Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 2

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 2
MALGAGN K VENFRELSISBA RÁTTU VERA 5—6/1984 Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista, símar 22188, 21500 og 13725 í þessu tvíeflda jólablaði Veru er ástin í öndvegi. Ekki þó eins og hún birtist í vímukenndum dans- lagatextunum til að mynda heldur ástin í leitandi Ijóði kvenfrelsisbaráttunnar. Engan skyldi undra þótt Vera, málgagn kvenfrelsis beini athygli sinni að ástinni, svo mikill örlagavaldur sem hún er okkur mörgum. Eða er ekki svo? Það er ef til vill sú spurning, sem Veru er efst í huga. Hvaða áhrif hefur ástin? Er hún dragbítur eða lausnari? Er ástfangin kona í rauninni fangi ástar sinnar eða getur ástin orðið henni hugljómun. Eru fórnirnar sem við færum í nafni ástarinnar kostaðar af frelsi okkar og metnaði? Og ef svo er, hverju þurf- um við að sinna, svo hún samræmist því frelsi sem við leitum eftir? Ef til vill þurfum við að breyta þess- ari kvenímynd fórnfúsrar eilífðar til að geta vænst þess besta af ástinni. Spurningar Veru og vangaveltur af þessu tagi hljóta að geta fært okkur nær þeim svörum, sem varða veginn í átt til samfélags jafningja. Og þess vegna fjallar Vera um ástina, því hún er kannski það sem sagt hefur verið: pólitískust alls þess persónu- lega og persónulegust alls hins pólitíska! Gleðileg og kærleiksrík jól. Ritnefnd: Gyöa Gunnarsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Guörún Erla Geirsdóttir Magdalena Schram Margrét Rún Guömundsdóttir Temahópur: Edda Jóhannsdóttir Gyða Gunnarsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Magdalena Schram Sonja B. Jónsdóttir Útllt: Stína, Gyöa, Kicki, Solla og Malla Starfsmaöur Veru: Sonja B. Jónsdóttir Auglýsingar og dreiting: Hólmfriöur Árnadóttir Hólmfríður Þórhallsdóttir Margrét Rún Guömundsdóttir Ábyrgö: Kristín Blöndal Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Forsiöa: Margrét Zophoniasdóttir Ath: Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.