Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 35

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 35
Skrafskjóðan des. ’84 ÞóraÓladóttir Egilsstöðum Anno 1978 skrúfaöi ég, ásamt heittelskuðum eiginmanninum, fyrir skynsemisáveitur taugakerfisins. Við seldum blokkaríbúðina og „keypt- um” fokhelda höll, eða einbýlishús eins og það heitir á ástkæra, ylhýra. Með bundið fyrir skilningarvitin renndum við okkur fótskriðu niður skuldabrekkuna, — þið skiljið hvað ég á við: húsbyggjendurnir og kaup- mátturinn kútveltast niöur þessa hálu braut en skuldir, vextir, lán og annað þvílíkt smotterí hækka og stækka og verða að marghöfða þursi, sem er þeirri náttúru gæddur að þegar tekst að mjatla af honum einn minniháttar haus þá vaxa 2 miklu stærri og Ijótari í staðinn. Og hvað ætli hann heiti, þessi ófrýnilegi skrímslaþurs? Jú, hver haus skartar eigin nafni s.s. Lánapólitík, Bankakerfi, Verðtrygging, Vísitölubinding, en það eru yfirhausarnir á ófétinu, sem verður ekki hróflað við. En þeir eru orðnir svo bólgnir og einkennilega útlítandi, allir á skakk og skjön, að okkur venjulegum sálum hryllir við. Hinir hausarnir geta heitið Lán (ekki sama og lukka), Vaxtagjöld, Verðbólga, Kaupmáttur o.s.frv. En furðulegt nokk, sumir meðlimir okkar velferðarríkis komast ekki einu sinni í tæri við jötun þennan, sem mér og fleirum er svo meinilla við. Þó þeir leggi fram sinn skerf til „þjóðarbúsins” eins og allir hinir, sjá þeir enga möguleika á að eignast svo mikið sem 1/10 úr þaki yfir höfuðið. (Hafið þið nokkurn tíma heyrt landsföðurlega bjargvætti kollsiglandi þjóðarskútunnar lýsa því hve lánsamir við íslendingar erum, engin fátækt, allir hafa nóg að bíta og brenna, við reddum þessu?) Jæja, ég ætlaði mér ekki í upphafi þessara skrifa að tala um húsnæðismál nema í framhjáhlaupi en vandlætingin hljóp aðeins með mig í gönur. Það sem ég ætlaði að spjalla um eru útidyrnar á húsinu mínu og reynsla mín af 2 tegundum hurðarspjalda sem loka þeim. Fyrra spjaldið var í kotrassastíl, vandlega neglt saman úr mótatimbri og leit út eins og lekur fleki. Læsingarútbúnaðinum ætla ég ekki að reyna aö lýsa fyrir ykkur en sá var mikið fiff. Áhrif þessa hurðarræfils á sölumenn voru þau þeir fóru framhjá í stórum sveig, annaðhvort hafa þeir haldið að hér héldi engin sála til eða þá að sálirnar handan við hurðarnefnuna væru fátækari en kirkjurottur. Ég verð að viðurkenna að í þeirra sporum hefði ég heldur ekki reynt að banka á svona Ijótar dyr með skrautbundin bókasöfn í tösku, hvorki til aö sýna né selja þannig stofustáss viðkomandi innbúendum. Þessi sölumannslausu 3 ár eru nú bara nostalgískar minningar, sem ég orna mér við á síðkvöldum milli þess sem ég dansa um salina mína með tuskur og skrúbba. í áframhaldandi byggingarkasti fékk ég mér dandalafína útidyrahurð úr flottum eðalviði og hömruðu gleri. Helstu breytingar sem þessi andlitslyfting hússins hafði í för með sér var að gardínurnar í stofunni hættu aö blakta, fjölskyldan tók upp þann sið að fara úr ullarplöggunum frammi í forstofu og sölumennirnir tóku aö þyrpast að í gróðavon. Þeir stunda þessa iðju sína mest á sumrin og snemma á haustin ef veður leyfir. (Vetur og haust vill nefnilega oft renna saman í óákveðna árstíð hér í mínum landshluta). Einhverntíma í september kom vonandi sá síðasti í þessari vetrarbyrjun. Hann bankaði pent en ákveðið á hurðina góðu og ég spanaði til dyra. „Er maðurinn þinn heima?” „Nú, já”, hugsaði ég, „þetta er rukkari”. Ég skulda nefnilega ekki neinum neitt enda vinn ég ekki neitt, dúlla bara heima með 3 börn á meðan fyrir- vinnan þrælar baki brotnu á vinnumarkaðinum. Nú, en aldrei þessu vant var húsbóndinn heima og skaust hann fram á gang til að blíðka rukkarann. Hann staldraði stutt við þarna frammi og færði mér svo þær einstöku fréttir að þessi náungi færi milli húsa til að pranga líftryggingu inn á karla!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég vil leyfa mér að benda á þá staðreynd að útgjöldin hjá aumingja manninum mínum myndu aukast töluvert ef ég tæki upp á því að drepast, ekki það að ráðskonulaun sé neitt til að hrópa húrra fyrir. Ef hann fengi nú góða ráðskonu og sæta eins og mig sem félli fyrir honum og hann fyrir henni og létu pússa sig saman, þá væri allt eins og áður, þ.e.a.s. ef ráðskonan væri svona dæmalaust vitlaus að skipta yfir í húsmóðurina. Var einhver að tala um börn? Ætli þau séu ekki í sama verðflokki og ég? Bið að heilsa öllum þeim konum sem ekki vinna nokkurn skapaðan hlut, og hinum líka. Bless Þóra. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.