Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 81
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
79
Rask ræðir nokkuð um greinarmerki og eins atkvæðaskiptingu, og
er hún í öllurn verulegum atriðum eins og nú tíðkast, þ. e. að seinni
liður hefjist á sérhljóði, sé orðið ósamsett eða forskeytislaust.
Undantekning er gerð á þá leið, að j, v og r fylgir síðari lið. Þannig
skuli menn skipta í atkvæði sit-ja, ör-va, tit-ra o. s. frv.
Til fróðleiks set ég hér örlítið sýnishorn af stafsetningu Rasks, og
er það tekið úr formála hans fyrir Lestrarkvermu (3. og 4. bls.):
íslenzkir hafa raunar aungvan skort á allgóðum stafrofs-
kverum; verð eg þessvegna að skíra frá tilgángi mínum með
þetta nýa, sem eg hérmeð dirfist að leggja undir almenníngs
dóm . .. Um brúkun þessa kvers mun lítið þurfa hér að tala,
þar eð hvör greindr maðr sér, að réttritareglurnar, sem nú var
getið, eru ekki úngbörnum ætlaðar, heldr kennendum eðr eldri
gáfuðum únglíngum, sem girnast kunna, og skilið geta.
Segja má, að þessar stafsetningarreglur Rasks hafi gilt frá því um
1820 og fram um 1850 i flestum íslenzkum ritum. Helzt viku menn
frá þeim í nokkrum minni háttar atriðum, rituðu t. d. annaðhvort
-r eða -ur í niðurlagi orða og gerðu enga undantekningu á, og flestir
skrifuðu -legur, en ekki -ligur. Ýmsir fundu stafsetningu Rasks það
helzt til foráttu, að hún væri of ósamkvæm sums staðar, en ekki síður
hitt, að hún væri of fjarlæg nútíðarmáli. Þess varð ekki heldur langt
að bíða, að nokkur andstaða kæmi frarn gegn þessu upprunasjónar-
miði Rasks.
IV
Árið 1835 hóf ársritið Fjölnir göngu sína. Einn Fjölnismanna var
hinn lærði og snjalli málfræðingur, Konráð Gíslason. Eðlilegt var,
að hann hefði einkum hönd í bagga með öllu því, sem laut að máli
og stíl Fjölnis, enda mikill smekkmaður á þá hluti. Fyrsti árgangur
Fjölnis birtist að mestu með þeirri réttritun, er þá tíðkaðist. En hér
var aðeins um logn að ræða á undan storminum.
í öðrum árgangi Fjölnis er löng ritsmíð eftir Konráð Gíslason.7
Gerir hann þar grein fyrir þeirri stafsetningu, sem þeir félagar hafa
7 „Þáttur umm stafsetníng," Fjölnir, II (1836), 3.—37. bls.