Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 24
22
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
ur ekki séð, hvort y-ið í síðari liðnum hefur þá verið stutt eða langt.
Ef til vill hefur það enn verið stutt, svo sem var í upphafi, en það
lengist þá a. m. k. síðar. Hefur sú lenging vafalaust byrjað í fleir-
tölumyndum orðsins og í þgf. et., en þessháttar lenging sérhljóðs á
undan samhljóði -j- / er ekki ótítt fyrirbæri í íslenzku og á sér vafa-
laust gamlar rætur (sbr. goglu- : góglumœltur, innyfli : innýfli,
skjöplast : skjóplast, tutla : tútla, lcitla : kítla o. s. frv.).
Nú höfum við engin önnur dæmi um orðið tordýjill fyrr en í Heið-
rekssögu. Orðið kemur fyrir í Heiðreksgátum, en í þeim kafla, sem
vantar aftan af sjálfum Hauksbókartextanum og er prentaður eftir
pappírsuppskriftum frá 17. öld. Þar segir svo:17 „Góð er gáta þín,
Gestumblindi, getit er þeirar: þat er tordýfill, ok er nú mart til tínt,
er tordýflar eru ríkra manna spurningar.“ Útgefandi getur þess, að
í handritinu standi torj- en ekki tordýjill, og er það að minni hyggju
fullkomin sönnun þess, að orðið hefur verið borið fram með d, en
ekki ð; að öðrum kosti yrði ekki úr því skorið. Þetta pappírshandrit
(AM 597 b, 4to) er að vísu runnið frá Hauksbókartextanum, en ekki
milliliðalaust,18 enda koma þar fyrir ýmsar orðmyndir, sem bera
vitni um yngra málstig. Það er því síður en svo öruggt og reyndar
ólíklegt, að orðmyndin tordýjill (með d) hafi staðið í Hauksbók, en
hitt miklu sennilegra, að sá ritháttur sé tilkominn fyrir síðari fram-
burð og runninn frá yngri handritum.
Samanburður á rithætti orðsins tordýjill i Droplaugarsonasögu og
pappírshandritum Heiðrekssögu sýnir ótvírætt, að orðmyndin torð-
yjill hefur breytzt í tor(f)dýfill einhverntíma á tímabilinu frá því um
1350 og fram um 1600, og þá sennilega fremur fyrr en síðar. Þykir
mér mjög sennilegt, að þessi breyting stafi af þvi, að d-framburðurinn
hafi þá verið kominn til sögunnar. Hljóðbreytingin torð > tord,
torðyjill > tordýjill varð svo síðar tilefni til ýmiskonar hugmynda-
tengsla og alþýðuskýringa. Menn skildu ekki fyrri liðinn tord-
17 HeiSreks saga; Hervarar saga og HeiSreks konungs, mlg. ved Jón Ilelga-
son (Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur, XLVllI; Kpbenhavn
1924), 65.
18 Jón Helgason, HeiSreks saga, XIX.