Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 34
Aukum valddreifingu og virkni! Snemma á þessu kjörtímabili lögðu fulltrúar Kvennaframboðsins fram tillögu um nefnd, er hefði það verk með höndum að endurskoða stjórnkerfi borgarinnar. Þessi tillaga sprettur beint úr stefnuskrá Kvennaframboðsins, þeirri stefnu að gera stjórnkerfi borgarinnar opnara íbúunum, dreifa valdinu og einfalda þann frum- skóg nefnda og ráða, sem nú stendur í vegi þess að Reykvíkingar geti fylgst með og haft áhrif á stjórn eigin borgar. Tillaga um slíka nefnd var samþykkt og hún skipuð undir áramót 1982—83. í henni sátu þrír fulltrúar meirihluta og tveir frá minnihluta; Guðrún Jónsdóttir hefur verið fulltrúi okkar. Nefndin skilaði verki sínu nú í desember og verður fjallað um allar þær tillög- ur sem þar komu fram á borgarstjórnarfundin- um í desember. — Guðrún, hverjar eru tillögur Kvennafram- boðsins í þessum efnum? Nýtt kerfi Við tókum þann kost að endurskipuleggja allt stjórn- kerfi borgarinnar á okkar eigin forsendum um valddreif- ingu, einföldun og upplýsingaskyldu við íbúa. Stærsti þátturinn i þessari endurskipulagningu er fækkun nefndaog ráða, við leggjum niður allar nefndir en viljum þeirra í stað hafa nokkur allsherjarráð, sem hafi þessi upplýstu almennilega hvað fer fram á fundunum — ólíkt þvi sem nú er. Formenn ráðanna yrðu launaðir starfs- menn kjörnir úr hópi borgarfulltrúa og starfstími for- manna aldrei meiri en eitt ár. Þetta er ekki hvað síst hugsað til þess að tryggja það, að formenn geti fylgt málum sinna ráða eftir. Slíkt fyrirkomulag hefði það í för með sér að embættismenn gætu ekki tekið mál upp á sína arma og jafnvel tafið fyrir afgreiðslu þeirra, en það var m.a. umkvörtunarefni meirihlutans á síðasta kjör- tímabili. — Já, og svo yrði bannað aö vera formaður í fleiri ráðum en einu — ekki að ósekju! Við álítum að þetta fyrirkomulag ráðanna myndi auka ábyrgð og þátt- töku borgarfulltrúa, þeir kæmust ekki hjá því að setja sig inn í málin og ættu auðveldar með að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku og viðhorfum en ekki eftir fyrirmælum ofanfrá. íbúasamtökin Nú, annar megin punktur okkar tillagna varöar íbúa- samtök en þeirra rétt og þátttöku viljum við tryggja sem best, t.d. með því að gera fulltrúa þeirra að áheyrnarfull- trúum með tillögurétt og málfrelsi á fundum ráöanna. Einnig með því að leggja upplýsingaskyldu á herðar ráðunum, þannig aö íbúar hafi aðgang að málum þegar á umræðustigi þeirra, en frétti ekki eftir á hvað gera skal í hverfunum. íbúasamtök geta skv. okkar tillögum kom- ið með hugmyndir fyrir gerð fjárhagsáætlunar og fylgst með undirbúningi hennar frá upphafi. Sé tillögum þeirra hafnað, skal það gert með greinargerð. Meö því svið: félagsmálin, fræðslumálin, heilbrigöismál, menn- ingarmál, málefni fyrirtækja borgarinnar, umhverfis- og skipulagsmál og atvinnumál. Auk þess gerum við ráð fyrir tveimur nýjum ráðum, kvennaráði og fjárhagsáætl- unarráði. Það síðartalda yrði ráðgefandi samhæfingar- ráð og kvennaráðið færi með málefni kvenna sérstak- lega, hefði frumkvæði að hlutum sem varða okkur og eftirlit meö því að jafnstöðusjónarmiðið væri í heiðri haft. Kvennaráðið fengi auk þess '/2% tekna borgarinn- ar til ráðstöfunar hvert ár og gæti t.d. veitt kvenna- samtökum eða samtökum sem konur standa fyrir styrki úr þeim sjóði. Hvert ráðanna væri ábyrgt á sínu sviði, semdi eigin fjárhagsáætlun og sæi um að sú áætlun standist. Borg- arráð myndi leggjast niður en borgarráð er eins og mál- um er háttað, auðvitað ekkert annað en fámennisstjórn meirihlutans hverju sinni og tekur ákvarðanir oft í trássi við álit nefnda og borgarstjórnarfundir eru lítið annað en afgreiðslu apparat fyrir borgarráð. Fundir ráðannayrðu vikulegir og fundargerðir þannig úr garði gerðar að þær að miða starf og stjórn borgarinnar að því að íbúarnir hafi greiðan aðgang aö borgarkerfinu, teljum við til orð- inn hvata að stofnun fleiri íbúasamtaka. Upplýsingar og aftur upplýsingar Þá gerum við ráð fyrir því í tillögum okkar, að ráðin út- búi í upphafi hvers kjörtímabils upplýsingabækling sem greini frá starfssviði þess, fundartíma og fundarstað og hverjir fulltrúarnir eru. Slíkum bæklingiyrði dreift til allra borgarbúa og sé liður í því að upplýsa og ekki síður í því að auðvelda fólki að koma sínum málum á framfæri við fulltrúa í stjórn borgarinnar, en það vefst þó nokkuð fyrir fólki núna. Enn eitt sem ég vil geta sérstaklega um, í tillögum okkar, er að við viljum tryggja fulltrúum allra flokka í borgarstjórn sæti í öllum ráðum. Nú er það þannig að tala fulltrúa í nefndum er bundin og afleiðingin er sú að í engri nefnd borgarinnar eiga allir flokkar og samtök fulltrúa. Við teljum eðlilegt að það sé ákveðinn meiri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.