Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 52

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 52
Lúdó er lausnin Fyrsta bók Agnesjónu Maits- land heitir Lykkjufall (Iðunn 1984). Þegar hánar er að gáð er orðið lykkjufall hér ekki í hefðbundinni merkingu, þ.e. lykkjufall sem tengist sokkum eða öðru prjón- verki, heldur er hér um að ræða getnaðarvörnina lykkju. Hún bregst notanda sínum herfilega og er meginorsök þeirra þjáninga sem Kata, en það er sú sem segir söguna, gengur í gegnum. Fyrsti kafli bókarinnar ber nafniö Fimmtudagur og er lýsing á þannig degi hjá Kötu og fjölskyldu. Maður Kötu, Þórð- ur, er vélstjóri á millilandaskipi, hún er því aö mestu ein meö börn sín tvö. Fjórum mánuðum áður en þessi fimmtudagur rann upp var Kata stödd úti á stétt að moka snjó. Þá ber þar að ungan og föngulegan mann, Magga. Hann veröur aldeilis for- viða að hún, konan, skuli vera í svona púli og þrífur af henni skófluna — og henni þykir þetta svo stórbrotið framtak af hans hálfu að hún gefur honum kost á að kynna sér til hlítar jólabakstur hennar. Hann fer síðan að venja komur sínar til hennar og flytur að lokum hægt, sígandi og hljóðlega inn til Kötu. Nú er svo komið að Kata er ólétt og veit ekki hvor er faðirinn, Maggi eða Þórður. Hjarta hennar er að sjálf- sögðu brostið vegna þessa, ógleði hennar er römm og móðursýkiskastiö alltaf skammt undan. Það er lítils styrks aö vænta hjá Magnúsi þessum, hann lemur utan baðherbergishurðina og þegar hún segist vera að mála sig lýsir hann þessari skoðun sinni: „Blessuð góða, vertu ekki aðhafafyrir því. Þú skánar ekkert í útliti þó þú klessir einhverju málnjngardrasli fram- an í þig,”. (bls. 7.) Þess bej1' að geta aö þetta er þó með því hlýlegra sem hann segir við Kötu í sögunni. Það hefur seifn sé'komið í Ijós að Maggi hefur þrjá/megingalla aö því er Kötu finnst — hann þr barnalegur, geð- vondur og hikar ekki víð að le ggraJlþndur á hana og börnin. Endaér nú :>vo laamið aö Kata hefur ákveðið að fleygja honum á dyr. Maggi er óviðbúandi; háhn rýkúr út og skellir hurðum ef eitthvað kemur/ uppá, kemur síðan heim eftirjdúk otj di^k'oa löet- ur sem ekkert sé. Honum er þápj fullKom- lega hulin ráðgáta hvernig fólk tier sig' að við að biðja aðra fyrirgefningar pg á auð- velt með að snúa vopnunum í höndum Kötu, þannig að endanlega finnst henni að hún hafi verið ósanngjörn þegar hún krefst skýringa eða afsökunar. Þetta tvennt finnst sumum mönnum bera vott um mikið og karlmannlegt stolt! Frásögnin er 1. persónufrásögn. Sagan er kaflaskipt í vikudaga og stendur I tíu daga. Þetta líkist dagbók í fyrstu þó Kata sviðsetji það sem fyrir hana ber hvern dag, en frásögnin er oft og iðulega brotin upp með löngum upprifjunum um ævi Kötu, fjölskyldu hennar og fyrrum sambýlis- mann. Þannig hleypur hún til og frá í tíma, þó aldrei þannig að það verði ruglandi. Hins vegar eru innskotin mis árangursrík — sum eru aðeins endurtekning á því sem áöur hefur komið fram og önnur skýra ekki neitt eða gefa eitthvað í skyn sem engin lausn fæst á í sögunni, (s.s. um föður Kötu, bls. 38.) Þaö virðast vera tvær týpur af karlmönn- um í bókinni — annars vegar ruddalegir brennivínsberserkir og hobbínauðgarar, (Lárus, Maggi, Einar,) og hins vegar góðir, skilningsrlkir, ástríkir menn, (Þóröur, fóst- urpabbi Kötu,). Það er að vissu leyti raun- sæisblær á sögunni, þ.e. lýst er atburðum sem ætla má að geti átt sér stað í alvör- unni. En margt verður til að draga úr raun- sæinu, s.s. þessar flötu týpur karlmanna, einfeldni Kötu og afskræmd sjálfsmynd hennar. Hún er sannfærð um að hún sé feit, Ijót, heimsk, leiðinleg, gömul, hrukk- ótt, grá, — allt í senn. Hún vinnur ekki úti lengur, viröist enga menntun hafa, hennar líf afmarkast af næstu nágrönnum, börn- um, manni og viðhaldi. Eina manneskjan sem hún getur talað við er Solla systir hennar en þó er þeirra samband ekki sem skyldi, (s.s. ábls. 73—74.) Allt þettaverður til þess að lesandi á erfitt með að fá samúð með Kötu, hún er ekki nógu sannfærandi. Eftir að Kata hendir Magga á dyr gerist tvennt sem gæti orðið til þess aö Kata end- urskoðaði sitt líf. Guðbjörg vinkona henn- ar fyrirfer sér og Þórður skrifar af sjónum og segist ætla að koma alkominn heim næst. Úr þessu vinnur höfundur þó alls ekki nægilega vel og hefði því eins mátt sleppa þessum uppákomum. Auk þess er Guðbjörg gripin í lausu lofti, það hefur aldrei verið minnst á hana fyrr. Þaö hleyp- ur ofvöxtur í spennuna, trúveröugleikinn er ekki með við lesturinn, persónurnar eru of hráar og einfaldar. Þegar loks á síðustu síöu að niðurstaða er I sjónmáli finnst les- andanum að fyrir svona persónur sé lúdó líklega affarasælasta lausnin. Védís Skarphéðinsdóttir. JAFNRÉTTI EÐA HVAÐ? Unnið af Valgerði Magnúsdóttur og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Byggt á rannsóknarskýrslu Kristins Karlssonar um vinnu- markaðinn á Akureyri og at- vinnuþátttöku kvenna. Útg. Jafnréttisnefnd Akureyrar Akureyri 1984. Hér er um að ræða 48 síðna bækling í handhægu broti með niðurstööunum úr rannsókn Kristins Karlssonar félagsfræð- ings, töflum, skýringum, vekjandi spurn- ingum og Ijómandi teikningum eftir Sig- rúnu Eldjárn. Karólína Stefánsdóttir for- maður Jafnréttisnefndar Akureyrar skrifar inngang og í lok bókar eru birt Jafnréttis- lögin frá 1976. Niðurstöðunum er skipt í fimm kafla, sem bera heitin: Könnun Jafn- réttisnefndar, Fjölskyldur og heimilisstörf, Atvinnuþátttaka og vinnuframlag karla og kvenna, Störf karla og kvenna og Laun karla og kvenna. í þessum kaflaheitum er viss stígandi, sem fær ofan á sig hrollkalda blauta tusku þar sem eru Jafnréttislögin: sýndarmennska valdhafa blygðunarlaus andspænis staðreyndu ástandi, sem lög- um hefur þó verið gert að leiðrétta um all langt skeið. Ég sé enga ástæðu til að ætla að akureyrska ástandið sé neitt betra eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.