Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 10
— Höfðuð þið svipaða tekjumögu-
leika?
„Já, að vísu gekk hann inn í vinnu sem
honum hafði boðist áður en við komum
heim og svo hafði hann starfsreynslu fram
yfir mig.”
— Þannig að þú varst heima og hugs-
aðir þar af leiðandi meira um börn og
bú?
„Já, þegar við vorum úti hafði þetta þró-
ast út í nokkurn veginn jafna verkaskipt-
ingu. Þó kom það einstaka sinnum fram
hjá honum að félagar hans álitu hann gera
mjög mikið heima og að ég ráðskaðist með
hann.”
— Að þú værir gribba?
„Það var sú hugmynd sem ég fékk um
mig.”
— Reyndir þú að breyta því?
„Nei, mérfannst viðættum aðtakajafn-
an þátt og hélt mínu striki. Mér fannst það
þó dálítið miður.”
— Þú varst þá heima og hann úti að
vinna? Hvernig gekk heimilishaldið?
„Á þessum tíma hélt hann áfram að taka
þátt I uppeldi og öðru. Ég fór reyndar að
vinna. Smátt og smátt tók ég að mér fleiri
og fleiri verkefni og fór meira út í atvinnulíf-
iö. Svo varð ég ófrísk aftur.”
— Breyttust þá ykkar hagir?
„Já, honum var boöin mjög mikilsvirt
staða austur á landi en þar bjuggu foreldr-
ar hans og öll fjölskylda. Mér var ekki lífs-
ins mögulegt að standa gegn þessu. Því
þetta var stórt tækifæri fyrir hann og öll
fjölskyldan studdi hann.”
— Langaði þig til að fara?
„Nei. Við vorum búin að ráðgera að
næsta ár gæti ég haldið áfram að vinna
þrátt fyrir nýja barnið. Reyndar talaði hann
um að ég hefði líka möguleika þarna.
Kannski var hann að setja þetta upp þann-
ig, hann vildi í raun að ég færi út á vinnu-
markaðinn og reyndi að sjá alla mögu-
leika, hvort sem þeir voru raunhæfir eða
ekki.”
— En varð reyndin önnur?
„Vinnan tók mun meiri tíma en hann
hafði haldið, hann vann öll kvöld, oft um
helgar og þurfti auk þess að ferðast mik-
ið.”
— Hvaðum þínarþarfir, nú hafði hann
sýnt þeim skilning áður?
„Já og honum þótti mjög slæmt að allt
varð öðruvísi en viö ætluðum okkur. Hann
gat ekkert gert við þessu, hann var búinn
að taka þetta starf að sér og varð að
standa sig. Viö töluöum um aö þegar
þessu tímabili væri lokið gætum við skipt
um hlutverk. Hann verið heima í t.d. 1 ár
og ég unnið úti.”
— Þá hefur þú haft einhverja von til að
lifa á?
„Þó hann væri alveg hættur að sinna
börnunum fannst mér að þetta myndi
breytast, hann hafði ennþá þessa afstöðu
og vilja til að hafa þetta öðruvísi.”
— Hvernig leið þér sjálfri?
„Alveg hræðilega. Ég átti ekki neitt eftir.
Mér fannst hverju augnabliki væri stjórn-
að. Frá morgni til kvölds, hverri mínútu
ráðstafað, þar gat ég engu breytt. Það
eina sem ég átti eftir voru hugsanirnar og
kynlífið. Það voru líka ákveðnar meiningar
um hvernig kona í þessari stöðu ætti að
hegða sér og þó ég færi lítið eftir því, var
þaö ákveðin pressa.”
— Hélstu áfram að trúa á breytingar?
„Nei, það kom smátt og smátt í Ijós að
ekkert myndi breytast.”
— Hvernig?
Það er eitthvað í sambandi við afstöðu
hans, hún breyttist mjög mikið.”
— Hvað breytti afstöðu hans?
„Ég veit ekki. Það var jú alltaf ég sem
talaði, ég sem lagði hitt og þetta fram.
Þetta var allt skynsamlegt, ég gat fært rök
fyrir máli mínu. Að okkur kæmi til með að
líöa betur ef við sinntum þörfum okkar
bæði. Það var ekki hægt að setja fingurinn
á neitt af þessu. Samt sem áður held ég að
þetta hafi ekki rist neitt djúpt hjá honum.
Þó hann segði já, við skulum hafa þetta
svona. Þá var hann að segja það við mig,
hann var að hafa mig góða. Hann vildi
gjarnan að mér liði vel, svo framarlega
sem hann þyrfti ekki að fórna neinu.”
— En nú tók vinnan allan hans tíma?
„Já og einhvern veginn vógu mínar
þarfir sífellt minna. Hann var að gera
merkilega hluti. Mjög mikilvæga. Og svo
er það þannig á mörgum stöðum úti á landi
að þar eru konur og börn ekki til, eða þau
koma á eftir öllu öðru, á eftir malbikinu og
öðrum „nauðsynjum”. Það eru karla-
klúbbarog mikiðum aðvera hjá körlunum.
Og allir á staðnum líta þannig á málið, líka
konurnar sjálfar. Karlaveldið er mun sterk-
ara en t.d. í Reykjavík.”
— En flytjið þið svo til Reykjavíkur?
„Já, og þá fann ég að nú varð ég að
breyta munstrinu. Ég er með sjö ára fram-
haldsnám að baki sem mig langaði til að
nýta og nú varð að reyna á viljann hjá hon-
um til að breyta til. Ég fór í fulla vinnu og
hann í hlutavinnu og sá því meira um
heimilið, það rak endahnútinn á hjóna-
bandið. Honum fannst hann fórnaof miklu
og fékk mikinn stuðning frá umhverfinu.
Hann var ósáttur við það sem ég var að
gera, fannst ég leggja óþarflega hart að
mér á kostnað heimilisins og hans. Hann
brást mér gjörsamlega þegar mikið lá við.
Fór skyndilega í „mikilvæga” ferð austur
á land í sambandi við vinnuna án þess að
gera nokkrar ráðstafanir, þó að hann vissi
að ég gæti ekki sinnt heimilinu þessa viku
og hann spurði aldrei hvernig ég hefði far-
ið að því að bjarga málunum. Þetta hefði ef
til vill ekki gerst ef við hefðum ekki farið
þarna austur þar sem hinn heföbundni
karlmaður í honum fékk byr undir báða
vængi og hann auðvitað móttækilegur að
ganga inn í hlutverkið. Þó veit maður
aldrei.”
MAÐUR OG
gerist í Reykjavik og segir frá viökvæmni
sögumanns fyrir kvenlegum þokka og
þeim hrakföllum er af þeirri áráttu leiðir.
Auk þeirra kvenna, sem söguhetjunni
verða hvað áleitnastar, spretta ýmsar
aðrar persónur upp af siðum bókarinnar,
margar hverjar broslegar og þó með
þeim hætti að lesendur fá ósvikna sam-
úð með þeim, en allar með því yfirbragði
að þær snerta verulega við lesendum.
Sagt er af lifandi fjöri frá margvíslegum
atburðum ýmist meinfyndnum eða dap-
ÁSTKONUR
urlegum. Tök höfundar á máli og stll
bregðast aldrei og hann leikur á alla
strengi spaugs og angurs.
Guðmundur Gíslason Hagalín sagði f
Morgunblaðinu um bók sama höfundar,
Glöpin grimm, meðal annars: „Og þess
lengur sem ég las jókst hvort tveggja:
undrun mín og gleðin ytir þvi að þarna
væri ég kominn í kynni við veigamikið
sagnaskáld. - Mér flaug i hug við lestur-
inn að þarna væri komin islensk hlið-
stæða bókar Hamsuns, Konerne ved
vandposten".
Hin nýja skáldsaga Más
Kristjónssonar, Maður
og ástkonur, gefur fýrri
bók hans ekkert eftir-
Hún rígheldur athygji
lesandans frá fyrstu til
síðustu síðu. Þetta er
bók sem gneistar af-
m.k. Foriag-
Sími 621507
10