Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 106
104
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
breyting á nokkru síðar, að því er B. J. segir í formála þriðju útgáfu
orðabókarinnar 1912. Farast honum svo orð (XV. bls.):
Og í annan stað hefir fyrir nokkurum missirum verið fyrir-
skipað með landstjórnarvaldboði það afturhvarf til skólastaf-
setningarinnar, að rita ekki é, heldur je, til að þóknast Dönum,
og ennfremur að rita hvergi z, heldur s, til ímyndaðs léttis fyrir
viðvaninga.
Ekki hef ég getað fundið heimildir fyrir þessum ummælum Björns
í Stjórnartíðindum, þar sem eðlilegast hefði verið að auglýsa slíkt
„landstjórnarvaldboð“. En undir þessa fullyrðingu Björns renna
fleiri stoðir.
Sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson birtir í Skólablaðinu 1911 ritdóm
um ísleuska máljrœði eftir Jónas Jónasson.30 Svo er að skilja orð
hans á einum stað sem þessi stafsetningarbreyting hafi gerzt með
leynd. Þar segir (179. bls.):
Um réttritunarreglurnar er ekkert annað að segja, en að þar
er fylgt blátt áfram, og raunar blint, blaðamannastöfuninni,
með þeirri breyting, sem landsstjórnin, í pukri þó, fór að gera,
nefnilega að hafa hvergi é eða z.
Eins og svo oft áður, er Björn Jónsson ærið þungorður í garð
andstæðinga blaðamannastafsetningarinnar í formála fyrir þriðju
útgáfu orðabókar sinnar. Raunar telur hann stafsetningu þessa hafa
náð að miklu leyti „að útrýma hinum hveimleiða stafsetningarrugl-
ingi með þjóð vorri,... en þó eigi til fulls“ (XV. bls.). Um ástæðuna
fyrir þvi farast honum orð á þessa leið (s. st.):
Því veldur taumlaus fordild og hégómadýrð fáeinna rithöf-
unda, sem meta meira að svala henni en að afla tungu vorri
þess gengis, er fylgir samræmdri, vandaðri stafsetningu. Enn
lifir „saumnálastafsetningin“ svo nefnd frá síðasta áratug 19.
aldar, svo heitin fyrir hinn mikla sæg af í-um og i-um, er hana
auðkenna, með því að höfundurinn þolir hvergi að sjá ý eða y,
3» „Álit um íslenskar málfræðisbækur í móðurtungu vorri, er út hafa komið
á síðustu árum (1908—1911),“ Skólablaðið, 1911, 177.—180. bls.