Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 51
49
MÁKI, MÁKUR
ings má nefna að í orðabók Guðmundar Andréssonar stendur:10
„Ad steita Kalfana / Distendere suras, pro superbire & tollere
cristas.“ Að steyta mákana — sbr. þýðinguna ,sura‘ (,kálfi‘) hjá
Grunnavíkur-Jóni og Birni Halldórssyni — kann að hafa merkt hið
sama og af því dregið mákalegur, máka. Merkingarsamband þessara
orða kemur einnig í ljós í skýringu Grunnavíkur-Jóns á mákagildur
sem getið er hér að framan.
Af því sem hér er talið virðist útbreiðslusvæði orðsins hafa náð
frá Árnessýslu til Austfjarða; nú virðist það þó aðeins tíðkast í
austanverðri Rangárvallasýslu og í Skaftafellssýslum. Þar eð orðið
kemur fyrir í orðabókum tveggja Vestfirðinga kann það að hafa ver-
ið til á Vestfjörðum einnig, og í því sambandi er athyglisvert að
afleiddu orðin koma fyrir hjá Birni Halldórssyni og Gisla Konráðs-
syni.
Myndin er ýmist máki eða mákur; hvort heldur er, er oft erfitt að
ákveða, því að oftast kemur orðið fyrir í fleirtölu.
Merkingarnar eru: ,kálfi, löpp, (fram)hreifi á sel, klunnaleg
mannshönd1.
II
Uppruni orðsins máki, mákur hefur enn ekki verið skýrður, né
heldur er orðið til í grannmálunum, norsku og færeysku,11 svo að
vitað sé. En sumarið 1958 benti Asgeir Bl. Magnússon mér á að í
orkneysku og hjaltlenzku kæmi fyrir meg ,a paw of an animal, a
seal’s flipper’, sem minnti mjög á íslenzka orðið, án þess þó að hægt
væri að gera sér grein fyrir hljóðfræðilegu sambandi þeirra. Við
nánari athugun reynist orðið meg vera algengt í skozkri ensku12 og
hefur borizt með henni til Orkneyja og Hjaltlands. Orðið er talið
lökuorð úr skozk-gaelisku.13
10 Lexicon islandicum, scriptum a Gudmundo Andreæ Islando (Ilavniæ
1683), 223; um þetta eru einnig dæmi í seðlasafni orðabókar Háskólans.
11 Próf. Chr. Matras í bréfi.
12Joseph Wright, Tlie English Dialect Dictionary (London 11898—1905]),
IV, 5.
13 Hugh Marwick, The Orkney Norn (Oxford 1929), 113.
tSLENZK TUNCA 4