Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 140

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 140
138 DOKTORSVÖRN sem tenging vera ungt fyrirbæri, hún kemur t. d. ekki fyrir í Guð- brandsbiblíu. í kaflanum um samanburðarsetningar er mjög þarflegt yfirlit um notkunina á sem og þróun þess orðs í tilvísunarorð. Rétt hefði þó verið að nefna að sem kemur nokkrum sinnum fyrir í íslendingabók í merkingu sem er a. m. k. nólægt tilvísunarmerkingu: „En þau [þ. e. lög] váru flest sett at því sem þá váru Gulaþings lgg“ (2. kap.). Hér er nánast samanburðarsetning. Annað dæmi: „hvárirtveggju játtu því at allir skyldi ein lpg hafa þau sem hann réði upp at segja“ (7. kap.). Hér er skammt í hreina tilvísunarmerkingu. Auk þess kemur sem fyrir tvisvar í íslb. í tilvísunarmerkingu þar sem það vísar til staðaratviksorðsins þar: „Þar er Ingólfshiyfði kallaðr . . . sem hann kom fyrst á Iand“ (1. kap.), og „þar es kplluð síðan Kolsgjá sem hræin fundusk“ (3. kap.). Þessi dæmi hefði verið réttara að tilfæra í stað þess sem segir á bls. 85, að ekki hafi fundizt gömul dæmi um þar sem. Dæmi um sem í tilvísunarmerkingu eru nokkuð algeng í elztu norskum textum, og má um það vísa í A. Holtsmark, Ordfor- rádet, en allt bendir til þess að tilvísunarmerkingin hafi síðar orðið algeng í íslenzku en norsku. A bls. 91 hefur höf. lýst því að skilyrðissetningar með ef séu komnar af undansettum aðalsetningum, og að í lagamáli sé það tíð- ast að þær séu undansettar. En svo bætir hann við: „Hitt er annað mál, að sú afstaða breytist, þegar setningin er orðin hrein aukasetn- ing. Þá er inntak hennar eigi framar sjálfstætt atriði í frásögn, heldur athugasemd eða viðbót við aðalsetninguna, eins og ákvæðisorð væri. Afstaða hennar er því í rauninni hin sama og annarra aukasetninga, þ. e. hún kemur í réttu lagi á eftir setningunni, sem hún stendur með.“ (Leturbreytingar eru mínar.) Ég þykist vita að höf. ætli sér ekki að brigzla Grágásarriturum um vankunnáttu í setningafræði; en telur hann þá skilyrðissetningarnar í Grágás ekki hreinar aukasetningar? Hér hafa kenningar höf. um setningaröð leitt hann á glapstigu. Skil- yrðissetningar eru mjög oft setningarliðir svipaðs eðlis og tíðarsetn- ingarnar sem minnzt var á hér að framan: þær lýsa eins konar bak-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.