Vera - 01.12.1984, Síða 33

Vera - 01.12.1984, Síða 33
Á borgarstjórnarfundi þann 15. nóv. s.l. lagöi Kvennaframboöiö fram tillögu um að borgar- stjórn verði u.þ.b. 4% af áætluðum útsvarstekj- um borgarinnar á árinu 1985 til byggingar dag- vistarstofnana. Tillagan fékkst ekki afgreidd en var vísað til borgarráðs til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar. í febrúar verður því fyrst Ijóst hvaða „meðferð” hún fær. Tillaga þessi er í samræmi við þá stefnu sem Kvenna- framboðið markaði sér þegar unnið var að gerð fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár. Þá lögðum við til að borgin verði 39.8 milljónum til þessa málaflokks en það sam- svaraði u.þ.b. 4% af þeim útsvarstekjum sem við áætl- uðum borginni. Það skal tekið fram í þessu sambandi að við lögðum til að borgin legði á heldur lægra útsvar en raun varð á, til að mæta þeim kjaraskerðingum sem rikisstjórnin hafði staðið fyrir. Miðað við útsvarsálögur Sjálfstæöismanna hefðu 4% til dagvistarstofnana gert 43.6 milljónir. Það voru auðvitað eins og fjólubláir draumar að láta sér detta í hug að Sjálfstæöismenn verðu svo miklum fjármunum í uppbyggingu dagvistar- stofnana enda varð útkoman 16.3 milljónir og þótti bara Aukum valddreifingu frh. hluti í ráðunum en jafnframt eigi allir hinir fulltrúa inni líka — þannig viljum við höggva á hlutfallshnútinn, þar sem það er í rauninni fáránlegt að fulltrúum flokka skuli vera meinaö að fylgjast með öllum málaflokkum. Tillög- ur okkar gera því ráð fyrir að fjöldi nefndarfulltrúa sé skki fastbundinn heldur geti verið breytilegur eftir fjölda framboða til borgarstjórnar. Tillögur hinna — Hvað geturðu sagt okkur um tillögur hinna hokkanna í stjórnkerfisnefnd? Tillögur Sjálfstæðisflokksins ganga þvert á okkar til- iögur að okkar mati. Þeir vilja fækka í borgarstjórn, sameina nefndir en fækka fulltrúum, sem leiðir síst af öllu til lýðræðislegra fyrirkomulags. Tillögur Alþýðu- vel gert miðað viö 9 milljónirnar frá árinu áður sem aldrei voru fullnýttar. Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að segja lesendum VERU hvílík nauðsyn það er að gera stórátak í uppbyggingu dagvistarstofnana. Það má þó láta það fljóta með að aðeins 12.6% barna í Reykjavík á kost á dagheimilisplássi og 24.5% fær inni á leikskólum borg- arinnar hálfan daginn. Þetta er vitaskuld algerlega óvið- unandi þegar haft er í huga að flestir, sem vettlingi geta valdið og eiga að lifa af venjulegum launatekjum, eru á vinnumarkaði til að vinna sér inn fyrir salti í grautinn. Enda hafa biðlistar dagvistarstofnana lengst stöðugt á s.l. 10 árum þrátt fyrir fjölgun plássa. Kvennaframboðið mun halda áfram að beita sér í dagvistarmálunum því eins og segir í greinargerð með tillögu okkar, þá teljum viö ,,að uppbygging dagvistar- stofnana verði að hafa algeran forgang í verkefnum borgarinnar svo tryggja megi börnum góða og örugga umönnun, meðan foreldrar vinna utan heimilis. Því fer fjarri, að reykvísk börn njóti þeirra réttinda í dag og þess vegna flytjum við þessa tillögu í von u m, að borgarstjórn hafi vilja til að gera sérstakt átak í þessum málum.” Lengi má manninn reyna! — isg. bandalagsins voru skelfing rýrar og erfitt að taka undir með þeim, t.d. gera þeir ráð fyrir lögbundinni tilveru hverfasamtaka sem væri stjórnað í hlutfalli við valda- hlutföllin í borgarstjórn hverju sinni. Með slíku fyrir- komulagi er ekki verið að gera annað en færa borgar- stjórn út í hverfin og ekki tekið tillit til þess að málefni hverfanna eru í fæstum tilvikum flokkspólitísk, heldur sameinast fólk þar í einstökum málefnum þvert á flokks- böndin. Ekki verður því séð hvernig þetta gæti orðið til að auka lýðræðislega stjórn og virkni borgarbúa. Tilgangur endurskipulagningar stjórnkerfisins hlýtur, að mati Kvennaframboðsins, að vera sá, að rétta hlut íbúanna, tryggja þeim auðveldari aðgang að borgar- kerfinu með því að einfalda það og auka þar með áhrif þeirra. Okkur sýnast tillögur hinna fulltrúanna í nefnd- inni ekki miða í þá átt.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.