Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 91
SAGA ISLENZKRAR STAFSETNINGAR
89
Árið 1889 flutti Björn M. Ólsen, þáverandi latinuskólakennari,
fyrirlestur í Hinu íslenzka kennarafélagi, og var hann birtur á prenti
sama ár.19 Tók Björn M. Ólsen í þessum fyrirlestri skýra afstöðu
með framburðarstafsetningu og taldi, að stafsetningarnýmæli Fjölnis
hefðu að mörgu leyti verið langt á undan sínum tíma. Hann segir
m. a. (10. bls.):
Það getur þannig ekki leikið nokkur efi á því, að stefna
tímans fer í þá átt að færa rjettritunina sem næst framburð-
inum, og sama hlítur einnig að verða ofan á bjer á íslandi fir
eða síöar. Hver þau rjettritunarnímæli, sem miða að því að
færa stafsetninguna nær rjettum framburði, eru þannig til bóta
og fara í rjetta átt, enn hin fara í öfuga átt og eru tif ills eins,
sem firrast framburöinn og laga sig eftir uppruna.
Þrátt fyrir þessi ummæli er B. M. Ólsen ljóst, að vaninn er ríkur
í þessum efnum og því ekki auðvelt að brjóta í bág við hann í öllum
greinum. Hvetur hann þess vegna til fremur hægfara breytingar,
nema þar sem um er að ræða bókstafi, sem hafa ekki lengur stoð í
framburði landsmanna. Á hann þar við y, ý og z, sem hann vill
útrýma með öllu úr stafsetningunni.
í sambandi við athuganir sínar á íslenzkri stafsetningu hafði
B. M. Ó. beitt nýstárlegri aðferð, sem hann greinir rækilega frá í
fyrirlestri sínum. Hann kannaði 200 íslenzka stíla við inntökupróf
Latínuskólans og komst að raun um, að í þeim voru samtals 1008
villur, miðað við skólastafsetninguna. Af þessum villufjölda voru
um 20% samruglingur á i og y (og í og ý), urn 9% í sambandi við n
og 7,6% samruglingur á s og z. Eins athugaði hann 200 íslenzkar
ritgerðir, sem gerðar voru við lnirtfararpróf eða þá í efstu bekkjum
skólans. Kom þar í ljós, að y- og z-villur voru langalgengastar. Af
þessu dregur fyrirlesarinn þá lærdóma, að mikinn tíma megi spara
við stafsetningarkennslu, ef þessir stafir hverfi úr réttritun manna.
Nokkuð ræðir B. M. Ó. um vanda þann, sem upp geti komið við
það að leggja niður y, þar sem mörg orð ólíkrar merkingar verði þá
19 „Um stafsetning ...,“ Tímarit um uppeldi og menntamál, II (1889),
3.—24. bls. (Sbr. 10. neðanmálsgrein.)