Vera - 01.12.1984, Qupperneq 57

Vera - 01.12.1984, Qupperneq 57
Bþij|u\e,‘kViiJiid •pe»sk ta\- Vetvu Von Kant o Alþýðuleikhúsið. I þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar: María Sigurðardóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Erla B. Skúladóttir, Edda Vilborg Guðmundsdóttir, Vilborg Halldórs- dóttir og Kristín Anna Þórarinsdóttir. Leikmynd og búningar: Gerla. Tónlist: Hinir og þessir. Hljóö: Lárus Grimsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Smiður: Auður Oddgeirsdóttir. Sýningarstaður: Fundarsalur Kjarvalsstaða a.m.k. út nóv- embermánuð. (Er ekki kominn tími til að Alþýðuleikhúsið öðl- ist fastan samastað?) I lok októbermánaðar héldum við á Kjarvalsstaði til að horfa á æfingu á leikriti Fassbinders: Beisk tár Petru von Kant sem er sannkallað kvennastykki. Engar karlahendur koma nálægt uppfærslunni að undanskildri hönnun lýs- inga og leikhljóða. Við mættum ekki á staðinn í hlutverki gagnrýnenda heldur áhorfenda, þyrstar í að vita hvaða tökum leikritið tæki okkur. Fundarsalur Kjarvalsstaða er lítill salur. Um leið og kom- iö er inn i hann, blasir leikmyndin við — bak við hvíta stór- issa — köld. Blá, hvít, grá, siifurlituð og svört. Sætaraðirn- ar halla niður í átt að leiksviðinu á báða vegu. Flott! Við heyrum tónlist, seiðandi rödd syngur, „Just a Gigalo.” Fyr- ir miðri leikmyndinni er sérkennilegt rúm sem gegnir ýms- um hlutverkum. Ofan í því má t.d. finna plötuspilara og bar- skáp. I rúminu liggur Petra von Kant, 35 ára fatahönnuður sem náð hefur langt á sínu sviði, fræg, rík, tvígift. Hún sef- ur. Þjónustustúlkan, Marlene, dregur tjöldin frá og Petra vaknar við skarkalann. Nú færist líf í leikinn. Við kynnumst Petru og umhverfi hennar. Hún á móður sem hún sér fyrir, stálpaöadóttur í heimavistarskóla, hún er nýskeð skilin við seinni mann sinn. Vinkona hennar kemur í heimsókn og Petra á í ástarsambandi við unga konu. Mikil spenna, sterk- ar tilfinningar, mikil átök. Okkur finnst óþarfi að rekja söguþráðinn frekar, aldrei má spilla fyrir komandi áhorf- endum. En við erum snortnar þegar leikritið er á enda, hrifnar. Leikritið er gott, engin orð eru sögö að óþörfu, engar óþarfa hreyfingar. Við eigum góðar konur sem gert hafa góðan hlut. Áfram stelpur! KBI/Mrún. 57

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.