Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 50

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 50
Oriana Fallaci: — Bréf til barns, sem aldrei fæddist. Halldór Þorsteinsson íslenskaði Almenna bókafélagið Reykjavík 1984 Þessi bók kom fyrst út á frum- málinu, ítölsku, árið 1975. Ég þessarar bókar er ólofuð kona í fullu starfi, sem verður ólétt sjálfri sér fyrst til hræðslu en síðar til gleði en alltaf til mikill- ar umhugsunar. Bókin er eintal konunnar við fóstrið, lýsing á viðbrögðum hennar sjálfrar, vina hennar, vinnuveitanda, lækna, foreldra og barnsföðurins. Fóstrið deyr áður en yfir lýkur og kemst við það enn meira rót á hugsanir konunnar. Að mörgu leyti fannst mér þessi bók erf- ið viðureignar. Stundum reiddist ég henni, stundum tók ég undir með henni, stundum varð ég hrygg og stundum kát við lestur- inn. Stundum fannst mér hún standa með konum, sem krefjast þess að fá að ráða eig- in líkama og lífi, stundum fannst mér hún árás á þær. Flestu því sem konan sagði fóstrinu um það sem biði þess, gat ég sam- sinnt og vildi gjarnan segja það mínum börnum en um leið reiddist ég henni fyrir að gefa fóstrinu sál og meðvitund. Titill bókarinnar þótti mér mótsögn í sjálfum sér: barn sem ekki fæddist er ekki barn heldur fóstur en um leið vissi ég að sjálfri hefur mér verið hugsað til fósturs í móður- kviði sem barns. Aftur og aftur varð mér hugsað til höfundarins, Oriana Fallaci. Hefði karlmaöur skrifað þessa bók, hefði ég afgreitt hana sem áróðurspésa gegn fóstureyðingum. Vegna þess að einmitt þessi ítalska kona skrifaöi bókina, kom hún mér á óvart og fékk mig til að ígrunda öll viðbrögð mín við orðum hennar. Mér fannst að Oriana hlyti að vera að lýsa per- sónulegri reynslu sinni en gramdist þá sjálfri mér fyrir þá hugsun, þann fordóm á skapandi rithöfundi. Ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að bókin erti bæði skyn- semi og tilfinningar, sé opin á þann hátt að afstaða, hugarástand og jafnvel kringum- stæður lesandans ráði því m.a.s frá degi til dags hver viðbrögð hennar verði. Konan í bókinni tekur meðvitað ákvörð- un um að ala barnið. Hún gerir það í trássi við umhverfi sitt. Meðgangan er ekki ein- föld. Hún fær blæðingar og er fyrirskipað að liggja rúmföst. Hún er lögð á spítala. Þar tekur hún aðra ákvörðun: ,,Ég ætla að fara burt af sjúkrahúsinu og leggja upp í ferðalagið. Svo verður það sem verða vill. Ef þér tekst að fæðast, fæðist þú. Ef þér tekst það ekki, deyrð þú. Ég drep þig ekki, við skulum hafa það á hreinu. Ég neita ein- faldlega að hjálpa þér að beita harðstjórn þinni óendanlega.” (bls. 95) Læknirinn ásakar hana fyrir ábyrgðarleysi en hún stendur við sitt og skrifar undir skjal þar sem læknirinn hafnar allri ábyrgð. Og þá fann hún fyrir fyrstu hreyfingu fóstursins, ,,eins og það sem ég lét mömmu fá til að segja henni að fleygja mérekki burt.” (bls. 98) Mótmælti þetta fóstur eða var það að samþykkja ákvörðun móður sinnar? Það mótmælti, því ,,ég fór samt fram úr rúm- inu. Ég lét samt niður í töskuna mína.” (bls. 98) Hún vill halda áfram að vera til á þann hátt, sem hún hefur sjálf kosið. Seg- ir við fóstrið: ,,Það eina sem tengir okkur saman, ástin min, er naflastrengurinn. Við erum ekki par. Annað okkar ofsækir, hitt er ofsótt. Þú ofsækir, en ég er ofsótt. Þú læddist inn í mig eins og þjófur og rændir mig móðurkviðnum, blóðinu og andanum. Og nú vildirðu ræna mig allri tilverunni. Ég mun ekki leyfa þér það.” (bls. 95) Þegar henni hefur verið sagt seinna, að fóstrið sé ekki lengur á lífi dreymir konuna réttarhöld yfir sér, þar sem koma fram tveir læknar, vinnuveitandi hennar, „faðirinn”, vinkona og foreldrar. Hún er ásökuð fyrir að hafa myrt barnið vísvitandi með ábyrgðarleysi sínu af öðrum lækninum, hinn heldur fram rétti konunnar. Hann segir m.a. ,,Hún (hin ákærða) er veruleiki sem ekki má fara for- görðum. Ef á að velja milli óþekkts mögu- leika og veruleika, sem ekki má fara for- görðum, þá vel ég það síðarnefnda.” (bls. 126) Og: ,,Ef þetta (meðgangan) gengur ekki eðlilega fyrir sig, er ekki hægt að biðja konu að liggja mánuðum saman flata á bakinu í rúminu eins og lömuð manneskja. Með öðrum orðum sagt, það er ekki hægt að krefjast þess af henni að hún afsali sér atvinnu sinni, persónuleikasínum og frelsi sínu.”(bls. 129)Vinkonansegirm.a. ,,Það voruð þér, sem vilduð drepa hana, herra læknir, með því að meina henni að nota sína eigin skynsemi.” Vegna þess ,,að það að verða móðir er ekki siðferðileg skylda. Það er ekki heldur líffræðileg stað- reynd. Það er frjáls ákvörðun.” Móðir hennar segir m.a. ,,Þið hafið ekki rétt til að álasa henni né verja vegna þess að þið getið hvorki skyggnst inn í hug hennar né hjarta. . . það er aðeins eitt vitni sem gæti skýrt fyrir okkur hvernig þetta gekk fyrir sig. Og þetta vitni er barnið sem er ekki lengur til. . (bls. 137) En barnið, hvernig getur það borið vitni? Einu sinni hafði kon- an sagt við það: ,,Það sem ég sé í þér er ekki þú, það er ég. Ég hef gætt þig vitund, ég hef talað við þig, en vitund þín var vit- und mín og samtal okkar var eintal við sjálfa mig.” (bls. 94) Seinna, að loknum réttarhöldunum á hún eftir að spyrja: „Hef ég syndgað með því að reka þig til að fremja sjálfsmorð og með því að drepa þig, eða hef ég syndgað með því að eigna þér sál, sem þú hafðir ekki?” (bls. 146) Ég veit ekki hvort bókin kemst að niður- stöðu og ekki heldur hvort hún ætlar sér það. Það skiptir mig ekki máli. Aðrir les- endur kunna aö hugsa annað. Ég veit bara að hún fremur ekki þann glæp, sem verst- urværi: aðkrefjastekki réttarinstilað velja og hafna, réttinum til hamingjunnar: „Salt lífsins er hamingjan og hamingjan er til og * hún er fólgin í því að reyna að höndla hana”. (bls. 151) Það hefur án efa verið erfitt að þýða þessa bók og mér sýnist það hljóta að hafa tekist vel. Hún er fallega skrifuð. Þó verð ég að segja alveg eins og er, að mér þykir skrýtið að ekki hafi verið fengin kona til starfans. Til dæmis er í tíma og ótíma not- að orðið „vanfær” um barnsþungann og erfitt er að gera sér í hugarlund að nokkur kona myndi taka sér það orð í munn nema í einhverjum sérstökum tilgangi, sem ég sé þó engan hér. Konan talar til fóstursins í karlkyni vegna þess að orðið barn er á ítölsku karlkynsorö. Hún afsakar þetta viö fóstrið strax í upphafi: „Heimurinn okkar er búinn til af karlmönnum og fyrir karl- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.