Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 165
RITFREGNIR
163
flyðrutegund) er dregið af nno. lo. lœm ,sljór, hægfara'; í nísl. er til so. skötu-
lœmast ,læðast, njósna* og bendir ef til vill til þess, að fiskheitið lœma hafi
einnig verið til hér. Það er til, að sami nafnliður komi fyrir í ýmsum fiskaheit-
um, t. d. -gœla í ísl. og nno. horngf j)œla, nno. blaagjœla og haagjæla, og gála
eða gáli í nísl. gála, hrogna-gála, riSgála ,silungshrygna‘ og hjalt. golin (nafn
á hákarlstegund). Slíkar nafngiftir lúta eflaust að svipuðu háttemi þessara
fiska, t. d. um hrygningartímann e. þ. u. 1.
Eins og Holthausen telur höfundur, að físl. mannlœða eigi skylt við lœ ,mein‘,
og fær slíkt með engu móti staðizt, ef litið er til merkingar og ferils þessa orð-
stofns í nísl. Þá ritar og höfundur loðr-, en ekki Igðr-menni, og setur.loðr- í
samband við so. lúðra og no. lydda, en slíkt er í fullri mótsögn við vitnisburð
síðari alda um rithátt og framburð þessa orðs í íslenzku, þar sem það er jafnan
ritað og borið frarn með ö. Eg skal nú víkja að orðinu mannlœða. Ekki er efi á,
að síðari liður þess er hinn sami og nísl. lœða, sem er haft um kvendýr af
kattarkyni og refs, læðulega manneskju, skugga og þoku, og á að sjálfsögðu
skylt við so. læðast. Fær. /pda ,kvenköttur, bleyða1 og sæ. máll. Ipda ,löt kona'
svara alveg til íslenzka orðsins lœða og sýna að það hefur liaft upphaflegt ö
í stofni; nísl. lóðulahi, víxlmynd við lúðulaki, bendir ef til vill í sömu átt.
Einnig er til í nno. so. löa ,hreyfast hægt, fara sér rólega, læðast‘, hjalt. Ip
,læðast‘, sæ. máll. lodilt’ ,slugsa‘. Torp telur, að nno. löa sé blendingsmynd úr
so. loda og slöda, en það er með ólíkindum og skýrir heldur ekki hjalt. Ip.
Mér þykir auðsætt, að þessi orð öll séu af sama toga og ísl. lœða, fær. Ipda
o. s. frv. Það er og ætlun mín, að ísl. lœðingur sé af þessum sama stofni og hafi
í öndverðu merkt ,doði, slen' e. þ. h. og liklega verið til sem sjálfstætt orð
svipað og drómi eða hrœða, áður en það var tekið upp sem nafn á úlfsfjötrinum
fræga. Nno. Ipding, Ipping ,þurr fjallagola, vindkul*, sem Ross telur dregið af
sc. Ipda ,sæta hey, „hlæða“ ‘, gæti verið sama orð og ísl. lœðingur og merkt
,hægur vindur', sbr. t. d. sæ. og d. máll. laring ,kul‘, hjalt. lar ,gola‘, skylt ísl.
laraður.
Líkur benda til að' Igðr- í Igðrmenni sé ekki sama orð og lauðr, löðr ,froða‘.
Au-i'ö í orðum eins og lauðr og taujr helzt að mestu fram um 1500, og lauðri
og hauðri er t. d. rímað saman í Lokrum. Lgðrmannligr er hinsvegar ekki ritað
með au í hdr. Grettissögu, sem er þó naumast yngra en frá öndverðri 15. öld.
En hver er þá uppruni orðsins? Mér finnst ekki fráleitt, að það' geti verið í ætt
við ísl. læða, nno. löa o. s. frv. og stæð'i þá að formi til næst orðum eins og mhþ.
ladern ,verða slakur eða slappur* og sæ. máll. ladar’ ,bera út þvaður'; gætu
þessar sagnir verið nafnleiddar af orði, sem svaraði til Igðr- (*laþ(u)ra,
*laþ(a)ra). Þessu skylt er ef til vill þ. máll. lattel ,veslingur, flón‘, nísl. leðja
,homo nauci, iners et meticulosus* (JGrv.), nno. oskeladd ,kolbítur‘, tusseladd
,veslingur, bjálfi", so. ladda ,labba‘, ladd (n.) ,þvaður‘, ladd, (m.) ,hlífðarleisti,
inniskór1, sæ. máll. ladder, laddor (fpl.) ,lélegir sokkar ...‘. Torp telur reyndar,