Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 93
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
91
Ef sú regla gildir nokkurstaðar, að fara verður hœgt og seint
og gœtilega, þá er það í rjettritunarmálinu. Þess vegna tókst
Fjölnismönnum miður en skildi, af því að þeir fóru alt of lángt
í fistu, tóku alt of mikilfenglegt hlaup, þótt alt, sem þeir færu
fram á, væri satt og rjett. Og það munu koma þeir tímar á
íslandi, að Fjölnis rjettritun verður ofan á og einvöld.
Finnur er í flestum greinum sammála B. M. Ó., en finnst reglan
um / á undan t þó athugunarverð. Býst hann við, að mörgum muni
þykja ógeðfellt að skrifa kaupi í nútíð, en keijii í þátíð. Hafði hann
lagt til í fyrirlestri sínum 1886 að skrifa alls staðar p á undan t, þar
sem p væri í öðrum myndum orðsins eða samstofnsorðum þess, en
alls staðar /, þar sem slíkt ætti sér ekki stað, hajt af haja, slept af
sleppa. Varpar hann þessari tillögu sinni fram til nánari ihugunar.
Finnur minnist á mörg fleiri atriði. Hann vill helzt skrifa kall,
valla o. s. frv. eftir framburði og jafnvel attur og ettir fyrir aftur
og ejlir og eins kononum, mönnonum samkvæmt almennum fram-
burði.
Hins vegar vill Finnur fara að öllum breytingum með gát, eins og
áður segir, svo að almenningur geti fallizt á þær. Niðurlagsorð Finns
Jónssonar eru svo þessi (278. bls.):
Ifir höfuð að tala á augað ekki að láta sjer þikja firir að sjá
það, sem eiranu þikir sjer ekki misboðið að heira. Þetta er
aðal- [eða: einka] reglan í rjettritun hvers lans, sem vera skal.
Hinn 14. september s. á. svarar B. M. Ó. ýmsum athugasemdum
Finns Jónssonar,21 en þeir eru þó samdóma í veigamestu atriðum,
þ. e. um afnám y, ý og z úr íslenzkri stafsetningu.
B. M. Ó. telur eðlilegt að rita keijli, þó að aðrar myndir orðsins
hafi p, þar sein það fari eftir einráðum frainburði landsmanna, sem
„við báðir álítum að ætti eiginlega að vera einkaregla stafsetningar-
innar“ (294. bls.).
B. M. Ó. er svo sammála Finnl Jónssyni um þær aðrar breytingar,
sem hann hafði lagt til, og álítur þær stefna í rétta átt, en segir
(s. st.) :
21 „íslensk rjettritun ísafold, 1889, 293.-294. bls.