Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 31

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 31
Fá aldmðir B-álmuna? Þrátt fyrir lögfestan tilgang byggingar B-álm- unnar og þrátt fyrir þá brýnu þörf, sem er á vist- unarplássi fyrir aldraöa, hafa læknar haldið uppi viöleitni til aö nýta B-álrnuna í ööru augna- miöi. Á borgarstjórnarfundi í september s.l. uröu nokkrar umræöur um þessa ásælni lækna og um gang mála viðkomandi B-álmunni yfir- leitt. Þaö undarlega er, aö læknarnir virðast hafa fulltingi meirihluta Stjórnar sjúkrastofn- ana Reykjavíkur í þessari viðleitni sinni. Læknar biöja um — og fá —■ nýja deild Þaö var Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvenna- framboösins, sem hóf máls á starfsemi og stjórnun Borgarspítalans á fyrrnefndum borgarstjórnarfundi. Guörún geröi fyrst að umræðuefni stofnun þvagfæra- skurölækningadeildar við spítalann, en stofnun þeirrar deildar var samþykkt fyrir beiðni tveggja sérfræðinga í þvagfæralækningum, sem vinna við Borgarspítalann. Þessir sérfræðingar höfðu áður 16 rúm til umráða á spítalanum en auk þess eru sérfræðingar við bæði Landakot og Landspítala. Með stofnunsérstakrardeild- ar í þessu fagi, verðurtil embætti yfirlæknis og aðstoð- arlækna hans, breytt skipulag á vaktafyrirkomulagi og — samkvæmt mati Kvennaframboðsins, hætta á að legurými B-álmu verði að einhverju marki nýtt af þessari nýju deild, eins og síðar mun koma fram hér. Án þess að leggja nokkurt mat á nauðsyn stofnunar þvagfæra- skurðlækningadeildar út af fyrir sig, gagnrýndi Guðrún fyrst og fremst þá málsmeðferð, sem beiðni sérfræðing- anna fékk, þ.e. deildin var stofnuð án þess að fyrir lægi kostnaðaráætlun. Fulltrúi Kvennaframboðsins í Stjórn sjúkrastofnana bar fram tillögu þess efnis að leitað væri umsagnar réttra aðila, þeirrar nefndar, sem hefur það verkefni að vera „ráðgefandi fyrir stjórn sjúkrastofnana um framtíðarþróun spítalans” eins og segir í erindis- bréfi nefndarinnar. Þessi tillaga Eyglóar fékk ekki stuðning meirihluta Stjórnar sjúkrastofnana. Guðrún Jónsdóttir spurði á borgarstjórnarfundinum: „Hvaða skýringar eru á því, að svona var staðið að málum og hvaða mat er það, sem liggur til grundvallar, þegar ákveðið er að stofna þessa deild? Hvað hugsar meiri- hluti Stjórnar sjúkrastofnana sér varðandi stöðu ann- arra deilda við spítalann, deilda sem hvergi er að finna nema við Borgarspítalann, eins og heila- og tauga- skurðlækningadeildina, slysavarðstofuna, háls-, nef og eymadeildina?” Ekki fengust viðunandi svör við þessum spurningum á borgarstjórnarfundinum. Þá kom fram í máli Guðrúnar, að á þeim fundi Stjórn- ar sjúkrastofnana, sem samþykkti stofnun nýrrar deild- ar við Borgarspítalann án samráös við þá, sem þó eiga að hafa heildarsýn yfir starfsemi sjúkrahússins og án annarrar kostnaðaráætlunar en lauslegrar skoðunar yf- 'haeknisskurðlækningadeildar, lét fulltrúi Kvennafram- hoðsins, Eygló Stefánsdóttir bóka eftirfarandi: ,,B-álm- an var byggð til afnota fyrir aldraða og byggingarfé til hennar kemur úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það er því afar fljótfærnislegt að taka nokkrar þær ákvarðanir nú, aem takmarka nýtingu á rúmum í B-álmu fyrir aldrað fó|k, sem þarfnast langlegupláss, hvíldarinnlagna, svo °9 iðju- og sjúkraþjálfunar.” Með þessari bókun sinni et Eygló í |jós þann ótta að ný deild, þ.e. þessi nýja PVa9færaskurðlækningadeild myndi seilast eftir plássi B-álmunnar og vildi standa vörð um hana. Formaður Stjórnar sjúkrastofnana, Páll Gíslason skurðlæknir, bókaði á móti og sagði afstöðu Eyglóar byggða á mis- skilningi; stofnun þessarar nýju deildar kæmi B-álm- unni ekkert við þ.e., hann taldi ekki að ástæða væri til að óttast um legurými gamla fólksins þótt bætt væri við nýrri deild. Læknar biöja um B-álmu En þar greinir okkur á, fulltrúa Kvennaframboðsins og formanninn. Það virðist nefnilega fullkomlega Ijóst að nægar ástæður eru til að standa dyggan vörð um hvert það rúm, sem ætlað er öldruðum sérstaklega á Borgarspítalanum. Átakanlegasta dæmi þess, hvernig læknar hinna ýmsu deilda renna vonaraugum inn á ganga B-álmunnar, er að finna í bréfi, sem Guðrún Jónsdóttir vitnaði til á borgarstjórnarfundinum. Um er að ræða bréf sem samþykkt var af almennum fundi læknaráðs Borgarspítalans í febrúar s.l. Þar segir: „Almennur fundur læknaráðs, fer þess á leit við Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar að skipuð verði sex manna nefnd til beinna viðræðna við heil- brigðismálaráðherra og ráðuneytisstjóra heilbrigðis- málaráðuneytisins um lausn á legurýmavanda heila- og taugaskurðlækningadeildar, slysadeildar og háls-, nef og eyrnadeildar Borgarspitalans með legurýmanýt- ingu B-álmu í huga. Nefndina skipi framkvæmdastjóri Borgarspítalans, formaður Stjórnarsjúkrastofnana, for- maður læknaráðs Borgarspítalans og einn fulltrúi frá áðurnefndri deild.” Og Stjórn sjúkrastofnana, eða öllu heldur meirihluti stjórnarinnar samþykkti þetta erindi og gerði formann sinn, Pál Gíslason, að fulltrúa sínum í nefndinni! Um þetta sagði Guðrún Jónsdóttir í ræðu sinni: ,,Ég dreg ekki í efa að þessar deildir, búi við mikinn rýmisskort. En mér er það algerlega óskiljanlegt, hvernig formaður Stjórnar sjúkrastofnana getur tekið þátt í því að eiga við- ræður við ráðuneytið um að afhenda hlut B-álmunnar til þess að geta aukið starfsemi þessara deilda.” Guðrún vitnaði því næst í málflutning formanns Stjórnar sjúkra- stofnana um starfsemi B-álmunnar, en hann hefur „I gildi er samningur milli heil- brigðis- og fjármálaráðuneytisins annars vegar og Reykjavikurborgar hins vegar frá 2. apríl 1984 þar sem gert er ráð fyrir, að B-álma Borgar- spitalans sé byggð til að vista aldr- aða sjúklinga, sem til spitalans eru sendir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.