Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 101
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSET N INGAR
99
ástæðan til að greina holt, hvk. af holur, og hollt, hvk. af
hollur.
Þá finnst Halldóri næsta lítið samræmi í því að halda z sums stað-
ar, en sleppa henni annars staðar, þar sem hún á alveg eins mikinn
rétt á sér.
Björn Jónsson svaraði ýmsu í greinum H. Kr. F. jafnóðum í
blaði sínu, ísafold, og er einmitt að senda honum tóninn með þeim
orðum, sem birt voru hér að framan (94.—95. bls.) úr ísafold 3.
september.
Drepur B. J. á þá staðreynd, að fjölmargir þeirra, sem hafi numið
stafsetningu Halldórs í Lærðaskólanum, hafi lagt hana niður, þegar
þeir losnuðu undan skólaaganum, svo að „leitun sé á manni, sem
fyrir almenning hefir ritað og fylgt hefir skólastafsetningunni11.31
Þegar þetta sé haft í huga, sé þessi stafsetning hinn ólíklegasti grund-
völlur til samkomulags.
í ísafold 17. september bendir B. J. á það, að Konráð Gíslason,
sjálfur aðalhöfundur skólastafsetningarinnar, hafi notað é og ein-
faldan samhljóða á síðustu árum sínum.32
í byrjun október ritar B. J. enn tvær greinar um joðakenninguna,
sem hann kallar svo,33 og er ærið þungorður í garð andstæðinga
blaðamannastafsetningarinnar, einkum þó H. Kr. F., sem hann kallar
„joðapostulann“.
Grein H. Kr. F. í Dagskrá kom út sérprentuð. Svaraði dr. Jón Þor-
kelsson rektor ýmsum atriðum hennar í ísafold 12. október,34 og
veit ég ekki til, að annað liafi birzt frá honum um þetta mál á opin-
berum vettvangi.
Hinn 29. október birtir B. J. loks blaðamannastafsetninguna í ísa-
fold, og fylgja skýringar með.35
31 ísafold, 1898, 215. bls.
32 „Meistari og lærisveinn," ísafold, 1898, 222. bls.
33 „Skýlaus dauSadómur," ísafold, 1898, 238.—239. bls., og „Dágott fylgi,“
ísafold, s. á„ 242. bls.
34 „Veigalaus vörn,“ ísafold, 1898, 251. bls.
35 „Stafsetningar-samþyktin," fsafold, 1898, 266.—267. bls.