Vera - 01.12.1984, Síða 39

Vera - 01.12.1984, Síða 39
er getið í mörgum heimildum sem ættaðar eru úr Árnessýslu og mér fannst fróðlegt að vinna úr þeim. í byrjun fékk ég ekki mikla aðstoð eða hvatningu, en upphaflega skrifaði ég mína BA-ritgerö i sagnfræði um sjókonur. Ég hélt svo áfram og skrifaöi um þær kandidatsritgerö. Heimildirnar fann ég í opinberum skýrslum, dómabókum o.fl. Þráðurinn liggur frá þjóðlegum fróðleik og munnlegum frásögnum til lögskráningar sjókvenna. — Hvers vegna stunduðu konur sjó I Árnessýslu? Þar eins og víðar voru konur mun fleiri en karlar. Sjórinn var fast sóttur t.d. í Móðuharðindunum. Þá lá flóttamannastraumur um Suðurland og konurnar reru líka til að afla matar fyrir allt þetta fólk. Þess eru dæmi að konur settust í sæti bróður síns og reru t.d. Þórunn Gísladóttir grasalæknir. Nú Þuríður formaður er eitt trægasta dæmið um konur sem stunduðu sjóinn. Hefðin á sér langa sögu og hún er enn við lýði. Það dró úr sjósókn kvenna á tímabili eftir að vélbátaútgerðin gekk í garð og vinnan við fiskinn í landi þróaðist og varö kvennastarf, að mestu. Þegar tók að líða á 20. öldina t.d. þegar síldveiðarnar hófust að ráði voru konur ráðnar sem kokkar á bátana og síðan hafa alltaf verið konur á sjó, sem kokkar og hásetar, en það er líka að finna dæmi um vélstjóra og skipstjórnarmenn. Mérfinnst mikilvægt að sýnafram áaðild kvennaaðgrundvall- arframleiðslu þjóðarinnar jafnt fyrr á tímum sem nú og að þær voru þess megnugar að stunda sjó. Það ætti að vera konum hvatning til að takast á viö sem fjölbreyttust störf. Ég er ósátt við það að flokka störf í kvenna- og karlastörf, slík skipting er enginn endanlegur sannleikur. Störf hafa flust milli kynja og þau hafa verið unnin í sameiningu. Þaöerekkert náttúrulögmál að ákveðin störf séu ætluð öðru kyninu, það sýnir sagan okkur, þó að verka- skipting sé auðvitað nauðsynleg. Það ætti að vera réttur hvers og eins að velja sér starf eftir hneigð, hæfileikum og áhuga. — Heldurðu að sjósókn kvenna sé með svipuðum hætti annars staðar á landinu? Enn sem komið er hef ég aðeins lokið þessari svæðisbundnu rannsókn, en ég hef þegar fundið heimildir um 3700 konur sem hafa stundað sjó frá því að lögskráning hófst 1891. Hins vegar eru gloppur í skráningunni af ýmsum ástæðum og ég á eftir að vinna úr henni. Ég gerði mér vonir um að finna í hæsta lagi 2 þús. konur en eins og þú sérð er ég nú þegar komin langt fram úr þeirri tölu. — Hvað um lönd þar sem sjósókn stendur á gömlum merg eins og í Noregi og Fœreyjum. Stunduðu konur fiskveiðar þar? Á undanförnum árum hefur verið að koma út í Noregi safnrit sem heita Norges kulturhistorie. Fjórða og fimmta bindið fjalla um kvennasögu. Þar ritar Britt Berggren um sjókonur í Noregi og það virðist um augljósa samsvörun að ræða. Hins vegar veit ég ekki til að þetta hafi verið rannsakaö í Færeyjum. — Segðu mér, hvernig klœddust konurnar tilsjós hér fyrrum og við hvaða kjör bjuggu þœr? Þær klæddust eins og karlarnir í skinnklæði, eins og sjá má af lýsingunum á Þuríði formanni. Þær fengu sama hlut og karlar, enda fara engar sögur af því að þær hafi ekki staðið sig eins vel og karlarnir og verið fisknar. — Að lokum Þórunn, hvert verður framhaldið? Ég held áfram að vinna úr því efni sem ég hef safnað, en ég vona svo sannarlega að aðrar konur taki upp aðra þræði í sögu kvennaog bæti í vefinn. Þau verkefni sem bíða í kvennasögu eru engu ómerkari en allt það sem verið er aö sinna í almennri sögu og gott námsefni sem gerir konum jafn hátt undir höfði og körlum verður ekki til, nema að við vinnum sjálfar að þeim rannsóknum sem þarf að vinna, það gera það engir aðrir. —ká. Handa henni — Handa honum Jólagjöfin fcest I Kvennahúsinu Handunnin ekta silfur kvenfrelsistákn, kr. 200.- Með keðju, kr. 400.- Sérstæðir kvenfrelsis-nálapúðar á leirstöpli, kr. 240.- í Kvennahúsinu Við óskum viðskipta og farsœldar á nýju t h vinum okkar gleðilegra jóla íri. Þökkum viðskiptin. BLOMABUÐIN 1 BORGARBLÓM, q Skipholti 35, S. 32213 r ? NIÐ URSUÐ UVERK- SMIÐJAN ORA Vesturvör 12 S. 41995 Bóksala stúdenta hefur á boðstólum mikið úrval erlendra bóka og öll algengustu ritföng. Opið frá kl. 9-18 alla virka Bóksala stúdenta hefur einnig pöntunarþjónustu á öllum fáanlegum erlendum bókum. daga nema laugardaga. bók/i.la. /tú.dei\t&. Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. Símar: 24555 - 27822 39

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.