Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 160
158
RITFREGNIR
gegn slíkri skýringu. Sögnin er eflaust nafnleidd af no. efni og merkir einfald-
lega ,að draga að efni eða föng‘.
Höfundur telur, að efri (efstr) í merkingunni ,síðari‘ eigi ekkert skylt við
cfri ,hærri‘, en sé samstofna afar- og aptr. Engin ástæða er til þess að skilja
þessi orð þannig í sundur, enda eru ofanverSr og ofarl(ig)a notuð jafnt um
rúm og tíma, sbr. „á ofanverðum dggum Haralds" (Flat., II, 182) og „ofarlega
á langafgstu“ (Flat., II, 41).
Að því er varðar ísl. jjús (f.), fær. fjós ,hvalþjós‘ tilfærir höfundur bæði skýr-
ingu Cederschiölds (< *fljós, sk. hval-flystri) og Holthausens (sk. fhþ. arfúren
,gelda, skera'). í riti sínu Romania germanica•' nefnir E. Gamilscheg gallo-
rómanska (provensalska) orðið fioza ,spik‘ og telur það af germönskum toga.
Sé það rétt, getur skýringartilgáta Cederschiölds naumast staðizt, með því að
flest bendir þá til, að germönsk mynd orðsins hafi verið *feusö — og skýring
Holthausens því nær lagi, að því er til þess kemur. Samt þykir mér hún ekki
sennileg, enda ókunnugt um önnur orð með rótaraukanum s í þeirri orðsift, er
fhþ. arfúren telst til. Þá ætla ég einnig, að upphafleg merking orðsins fjós sé
fremur ,flikki, e-ð stórt* en ,afskorin sneið‘, sbr. nísl. fjósnir (fpl.) ,þjóhnappar,
getnaðarfæri', sem vafalítið er af sömu ætt. Og vel geta þessi orð verið af
sömu rót og nno. fpysa ,bólgna, svella, ryðjast fram‘ rússn. púsnij ,bústinn ...‘,
lat. pustula ,blaðra‘ o. s. frv. Samband orðanna fjós og fijós ,hvalþjós, kjötflikki,
feit stúlka* er ekki fullljóst, en sennilegra þykir mér, að hér sé um tvö sjálfstæð
og merkingarskyld orð að ræða en að fjós hafi breytzt í þjðs, sbr. líka að til
er í nísl. þusur, hálcarlsþusur (fpl.; O. H.) í mjög svipaðri tnerkingu. Þjós og
þusur ættu þá skylt við ísl. no. þústa og þús-und, gotn. þvastiþa, ísl. þvest(i),
fær. tvðst, hjalt. tvest o. s. frv. Orðmyndin þjósnir (fpl.) ,genitalia eqtii* er
hinsvegar að líkindum tiltölulega ung og mynduð af þjós í líkingu við fjósnir
af fjós.
Höfundur skýrir ekki so. fúrast ,slitna, rispast‘, en nefnir aðeins hliðstætt orð
í nno., fúra ,nugga, ýta, hraða sér‘, sem reyndar á sér líka samsvörun í sæ. máll.
fura ,nudda‘. Maður gæti látið sér detta í Img, að þetta værti nafnleidd orð,
sbr. físl. for, fe. furh ,plógfar‘, og merktu ,að gera rák‘ e. þ. u. 1., en sæ. máll.
fpyro (f.) ,flýtir‘, fær. foyra (f.) ,plógrák‘, sem sýnast vera í ætt og hljóð-
skipti við so. fúrast, mæla gegn því. Er því líklegast, að öll þessi orð eigi skylt
við fhþ. arfúren, lat. paviö o. s. frv.
Skýring Torps á fno. gald (n.), galdr (nt.) ,gaddur, harðfenni* (< *gazd-la,
sk. gaddr) er að minni hyggju mjög ósennileg, bæði frá sjónarntiði orðtnynd-
unar og hljóðþróunar. Og sé rétt tilgáta Gamilschegs6 tint germanskan uppruna
5 Grundriss der germanischen Philologie, XI (Berlin og I.eipzig 1934—36),
I, 380.
8 Sama slaS, I, 352.