Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 57

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 57
Bþij|u\e,‘kViiJiid •pe»sk ta\- Vetvu Von Kant o Alþýðuleikhúsið. I þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar: María Sigurðardóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Erla B. Skúladóttir, Edda Vilborg Guðmundsdóttir, Vilborg Halldórs- dóttir og Kristín Anna Þórarinsdóttir. Leikmynd og búningar: Gerla. Tónlist: Hinir og þessir. Hljóö: Lárus Grimsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Smiður: Auður Oddgeirsdóttir. Sýningarstaður: Fundarsalur Kjarvalsstaða a.m.k. út nóv- embermánuð. (Er ekki kominn tími til að Alþýðuleikhúsið öðl- ist fastan samastað?) I lok októbermánaðar héldum við á Kjarvalsstaði til að horfa á æfingu á leikriti Fassbinders: Beisk tár Petru von Kant sem er sannkallað kvennastykki. Engar karlahendur koma nálægt uppfærslunni að undanskildri hönnun lýs- inga og leikhljóða. Við mættum ekki á staðinn í hlutverki gagnrýnenda heldur áhorfenda, þyrstar í að vita hvaða tökum leikritið tæki okkur. Fundarsalur Kjarvalsstaða er lítill salur. Um leið og kom- iö er inn i hann, blasir leikmyndin við — bak við hvíta stór- issa — köld. Blá, hvít, grá, siifurlituð og svört. Sætaraðirn- ar halla niður í átt að leiksviðinu á báða vegu. Flott! Við heyrum tónlist, seiðandi rödd syngur, „Just a Gigalo.” Fyr- ir miðri leikmyndinni er sérkennilegt rúm sem gegnir ýms- um hlutverkum. Ofan í því má t.d. finna plötuspilara og bar- skáp. I rúminu liggur Petra von Kant, 35 ára fatahönnuður sem náð hefur langt á sínu sviði, fræg, rík, tvígift. Hún sef- ur. Þjónustustúlkan, Marlene, dregur tjöldin frá og Petra vaknar við skarkalann. Nú færist líf í leikinn. Við kynnumst Petru og umhverfi hennar. Hún á móður sem hún sér fyrir, stálpaöadóttur í heimavistarskóla, hún er nýskeð skilin við seinni mann sinn. Vinkona hennar kemur í heimsókn og Petra á í ástarsambandi við unga konu. Mikil spenna, sterk- ar tilfinningar, mikil átök. Okkur finnst óþarfi að rekja söguþráðinn frekar, aldrei má spilla fyrir komandi áhorf- endum. En við erum snortnar þegar leikritið er á enda, hrifnar. Leikritið er gott, engin orð eru sögö að óþörfu, engar óþarfa hreyfingar. Við eigum góðar konur sem gert hafa góðan hlut. Áfram stelpur! KBI/Mrún. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.