Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 82
80
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
tekið upp og fært rit sitt í. Má og segja, að ekki hafi verið vanþörf
á slíkri greinargerð, þar sem hér var um gerbyltingu að ræða í þess-
um efnum.
Konráð segir, að það, sem hafi einkum vakið sig til umhugsunar
um þetta efni, hafi verið ritgerð, er Arni Helgason, stiftprófastur í
Görðum, birti í Armanni á Alþingi 1832.8 Ræðir höfundur þar um
framburð ýmissa stafa í Iestri og telur eðlilegast, að börn séu látin
nefna þá eftir venjulegum framburði. Þannig eigi að nefna stafina
c, k og q alla sem k; x og z í upphafi orðs sem s, annars sem ks eða
gs og ds eða ts, en raunar séu x og z óþarfir stafir í málinu. Eins vill
Árni Helgason láta börnin nefna i og y á sama hátt. Varð grein þessi
Konráði svo tilefni til rækilegrar íhugunar um íslenzka stafsetningu
almennt.
Rasmus Rask miðaði sína stafsetningu við uppruna. Konráð telur
slíkt hæpið og stundum raunar með öllu ógerlegt. Auk þess sé á
þeirri stafsetningu sá mikli agnúi, að hún fylgi ekki þeim fram-
burðarbreytingum, sem gerzt hafi í íslenzku frá því í fornöld. Af
þeim sökum leiði það, að bilið milli stafsetningar og framburðar
breikki stöðugt. Slíkt álítur Konráð öfugþróun og verði þess vegna
að spyrna fótum við og reyna smám saman að færa stafsetningu ís-
lenzkrar tungu sem næst framburði. Konráð segir orðrétt: „vonar
mig lesandanum liggi það í augum uppi, hvur jeg vil að sje — ekki
aðalregla, heldur — eínkaregla slafsetníngarinnar; og er það framm-
burðurinn“ (16. bls.).
Eftir þessari reglu fara svo Fjölnismenn í meginatriðum, en ganga
þó ekki eins langt og reglur Konráðs stefna. Var það gert af ráðnum
hug, því að Konráð segir beinlínis í grein sinni, að „slík ummbreít-
íng allt í einu mundi bæði þikja og vera heldur skindileg“ (17. bls.).
Var þetta sízt of mælt hjá Konráði, því að stafsetning þeirra félaga
mætti mikilli mólspyrnu hjá öllum þorra manna og átti með mörgu
öðru sinn þátt í að gera Fjölni óvinsælan meðal íslendinga. Þrátt
fyrir þá andúð verður því ekki neitað, að margt er skarplega athugað
8 „Leiðavísir til að kenna bjírnum að lesa,“ Ármann á Alþingi, IV (1832),
66.-83. bls.