Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 70
68
HREINN BENEDIKTSSON
lýsingarorða, og af því skapast tilhneiging til að breyta stofni þess til
samræmis við önnur lýsingarorð. Engin lýsingarorð hafa stofn, sem
endar á sérhljóði + /j — g/, gegnum alla beyginguna, en hins vegar
endar stofn margra lýsingarorða, t. d. blár, mjór, trúr, nýr, á sér-
hljóði eins og /laú/-, og það er því eftir þessum lýsingarorðum, sem
lágur og önnur hliðstæð orð breytast.
Þó að flest lýsingarorð hafi aðeins eina stofnmynd, eru þó til
lýsingarorð, sem hafa fleiri en einn stofn, t. d. lipur, eignarf. lipur-s,
en þolf. lipr-an; heiðinn, eignarf. heiðin-s, en þáguf. heiðn-um. Til-
hneigingin til áhrifsbreytingar í lágur o. s. frv. stafar því ekki í sjálfu
sér af því, að þessi orð hafi tvær stofnmyndir, en orð eins og blár
aðeins eina, heldur fyrst og fremst af því, að ekki er nein föst
sýnkrónísk regla fyrir því, hver þessara lýsingarorða hafi tvær stofn-
myndir og hver þeirra aðeins eina, þ. e. a. s. hver þeirra lýsingar-
orða, sem í suinum beygingarmyndum hafa sérhljóðastofn, hafi í
öðrum beygingarmyndum stofn, sem endar á sérhljóði —/j — g/,
og hver þeirra hafi sérhljóðastofninn gegnum alla beyginguna. Þau
lýsingarorð með tvo stofna, sem nefnd voru hér að ofan, mynda hins
vegar sérstaka flokka, sem eru aðskildir frá öðrum lýsingarorðum.
Eins og lipur beygjast t. d. öll lýsingarorð með stofn, sem endar á
samhljóði-(- /(u)r/, og engin önnur.
í nefnif. eint. kk. lágur er það aftur á móti endingin, sem hefur
breytzt, /laú-ur/ > /laú-r/, og í hvk. bæði stofn og ending, /laúg-t/
> /laú-tt/. Sérstaklega her að athuga, að þessi breyting stafar
[lauq]- og [laux]- er aðeins fónetískur (hljóðfræðilegur), þar sem andstæðan
[q] : [x] er aldrei merkingargreinandi; [q] stendur á undan rödduðum eða
linum samhljóðum, en [x] á undan órödduðum eða hörðum. Munurinn á
/laúj/- og /laúg/- er í rauninni einnig aðeins fónetískur, enda þótt hann sé eigi
túknaður svo hér. Andstæðan /g/ : /j/ er upphafin inni í orði (sjú n. 6), og
stendur [ j] á undan /i/, en [q, x] {— /g/) annars staðar. Þar sem andstæðan
er merkingargreinandi í framstöðu og sumir allófónar arkífónemsins hljóð-
fræðilega svipaðir /j/, en aðrir (nefnilega [q, x]) líkari /g/, er arkífónemið
ýmist táknað með /j/ eða /g/. Hins vegar er munurinn á /laú/- og /laúj/-
morfemískur (myndfræðilegur), þar sem hann er ekki háður fónemískri upp-
byggingu orðsins; /laú/- og /laúj/- eru allómorfar (afbrigði) af sama morfemi.