Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 146
144
RITFREGNIR
hegðun; mállýzkur og ríkismál, íagmál og stéttamál o. fl.); um málið sem
grundvöll æðri menningar og, á hinn bóginn, áhrif hennar á málið o. fl. Þá er
stuttlega rætt um hinar tvær meginhliðar málsins, „uttrykk" („det h0rbare eller
synlige middel til ineddelelse," bls. 9) og „innhold" (merkingar) og innbyrðis
afstöðu þeirra, sem er sú, að „uttrykket" er notað sem tákn fyrir „innholdet";
ennfremur um „figurer", sem ekki eru tákn, þ. e. hafa ekki merkingu, heldur
byggja táknin upp; um málið sem kerfi tákna og merkinga annars vegar og
notkun þess, einstakar tjáningar (,,ytringer“), hins vegar o. fl. Innganginum
lýkur með skilgreiningu á bugtakinu ,tungumál‘, sem er á þessa leið (bls. 14):
Et sprog er et system av tegn og betydninger som er en sosial
institusjon for en gruppe mennesker; tegnene er oppbygget av figurer,
som primært bestár av lyd frembragt i taleorganene, og som sekundært
kan bestá av andre iakttagelige entiteter, som skrift.
Að inngangi loknum skiptist bókin síðan í tvo höfuðhluta, „Synkroni" og
„Diakroni", þ. e. annars vegar lýsingu á málum á ákveðnu stigi, án tillits til
þeirra sögulegu breytinga, sem kunna að hafa átt sér stað, og hins vegar lýsingu
á sögulegri þróun hvers tungumáls. I fyrsta kafla hvors hluta (1. og 7. kap.
bókarinnar) er rætt almennt um slarfsaðferðir hvorrar greinar málvisinda,
hinnar sýnkrónísku og hinnar díakrónísku. Þannig er í 1. kap. fjallað um hug-
tök eins og „substitusjon“ (einnig kallað „kommutasjon", „en sammenligning
av ytringer som er valgt slik at de er delvis like,“ bls. 16), „syntagmatiske og
paradigmatiske relasjoner" o. fl.
f samræmi við þá eiginleika málsins, sem rætt var um i inngangi, að það
hefur tvær hliðar, „uttrykk" og „innhold", hið fyrra sem tákn fyrir hið síðara,
og að táknin eru byggð upp af fígúrum, skiptist málfræðin í þrjá höfuðþætti,
„semantikk" eða merkingafræði, „morfemikk", sem kalla mætti myndfræði og
svarar til þess, sem við nefnum beygingafræði, orðmyndunarfræði („morfo-
logi“) og setningafræði (,,syntaks“), og „fonemikk" (oft líka nefnd ,,fonologi“),
sem stundum liefur, með vandræðalegu nafni, verið kölluð kerfahljóðfræði á
íslenzku, þannig:
„uttrykk“ er tákn fyrir „innhold"
fónemík morfemík
(fónem o. s. frv.) (tákn, morfem, orð o. s. frv.)
Þrír næstu kaflar (2.—4. kap.) fjalla síðan um hvern þessara þriggja þátta
fyrir sig. Höf. telur, með réttu að áliti flestra, að hljóðfræði (fónetík) sé sérstök
og sjálfstæð vísindagrein, óháð málvísindum, en þó í mjög nánum tengslum
við þau, og þýðingarmesta hjálparvísindagrein þeirra (bls. 2). Fónemík er hins
semantík
(semem o. s. frv.)