Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 29
rh. um hvort hafinn væri undirbúningur aö lögverndun starfsins og gefa þannig ráöherranum kost á að sjá um framkvæmdina. Nú hefur Albert hins vegar lagt fram ffv. um sama efni, áöur en Ragnhildi gafst færi á aö svara fyrirspurninni. Nær frumvarpið vonandi fram aö Qanga, en óneitanlega er staöan ekki jafn sterk og ef um stjórnarfrv. heföi verið að ræöa. Þingkonur Kvenna- ,ista sáu sér ekki fært undir þessum kringumstæöum aö setja nöfn sín undir frumvarp Hjörleifs Guttormssonar, munu að sjálfsögðu styðja það málefnisins vegna. f öðru lagi er fyrirspurn um kennsluréttindi kennara í 9runnskólum, hlutfalliö milli réttindafólks og réttinda- lausra kennara og í þriöja lagi er svo fyrirspurn um •eiösögukennara. Guörún Agnarsdóttir hefur þegar mælt fyrir hinum tveimur fyrrnefndu, en þeim ekki verið svarað enn. Ekki gert ráð fyrir börnum í byrjun þings lagði Kvennalistinn fram lagafrumvarp um átak í dagvistarmálum barna, þar sem farið er fram áaðá fjárlögum ár hvert sé veitt úr ríkissjóði upphæð sem nemur a.m.k. 0,8% af A-hluta fjárlaga til byggingar ðagvistarheimila. í frumvarpinu er vitnað til kjarasamn- 'egs ASÍ og stjórnvalda frá 1980, en þá var samiö um að Þörf fyrir dagvistarþjónustu barna skyldi fullnægt á eæstu 10 árum. Því fer fjarri að staðið hafi verið við 9erða samninga um þessi mál, eða að þörfin hafi minnkað á þessum árum sem hér um ræðir. Sem dæmi má nefna að í dag er rúm fyrir aðeins 1,5% barna á sldrinum 6—11 ára á skóladagheimilum landsins, þótt skv. núgildandi lögum um dagheimili eigi öll börn á Qtunnskólaaldri að eiga þess kost að vera á skóladag- heimili. Á sama tíma eru rúmlega 80% kvenna og yfir 90% karla úti á vinnumarkaðinum. I greinargerð með frumvarpinu segir: „íslenskt nú- h’masamfélag gerir með sanni ekki ráð fyrir börnum. Við núverandi efnahagsaðstæður og þann óheyrilega tanga vinnudag sem flestum vinnufærum íslendingum er þar með boðið upp á, hafa feður og mæður því miður 'ítinn tíma afgangs fyrir börn sín. Og hvar eru börnin á meðan foreldrarnir eru að vinna?. . . Og jafnvel þótt ekki sé tekið miö af núverandi efnahagsástandi sem kallar foreldra til vinnu án tillits til barna, þá er það 9rundvallaratriði í baráttu fyrir jafnri stöðu kvenna og karla á vinnumarkaðinum að öllum foreldrum standi ösgvistarþjónusta fyrir börn til boða, að foreldrar geti sjálfir valið hvort börn þeirra sæki dagvistarheimili, en 9ö ríkið velji ekki fyrir þá eins og nú er.” Spreð í allar áttir Sigríður Dúna mælti fyrir frumvarpinu 17. okt. og urðu talsverðar umræður um það ófremdarástand sem ríkir í þessum málum. Hver sá þó vandann gegnum ólík gleraugu. Árni Johnsen talaði um „spreð í allar áttir” í þessu sambandi og af orðum Björns Dagbjartssonar mátti skilja að hann teldi frv. ganga út á að skylda ætti öll íslensk börn til dvalar á dagvistarstofnunum, öll eins klædd og markmiðið væri að afmá öll persónueinkenni þeirra. Þingmaðurinn hafði nefnilega komið inn ásvona stofnun einu sinni, í Eistlandi! Þegar farið var að ræða kostnaðarhlið málsins komu í Ijós ólíkar skoðanir um forgangsröðun mála. Sigríður Dúna sagðist fúslega við- urkenna að sú upphæö sem hér er lögð til, 147 millj. kr. væri há upphæð, en það hefði reyndar aldrei hvarflað að sér að það kostaði ekki töluverðan skilding að koma upp börnum. Það hefði ríkisstjórn íslands greinilega líka verið Ijóst þegar hún gaf fyrirheit um háar upphæðir til þessara mála árið 1980. Allt kostar sitt og má benda á að á þessu ári er fyrirhugað að verja einum milljarði og 383 milljónum kr. til vegagerðar í landinu. Spurn- ingin er bara, hverju viljum við veita forgang og hvað teljum við að megi bíða enn um stund. Einnig er á döfinni frv. um lengingu fæöingarorlofs, sem einnig var lagt fyrir á síðasta þingi, en nú er flutt endurbætt, með fylgifrumvarpi um fjáröflunarleiðir. Þá hafa Kvennalistakonur unnið ötullega að nýju frv. til útvarpslaga, sem vonandi lítur dagsins Ijós fyrr en varir. Ungir fíkniefnaneytendur í upphafi þings var lögð fram þál.till. um athvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur. Þar er þess farið á leit við heilbrigðismálarh. að skipuð sé nefnd sem leggi fram ákveðnar tillögur um þaö hvernig best sé að veita at- hvarf og heilbrigðis- og félagslega þjónustu þeim börn- um og unglingum yngri en 18 ára sem illa eru haldin, andlega og líkamlega, vegna fíkniefnaneyslu. Guðrún Agnarsdóttir, flutningsmaður tillögunnar, kvað þann hóp unglinga sem neytir vímuefna reglulega, jafnvel daglega, fara stækkandi, auk þess sem aldursmörkin færast sífellt neðar. í máli Guðrúnar kom fram að mörg þessara barna hafa þegar beðið óbætanlegt tjón á heilsu sinni og að önnur eru í mikilli hættu. „Haft hefur verið á orði að vímuefnafíkn mætti likja við smitsjúk- dóm,” sagði Guörún, „og áður var minnst á þann áhættuhóp sem verður fyrir áhrifum af hinum harða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.