Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 74
72 JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Styðst ég hér eingöngu við rit Jóns Helgasonar prófessors um þessa
bók.1
Það, sem sérstaklega setur svip á þessa stafsetningu, eru ýmis bönd
og styttingar, sem algeng voru í handritum. Þó er þessu mjög stillt í
hóf, „ef miðað er við mikið bundin handrit,“ segir Jón Helgason
(9. bls.).
Þverstrik yfir sérhljóðum táknar, að aftan við eigi að bæta m eða
n, t. d. frá = fram, lágt = langt, dös = dóms o. s. frv. Þetta þver-
strik er algengast í endingunni -á = -um. Þessi ending er einnig
táknuð með m og striki yfir.
o aftan við staf og ofanvert kemur fyrir í mo = messo, en er
algengt í s« = svo. m með striki yfir táknar menn, þegar það stendur
eitt sér, en kemur einnig fyrir í samböndunum þm = þeim og hm
= honum.
h hefur þrenns konar merkingu: á eftir sérhljóði táknar það nn,
t. d. haii = hann; á eftir samhljóði táknar það an(n) eða en(n),
t. d. allh = allan, hh = hann, hhdtoku = handtöku, hhe = henni,
hndi = hendi o. s. frv.
Þ með þverstriki aftur úr leggnum ofanverðum táknar þat, er það
stendur eitt sér. Ef það stendur í upphafi orðs, jafngildir það þe eða
þei: þgar = þegar, þr = þeir.
Sérstök tákn eru notuð fyrir smáorðið og og ýmsar endingar orða.
Ekki er nein ákveðin regla um notkun stórra stafa í NT. Einkum
eru þeir hafðir í sérnöfnum, en þó ekki alltaf.
Ekki er greinamerkjasetning margbrotin í NT, því að eina lestrar-
merkið, sem þar kemur fyrir auk punkts, er skástrik. Getur þetta
orðið til trafala við lestur. Um það farast Jóni Helgasyni svo orð í
riti sínu (14. bls.):
Punktur er ekki notaður að jafnaði, nema við greinaskil,
þar sem ný lína hefst á eftir, og jafnvel ekki þar nema höppum
og glöppum. Hvarvetna annars verða skástrikin að koma í
stað punkts, kommu og semíkommu, sem nú er notað, og lætur
1 MáliS á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (Safn Fræffafjelagsins, VII;
Kaupmannahöfn 1929).