Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 118
116
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
í upphafi nafna af erlendum uppruna skal og rita je, t. d.
Jens, Jerúsalem, Jesús.
II. Rita skal f, en ekki p, á undan t í sama atkvæði, þar sem
hvorki kemur fyrir p nje [svo! ] pp í öðrum beygingarmyndum
sama orðs né öðrum orðunr af sama stofni, t.d. aflur,ejtir,lojt,
Skajti, lyfta, rijta. En aftur á móti skal rita gljúpt (gljúpur),
hleypt (hleypa), dýpt (djúp), sleppti (sleppa), hneppt
(hneppa), yppta (upp, yppa).
III. Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts, bæði í stofni og
endingum, þar sem tannstafurinn (d, ð eða t) er fallinn burt
í skýrum framburði, t. d. hanzki (handski), lenzka (lendska),
gœzka (gæðska); — þið (þér) kallizt (kallið-st), berjizt
(berjið-st), setjizt (setjið-st); —hefur (hafði) kallazt (kall-
að-st), barizt (barið-st), snúizt (snúið-st); flutzt (flutt-st),
breytzt (breytt-st), hitzt (hitt-st); stytztur (stytt-stur) —hann
sezt (set-st), brýzt (brýt-st), jlyzt (flyt-st).
IV. Rita skal tvöfaldan samhljóða á undan samhljóða, þar
sem stofn vísar til, t. d. dyggð (dygg-ur), styggði (styggja),
jelldi (fella), lcenndi (kenna), grynnka (grunn-ur), bögglar
(böggull), krypplingur [orðinu skipt milli lína: krypp-lingur ]
(kryppa), allra, alls, allt (all-ur), manns menntir (mann),
nolckrir (nokk-ur), rökkri (rökk-ur).
Aftur á móti skal rita einfaldan samhljóða, þar sem uppruni
sýnir, t. d. sagði (segja, saga), dugði (duga), lieild (heil-ir),
reynd (reyna), þöglir (þögull ), stöplar (stöpull), depla (dep-
ill), opna (opinn), eins (ein-ir), lians (stofn : han, sbr. honum,
hana), hins (hin-ir),aís (alur), heilt (heil-ir), seint (sein-ir).
Gæta verður þess, að í orðunum hyggja, leggja er að upp-
runa einfalt g (sbr. hugur, lag), og er því rétt að rita hugði,
lagði, lagt.
Stafsetningarreglur þessar ganga að fullu í gildi 1. okt. 1929,
og mun ríkisstjórnin sjá um, að þá verði tilbúnar ritreglur og
stafsetningarorðabók samkvæmt þeim. En heimilt er kennurum
og útgefendum bóka að fylgja þeim þegar eftir birtingu þess-
arar auglýsingar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 25. febr. 1929.
Jónas Jónsson. Gunnlaugsson.