Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 16
auk þess sem þaö var útbreidd trú aö huldufólk hefði ekki ódauð- lega sál. Meö þvíaö skíra barnið inn í kirkju föðurins heföi þaö trú- lega öölast hvort tveggja. Hann neitar því þannig bæði um sál og sáluhjálp. Refsing hans er táknræn, maður sem þannig launar líf- gjöf og ást er ófreskja í augum svikinna kvenna, umbreytingin í lokin sýnir hans. Hér er auðvitað líka óskhyggja á ferð, það er verið að framfyIgja því réttlæti sem oft vildi verða misbrestur á í mannheimi, þar sem feður syndabarnanna sluppu iðulega við refsingu með svonalög- uðum aðferðum þó yfirvöldum tækist að klekkja á mæðrunum. Huldumenn sem barna mennskar konur eru yfirleitt alger and- stæða þessara manna. Einn flokkur sagna segir frá stúlkum sem gerast selráðskonur upp til fjalla, verða ástfangnar af friðum og fallegum huldupiltum og síðan óléttar, en einhverjir meinbugir eru á svo þeir geta ekki gifst þeim að sinni. En þeir stinga ekki af, heldur heimsækja þær í selið, taka jafnvel af þeim verstu verkin, hjálpa þeim að leyna barnsfæðingunni, sitja yfir þeim og taka loks að sér börnin og forða þeim þannig frá refsingu. í mannheimum eiga stúlkurnar hins vegar grimma og ráðríka feður (aldrei er minnst á mæðurnar) sem stía elskendunum í sundur og þegar huldumenn hafa loks uppá stúlkum sínum mörgum árum seinna er löngu búið að gifta þær nauðugar mennskum mönnum. Þá verður báðum svo mikið um endurfundina að þau springa af harmi. í öðrum sögum eru huldumenn í hlutverki draumaprinsins sem birtist þar sem fátæk smalastúlka er að krókna undir steini, býður henni húsaskjól og sjálfan sig í ofanálag. Og jafnvel þó stúlkan sé prestsdóttir og búi viö góö kjör flytur hún stundum í steininn og lætur skila til foreldra sinna að hún sé hamingjusöm því maðurinn sé alltaf svo góður við hana. Ein stúlka sem giftist huldumanni sendir ævinlega eftir móður sinni þegar hún leggst á sæng þar til stjúpinn sem er óánægður með ráðahaginn bannar konu sinni að fara og lokar hana inni. Þá deyr dóttirin af barnsförum og huldu- maðurinn hennar springur af harmi eins og unnusti selmatselj- unnar. Sú saga sýnir kannski best þær andstæður sem speglast í mörgum þessum sögum. Tilfinninganæmi Ijúflingsins og hörku og grimmd hins mennska manns. Ef litiö er yfir þessar sögur í heild má sjá bæði óskhyggju og ótta, svo og mismunandi væntingar og afstöðu karla og kvenna. Hjá mörgum blandast saman draumur um holdlegar ástir og hræðslan við afleiðingar þeirra eða konuna yfirleitt, sérstaklega sterkar og virkar konur sem taka af þeim ráðin eða gera til þeirra ákveðnar kröfur. Þar er trúlega á ferð sami ótti við konuna og birt- ist í galdraofsóknum miðalda (úti í löndum voru það sem kunnugt er aðallega konur sem voru brenndar) og hugmyndum kirkjufeðr- anna um konuna sem persónugerving syndarinnar, freistarann holdi klæddan. Mennskar konur sjá hins vegar í huldumönnunum möguleika til flótta frá raunveruleikanum sem fyrir þeim er kúgun og karl- veldi, persónugert í ráðríkum feðrum og eiginmönnum. Álfarnir eru fríðir, rómantískir, tryggir og tillitssamir, bæði sem elskhugar og eiginmenn. í þeim birtist draumurinn um hina fullkomnu og ævarandi ást, draumur sem líklega hefur lengi verið til þó illa hafi gengið að láta hann rætast. í þessum sögum virðist hann hins vegar vera eins konar séreign kvenfólksins og það leiðir óneitan- lega hugann að „óskabókum unnustunnar, eiginkonunnar og dótturinnar”, þ.e. ástarsögum nútímans sem talið er að séu eink- um lesnar af konum. Þær snúast einmitt allar um þennan sama draum þó yfirlæknar, gósseigendureðaglæsikropparséu komnir í stað skrautklæddra álfapilta. Huldukonur þjóðsagnanna eru sterkar, virkar og voldugar og geta hefnt harma sinna ef gert er á hluta þeirra. Mennskar konur eru hins vegar óvirkar og varnarlausar. Eina von þeirra og vörn gegn kúgun og yfirgangi er að leita skjóls hjá einhverjum góðum manni sem elskar þær, eina valdið sem þeim stendur til boða er vald ástarinnar. Getur verið að þetta eigi við enn þann dag í dag? Eru e.t.v. margar „frjálsarnútímakonur” jafn veikarogvarnarlausarog hin- ar réttlausu kynsystur þeirra á liönum öldum? Lifum viö kannski ennþá í heimi hnefaréttarins þar sem „ríkja sterkir menn, sumir með vopn, aðrir með bækur” eins og Nóbelskáldið okkar lætur Snæfríði íslandssól segja á 17. öldinni? Er draumurinn um ástina e.t.v. aö miklu leyti draumur um öryggi, sjálfstraust og sjálfsvirð- ingu, jafnvel áhrif og völd? Er það kannski ennþá svo að margar konur álíti einustu (eðaauðveldustu) leiðinatil þess vera að nátil- finningalegu valdi, valdi ástarinnar, yfir a.m.k. einum þessara sterku manna og öðlast þannig í gegnum hann aðstöðu til að ráða, ef ekki yfir umhverfi sínu þá a.m.k. eigin lífi og líkama? Guðrún Bjartmarsdóttir. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.