Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 49

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 49
Hræðsla konunnar, bæði við ofbeldi og umtal, hjálpa þannig nauðgaranum að réttlæta verknaðinn og um leið að við- halda mýtunni um að konur sækist á ein- hvern hátt eftir að vera beittar ofbeldi. Sagan Samfylgd gerist að mestu leyti í huga aðalpersónunnar. Hún er ein á ferð úti í myrkri og rigningu og hræðist einver- una. En þá heyrir hún fótatak. „Fótatak sem bergmálar í regnblautri nóttinni. Hjartaö hægir á sér. . . Vinalegt fótatak.” (Bls. 94). En smátt og smátt breytist gleðin yfir samfylgdinni í hræðslu við hið ókunna °9 fótatakiö ógnar henni. Þannig togast einmanakenndin og gleðin yfir samfylgd- inni á við óttann við hið ókunna sem verður öllu yfirsterkari og rekur konuna á von- lausan flótta lengra inn í myrkrið, flótta sem lýkur með uppgjöf: Ég vil ekki meir. Get það ekki. Hef ekki lengur þrek í þennan leik. Ég er hætt. Af hverju eltir hann mig svona? Hvað hef ég gert honum? Ég vil ekki vera músin. Ég gefst upp. Leik ekki lengur með. Af hverju fylgir hann mér svona eftir? (Bls. 97) Þótt ég viti að ég er farin að syndga uppá náðina hvað varðar lengd ritdómsins get ég ekki skilið við bók Fríðu án þess að nefna söguna Stökkiö, sem að mínu mati er ein besta saga bókarinnar. Hún er sögð frá sjónarhorni Helgu, sem er litil stelpa (einhvern veginn held ég að hún hljóti að vera 10—11 ára, án þess það komi fram í sögunni) og mér finnst Fríðu takast á að- dáunarverðan hátt að lýsa upplifun og til- finningum hennar. Sagan hefst á því að Helga er að lesa um Ronju ræningjadóttur og er þar komin í sögunni sem Ronja slítur af sér alla fjötra og stekkur yfir Helvítisgjána. Helga er trufluð í miðju stökki Ronju til að passa Litlabróður meðan mamma bregður sér frá. Því er Ijóst að frelsi Ronju er eitthvað sem Helgu er ekki ætlað heldur er verið að þröngva henni inní hefðbundið kvenhlut- verk, sem hún sýnir mjög sterka andúð á. Sú leið sem Helga kemur auga á til frels- is felst í tortímingu Litlabróður. Það er of sársaukafull leið til að hún geti gengið hana, hún snýr við og sögunni lýkur á því að hún leikur hlutverk sitt, hún huggar Litlabróður með því að rétta honum tusku- dúkkuna sem hún átti sjálf en sem hann hefur slegið eign sinni á með samþykki for- eldranna. Á bókarkápu segir: VIÐ GLUGGANN er, eins og fyrri bæk- ur höfundarins, rituð á óvenju fögru og auðugu máli. Viðbrögð og hugsanir sögumanna vekja óskipta athygli og forvitni lesandans. Fríða Á. Sigurðar- dóttir er ótvíræður meistari góðrar sagnalistar. Ég get tekið undir þessi orð, en það sem gerir sögur Fríðu mikilvægar í mínum aug- um felst fyrst og fremst í því hversu trú hún er kvenlegri reynslu og hversu vel henni tekst að færa þá reynslu í listrænan bún- ing. Ragnhildur Richter. ÞARSEM ÞIÐ ERUÐ AD STORFUM -ERUMVIÐLÍKA fjr BÍ NAÐARBAN KI V0/ ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI 49 TlMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.