Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 49
HELGI GUÐMUNDSSON
Máki, mákur
i
IORÐABÓK Blöndals segir svo um orðið máki, mákur:1 * „Máki (-a,
■ar) m. (VSkaft., Af.) = mákur," og „mákur (-s, -ar) m. 1.
(máki) Sælhundelalle, is. Forlalle: stæla (el. steyta) mákana, trættes,
kives: þeir vóru aff stœla mákana (Árn.), jfr. stœla (el. steyta) hnef-
ana. — 2. pl. mákar = lappir, klodsede Ben (vulgært om Menneskers
Ben) (BH.).“
Um orðið máki hefur Blöndal heimildir úr Skaftafellssýslu og af
Austfjörðum. Af seðlasafni Blöndalsbókar- má sjá að skaftfellska
heimildin er neðanmálsgrein í útgáfu Jóns Þorkelssonar á kvæðum
Stefáns Olafssonar í Vallanesi;3 þar stendur sem skýring á þolfalls-
myndinni mák (af mákur): „Mák, venjulega hefi eg heyrt nefnifall
eint. máki, ekki mákur; orðið er altaf haft í Skaptafellss. um hreifa á
sel, en hreifi aldrei." Austfirzku heimildarinnar er ekki getið, en hún
er vafalaust orðasafn Hallgríms Schevings (19. öld).4 í því stendur:
„Máki = frainhreifi á sel. Austf.“
Um myndina mákur er einnig getið heimildar í seðlasafninu. Hún
er hestavísa sem talin er vera eftir Stefán Ólafsson í Vallanesi (17.
öld) ;5 þar kemur mákur fyrir í fótarkenningu:
Andvari yfir grund
ákafan hófs mák
flytur sem fari skot.
1 Sigfús Blöndal, /slensk-dönsk orðabók (Reykjavík 1920—24), 520—521.
- Seðlasafn orðabókar Sigfúsar Blöndals, geyntt í vinnustofu Orðabókar Há-
skóla íslands.
3 Stefán Ólafsson, Kvœði, I (Kaupmannahöfn 1885), 379.
4 „Orða-safn úr nýjara og daglega málinu," II, Lbs. 284, 4to.
5 Kvœði, I, 378—379.