllunum, og hins vegar hefur stutta /r/-ið
8 Icelandic; Grammar, Texts, Glossary (Baltimore 1949), 27.
Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar atliuganir um helztu hljóð-
breytingar o. jl. í íslenzku, einkum í miðaldarmálinu (1300—1600) (Reykjavík
1924), 74—76.