Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 59
ÁIIRIFSBREYTINGAR í ÍSLENZKU
57
um, að /g/ [q] sé varðveitl í þessari stöðu, t. d. þáguf. súgi, shógi,
láginni /súji, skoúji, laújini/.0 Heldur er hér um að ræða áhrifs-
hreytingu frá öSrum beygingarmyndum orSsins, þar sem /g/ féll
brott reglulega. Út frá þolf. lágan /laúan/, þáguf. lágum /laúum/,
kvk. nefnif. lág /laú/ o. s. frv. hefur, viS áhrifsbreytingu frá t. d.
bláan, bláum, blá /blaúan, blaúum, blaú/ eSa öSrum orSum, sem
beygjast á sama hátt, myndazt flt. /laúir/ [lau:ir] eins og bláir
/blaúir/, hvk. /laútt/ [lauht] eins og blátt /blaútt/, kk. /laúr/
[lau:r] eins og blár /blaúr/, eignarf. flt. /laúrra/ [laur:a] eins og
blárra /blaúrra/ o. s. frv. Jafnframt hafa svo hinar hljóSréttu mynd-
ir varSveitzt: /laújir/ [lau:jir] lágir, /laúgt/ [lauxt] iágt, /laúur/
[lau:Yr] lágur, /laúgra/ [lauqra] lágra.
Freistazt gæti maSur til aS halda, aS myndirnar /laúr/, /laútt/,
/laúir/ o. s. frv. væru ekki myndaSar viS venjulega áhrifsbreytingu,
á þann hátt, sem aS ofan greinir, heldur ættu þær rætur sínar aS
rekja til beinna áhrifa eSa eins konar tillíkingar frá andstæSunni
hár. Svo mun þó ekki vera, þar sem hliSstæSar myndir finnast í
beygingu annarra lýsingarorSa. Dæmi: hvk. /baútt/ bágt, kk. flt.
/baúir/ bágir, miSst. /baúrri/ bágri, kk. flt. /drjúir/ drjúgir, hvk.
/oúnoútt/ ónógt.7
í sögnum eru einnig dæmi um sams konar áhrifsbreytingar, t. d.
viSth. fljúgi, sjúgi, Ijúgi /fljúi, sjúi, ljúi/. Út frá nafnh. /fljúa, sjúa,
ljúa/ fljúga, sjúga, Ijúga, 1. flt. nút. /fljúum, sjúum, ljúum/ fljúgum,
sjúgum, Ijúgum hafa, viS áhrifsbreytingu frá t. d. /búa, búum/ búa,
búum, myndazt viSth. /fljúi, sjúi, ljúi/, 2. flt. nút. /fljúiS, sjúiS,
0 Andstæðan /g/ : /j/, sera er merkingargreinandi í upphafi orðs, smbr. t. d.
gata : jata, og kemur þar fram sem [g] : [j], er upphafin (neutralíseruð) inni
í orði. í hverri stöðu kemur aðeins annað þessara fónema fyrir, og kemur
arkífónemið ýmist fram sem [q], [x] eða [j]. Andstæður eins og leigja : leiga,
eygja : eiga, leigjendur : eigendur, nýjurn : hnígum ber að hljóðrita fónemískt
þannig: /leía/ : /leíga/, /eía/ : /eíga/, /Ieíendur/ : /eígendur/, /níum/ :
/hnígum/. Þessar orðatvenndir eru því ekki dæmi um merkingargreinandi and-
stæðu /g/ : /j/ í innstöðu. í /súji/ o. s. frv. er önghljóðið auðvitað [j], þar
sem [q] stendur aldrei á undan /i/ í innstöðu.
7 Sjá Björn Guðfinnsson, Mállýzkur, 49.