Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 58

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 58
k Við ákveðum að hittast snemma á laugardagsmorgni í Kvennahúsinu og rabba saman um Petru von Kant. Við er- um nýbúnar að opna húsið og erum að hella uppá þegar Maja birtist stundvíslega og hefur eytt síðustu krónunum sínum í leigubíl. Við spjöllum saman um heima og geima á meðan við bíðum eftir hinum. Þær birtast ein af annarri, Geria, Sigrún og Erla. Við hlæjum og súpum á nýlöguðu kaffinu milli þess sem við segjum hver annarri skondnar sögur úr dagsins önn. Svo hefjum við spjallið formlega. Við spyrjum fyrst hvenær hugmyndin að þessari leiksýn- ingu hafi vaknað. Sigrún: Hugmyndin kom upphaflega frá Gerlu. Við höfðum starfað saman að Kaffitár og frelsi eftir Fassbinder sem Al- þýðuleikhúsið sýndi s.l. vetur og urðum spenntar fyrir því aö setja upp öðruvísi leikrit eftir hann. Við ákváðum aö lesa þetta verk og sjá hvort það kveikti í okkur. Fassbinder skrifaði þetta verk á örfáum dögum, 25 ára gamall. Hann skrifaði það um sig sjálfan og sína nánustu. Hann hafði n.k. hirð í kringum sig, sem hann gat ekki verið án og var sjálfur eins og gúru meðal hinna. Allar persónur verksins eiga sér ákveðnar fyrirmyndir, t.d. er fyrirmyndin að móðurinni í leikritinu sjálf móðir hans. Hann setti leikritið síðan á svið á örskömmum tíma og kvik- myndaði það svo með sömu leikurum á aðeins 10 dögum. Engin okkar hefur séð myndina. Maja: Það er með vilja gert. Við vildum ekki verða fyrir of sterkum áhrifum af henni, — af leikstjórn hans og túlkun leik- aranna á persónum verksins — svo við gætum sjálfar gefið af okkur í verkið á okkar eigin hátt. Sonja: Var það meðvitað hjá ykkur að velja leikrit sem ein- göngu er skipað konum? Sigrún: Nei, alls ekki. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á verk- inu sem slíku. Margrét Rún: En hvers vegna einmitt þetta leikrit? Sigrún: Mér fannst svo margir þættir í því áhugaverðir. Það er svo margt í því sem tengist jafnréttisbaráttunni, baráttu kvenna til að fá að lifa sem sjálfstæðar verur — tilfinningaver- ur. Mér fannst flestir þeir þættir sem við erum að berjast fyrir — og gegn — vera í þessu verki. Samt var það ekki neitt eitt atriði öðrum fremur sem gerði útslagið, t.d. alls ekki ástarsam- band Petru og Karinar, það kemur kannski síðast í röðinni. Margrét Rún: Nú vinnið þið konur eingöngu að þessu verki, — fyrir utan tvo karla. Hvernig hefur ykkur fundist það? Sigrún: Taliði vel um karlana okkar! En án gríns, það er tví- mælalaust töluverður munur á því og að starfa með körlum. Maja: Mér finnst það bæði hafa haft sína kosti og galla. Ef ég tíunda gallana þá finnst mér við oft á tíðum hafa haft of svip- aðar hugmyndir, verið of sammála. Um tíma óskaði ég þess, að einhver karlmaður hefði komið inn í samstarfið með allt aðr- ar hugmyndir en við. Gerla: Mér finnst munur á því að vinna með kvenleikstjórum og karlleikstjórum. Þegar unnið er með karlleikstjórum þarf að setja upp harðan front — koma með hugmyndir fullmótaðar og standa fast á sínu. Annars er ekki tekið mark á manni og mað- ur er bara álitinn rugludallur. Þegar maður hins vegar vinnur með konum er samstarfið miklu opnara, það er hægt að velta hlutunum meira upp og ræða alla möguleika. Maja: Ég hef ekki fundið fyrir þessu. Að vísu hef ég oftast unnið með kvenleikstjórum. Auk þess stendur leikarinn ekki einn á sama hátt og leikmyndateiknarinn, ég er alltaf ein úr hópi leikaranna og þvi í betri stöðu. Erla: Auðvitað er þetta misjafnt eftir leikstjórum. Sigrún: Já, það er ekki hægt að alhæfa svona. Sumir leik- stjórar eru alltaf í varnarstöðu og lokaðir á meðan aðrir eru opnir og leitandi og um leið skapandi. Það sem gerir samstarf okkar Gerlu svona gott er kannski það, að við erum báðar ung- ar í því sem við erum að gera og erum því báðar að leita að leið- um. • Sonja: Hvernig eru þessar konur sem leikritið fjallar um? Maja: Mér fannst Petra óþolandi þegar ég las handritið í fyrsta sinn. Mér fannst hún eiga skilið að deyja úr áfengiseitr- un. En þegar ég fór að skoða hana betur breyttist sú skoðun mín því að það er enginn svona einfaldur. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því hvernig hún hagar sér. Það eru mót- sagnir í öllum karakterum og það er einmitt á því sem leiklistin lifir. Gagnkvæm þörf Margrét Rún: En Marlene — þarfnast Petra Marlene ekki meira en öfugt? Maja: Petra þarfnast Marlene eins og Marlene þarfnast Petru. Erla: Marlene er nauðsynleg inn á hvert heimili! Sigrún: Það er hægt að troða á henni. Maja: En hún rís alltaf upp aftur. Sigrún: Marlene vill eiga Petru, hún hefur gert Petru svo háða sér, að hún getur ekki án hennar verið. Maja: Það er nauðsynlegt fyrir Petru að finna að einhver elskar hana. Marlene elskar hana alltaf. Hins vegar getur Petra ekki endalaust hreytt skít í hana, svo hún fari ekki. Erla: Petra gefur Marlene bensín svo hún komist á næstu bensínstöð. Sonja: En Petra og Sidonie — hefði Petra ekki getað orðið eins og Sidonie, sem hefur beygt sig undir hefðina? Maja: Jú, þær hafa sama bakgrunn, eru frænkur, á svipuð- um aldri og virðast hafa verið trúnaðarvinkonur um tíma a.m.k- en svo þróast þær í sína áttina hvor. Margrét Rún: Er Sidonie ekki svolítiö afbrýðisöm út í Petru? Sigrún: Ekki meðvitað. Hún fagnar frama Petru, henni finnst gaman að eiga svona fræga og umtalaöa frænku en í hjarta sínu er hún ósammála lífshlaupi hennar. Það kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.