Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 20
18
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
skekktum byggðarlögum eins og Fljótum og Ólafsfirði, Hróarstungu
og Vopnafirði.
3.1. En eru þá nokkur tök á að ákveða nánar aldur d-framburðar-
ins eða færa að því nokkrar líkur a. m. k., að hann hafi komið
upp á tilteknu tímabili? Ég ætla, að svo sé, og þykir mér sem margt
hnígi að því, að þessi hljóðbreyting hafi byrjað um eða nokkru fyrir
1400. Ein helztu rökin í þessu sambandi eru hið innra samhengi og
samsvörun í hljóðkerfi málsins. Breytingin rð, gð, jð > rd, gd, fd
kemur vel heim við þá almennu og stöðuhundnu þróun, sem verður
á ýmsum samhljóðum tungunnar á þessu tímabili. Það er á 14. öld,
sem hljóðbreytingin Ij, rf > Ib, rb fer að láta verulega á sér bæra;
orj verður orb, tyrja > tyrba, sjáljr > sjálbr, Jcáljr > lcádbr o. s. frv.
Það er og eftirtektarvert, að upptök og útbreiðsla þessarar hljóð-
breytingar minnir mjög á feril íf-framburðarins.n Hún kemur senni-
lega fyrst upp vestanlands, breiðist síðan út norður um land og
víðar, hörfar síðan og deyr út, en skilur eftir sig örfáar minjar í
hljóðfari nokkurra orða, helzt á Vestfjörðum og í afskekktum sveit-
um norðanlands. Það er líka á 14. öld, að ð breytist í d í endingum
ýmissa sagna sem og í viðskeytum sumra nafnorða; talða verður
talda, vanða > vanda, tamða > tamda, slceljða > skelfda, fylgða
> jylgda, fjplði > jjpldi o. s. frv.9 10 Hljóðbreytingin rð, gð, jð >
rd, gd, jd er í fullu samræmi við alla þessa hljóðþróun. Hún er þá
ekki lengur einangrað fyrirbæri, heldur hluti í stærri heild, einn
þátturinn í tilhneigingu þessa málþróunarskeiðs til þess að forðast
tvö grannstæð og samkvæð önghljóð eða sónhljóð (r, l, m, n) -)-
önghljóð — hneigð þess til að breyta önghljóðinu, sem á eftir fór,
í lokhljóð.
3.2. Ég nefndi hér að framan vestfirzka framburðarafbrigðið
[]3$], ([ha{3(Ji]), þar sem / er borið fram sem tvívörungur, en
9 Adolf Noreen, Altislándische und altnorwegische Grammatik (4. útg.;
Ilalle 1923), 174; Björn K. Þórólfsson, Um íslenzhar orSmyndir á 14. og 15.
öld og breytingar þeirra úr fornmálinu (Reykjavík 1925), XXVI.
10 Noreen, 174—175.