Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 79
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
77
um sé farið eftir reglurn Eggerts. Var svo lengstum, meðan þeir
Olavius og Magnús sýsluinaður Ketilsson sáu um prentsmiðjuna. En
þegar þeir hættu að liafa bein afskipti af henni, fór svo, að stafsetn-
ingin færðist aftur í gamla horfið.
Það, sem þá bjargar því, að stafsetning Eggerts líður ekki með
öllu undir lok, er stofnun Lærdómslistafélagsins 1779 og svo bóka-
gerð Magnúsar Stephensens um og eftir 1800. Búum við enn í dag
að ýmsum mikilsverðum atriðum frá þeim tíma.
Aður en horfið er frá stafsetningu 18. aldar, er rétt að geta eins
atriðis enn, enda var það mikið nýmæli. í útgáfu Olaviusar af Njálu
frá 1772 er ð tekið upp, og er hún því fyrsta prentaða bókin, sem
notar þann staf. Hafði sá stafur ekki verið notaður í rituin manna
um aldir og festist ekki í sessi fyrr en á 19. öld.
III
Þegar kemur fram á 19. öld, fara menn að hugleiða íslenzka staf-
setningu meira en áður. Gerðist það mest fyrir atbeina hins lærða
danska málfræðings og mikla íslandsvinar, Rasmusar Kristjáns
Rasks.
Eins og flestum mun kunnugt, hafði Rask mikil áhrif á allt mennta-
líf hér á landi á fyrstu áratugum 19. aldar, og ber þar hæst stofnun
Bókmenntafélagsins, enda varð hann fyrsti forseti Hafnardeildar-
innar. Rask samdi íslenzka málfræði og lét sér í hvívetna mjög annt
um hag íslenzkrar tungu.
Snemma kom Rask fram með sérstaka stafsetningu, og ruddi hún
sér til rúms í flestum greinum, enda var hún notuð á ritum Bók-
menntafélagsins og ýmissa annarra félaga, t. d. Fornfræðafélagsins.
Arið 1830 sendi Rask frá sér á vegum Bókmenntafélagsins Lestrar-
kver lianda heldri manna börnum, og eru þar settar fram stafsetn-
ingarreglur hans. Er einsætt að rekja hér helztu atriði þeirra, því að
með þeim lagði hann þann grundvöll, sem síðan var byggt á. f
Lestrarkverinu eru reglur Rasks nokkuð á tvistringi. Hef ég þess
vegna hyllzt til að notfæra mér mjög greinargott yfirlit yfir þessar