Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 140
138 DOKTORSVÖRN
sem tenging vera ungt fyrirbæri, hún kemur t. d. ekki fyrir í Guð-
brandsbiblíu.
í kaflanum um samanburðarsetningar er mjög þarflegt yfirlit um
notkunina á sem og þróun þess orðs í tilvísunarorð. Rétt hefði þó
verið að nefna að sem kemur nokkrum sinnum fyrir í íslendingabók
í merkingu sem er a. m. k. nólægt tilvísunarmerkingu: „En þau [þ. e.
lög] váru flest sett at því sem þá váru Gulaþings lgg“ (2. kap.). Hér
er nánast samanburðarsetning. Annað dæmi: „hvárirtveggju játtu
því at allir skyldi ein lpg hafa þau sem hann réði upp at segja“ (7.
kap.). Hér er skammt í hreina tilvísunarmerkingu. Auk þess kemur
sem fyrir tvisvar í íslb. í tilvísunarmerkingu þar sem það vísar til
staðaratviksorðsins þar: „Þar er Ingólfshiyfði kallaðr . . . sem hann
kom fyrst á Iand“ (1. kap.), og „þar es kplluð síðan Kolsgjá sem
hræin fundusk“ (3. kap.). Þessi dæmi hefði verið réttara að tilfæra
í stað þess sem segir á bls. 85, að ekki hafi fundizt gömul dæmi um
þar sem. Dæmi um sem í tilvísunarmerkingu eru nokkuð algeng í
elztu norskum textum, og má um það vísa í A. Holtsmark, Ordfor-
rádet, en allt bendir til þess að tilvísunarmerkingin hafi síðar orðið
algeng í íslenzku en norsku.
A bls. 91 hefur höf. lýst því að skilyrðissetningar með ef séu
komnar af undansettum aðalsetningum, og að í lagamáli sé það tíð-
ast að þær séu undansettar. En svo bætir hann við: „Hitt er annað
mál, að sú afstaða breytist, þegar setningin er orðin hrein aukasetn-
ing. Þá er inntak hennar eigi framar sjálfstætt atriði í frásögn, heldur
athugasemd eða viðbót við aðalsetninguna, eins og ákvæðisorð væri.
Afstaða hennar er því í rauninni hin sama og annarra aukasetninga,
þ. e. hún kemur í réttu lagi á eftir setningunni, sem hún stendur með.“
(Leturbreytingar eru mínar.) Ég þykist vita að höf. ætli sér ekki að
brigzla Grágásarriturum um vankunnáttu í setningafræði; en telur
hann þá skilyrðissetningarnar í Grágás ekki hreinar aukasetningar?
Hér hafa kenningar höf. um setningaröð leitt hann á glapstigu. Skil-
yrðissetningar eru mjög oft setningarliðir svipaðs eðlis og tíðarsetn-
ingarnar sem minnzt var á hér að framan: þær lýsa eins konar bak-