Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 22
20
ASGEIR BL. MAGNUSSON
venja um meira en fjögurra alda skeið, eða fram yfir 1800.13 Það
verður því ekki ráðið af rithætti orða á því tímabili öllu, hvort þau
hafa heldur verið borin fram með S eða d.
Þá er aðeins tvennt, sem stuðzt verður við, þ. e. a. s. rím eða hend-
ingar í kvæðum, og einstakar orðmyndir, sem bæru cinhverjar
minjar um d-framburð.
4.1. Dr. Björn K. Þórólfsson hefur bent mér á vísu í Katrínar-
drápu, sem ef til vill getur orðið að gagni í þessu sambandi. En
Katrínardrápa er helgikvæði og talin ort um 1400 af Kálfi Hallssyni,
en um hann er annars fátt vitað. Vísan er á þessa leið:14
Bergda ek með brioste saurgu
blodi ok holldi skapara þjodar
sarliga er ec j savre aullum
synda vafdr ok jillzku lynde
hylme ec firi hneitis palmum
bordome sem stuld ok morde
manndrapet verdr optar unnit
yggiar bals enn runnar hyggia.
í sjötta vísuorði, sem er aðalhending, er rímað saman hórdómi og
morSi, eða hórd- og morS-, og er það brot á venjulegum bragreglum.
Hinsvegar væri rímið nær lagi, ef morS hefði verið borið fram mord
og hendingarnar væru hórd- og mord-. Ekki er þó rétt að leggja of
mikið upp úr einstöku dæmi sem þessu, með því að rímreglur voru
stundum brotnar; en það styður þó frekar þá tilgátu, að (f-framburð-
urinn hafi verið farinn að láta til sín taka um aldamótin 1400. Vera
má, að finnast kunni fleiri dæmi um þessháttar rím, sem skorið geti
[þarða(i)jl], [s^irða^shelg-ar]. En eftir handritalýsingum að dæma verður
ekki séð, að þessi víxlan á 3 og d fari eftir neinni reglu eða byggist á hljóð-
fræðilegum ástæðum, heldur sýnist hún vera hreint stafsetningaratriði. Þetta
þyrfti þó að rannsaka nánar, og þá t. d. hvort þess sjáist dæmi í nokkrum hand-
ritum, að menn hafi fremur hyllzt til að rita d en ð á eftir r, g, j; einnig þyrfti
að gera nákvæmari samanburð á tíðni d og S í ákveðnum stafasamböndum.
13 Sjá bls. 11, neðanmáls.
14 Sjá Den norsk-islandske Skjaldedigtning, udg. ved Finnur Jónsson
(Kpbenhavn og Kristiania 1912—15), A, II, 525, 46. v.