Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 48

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 48
Fríða Á. Sigurðardóttir: Við gluggann. 1984. Skuggsjá. Við gluggann er annað smá- sagnasafn Fríðu Á. Sigurðardótt- ur. Fyrra safnið, Þetta er ekkert al- varlegt, kom út 1980 og vakti mikla athygli. Fríða hefur einnig sent frá sér skáldsöguna Sólina og skuggann. Mér er ekki kunnugt um aö nokkur sagn- anna níu í Við gluggann hafi birst áður, nema sagan Þetta kvöld, sem birtist í 3. tbl. Veru 1982. Hér birtist hún lítillega breytt. Það er kunnara en frá þurfi að segja (a.m.k. lesendum Veru) að við búum við karlveldi sem hefur kúgað konur í gegnum aldirnar og gerir það enn. Sú kúgun kemur m.a. fram í bókmenntum, þar hefur reynsla karla ráðið ferðinni, þeir hafa ákveðið hvað er þess virði að skrifa um og á hvern hátt þaö skuli gert. í grein sinni „Reynsla og raunveru- leiki”, sem birtist í bókinni Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur (1980) lýsir Svava Jakobsdóttir þeim vanda sem karlahefð bókmenntanna skapar skáld- konum. Hún segir að þegar hún byrjaði að skrifa hafi hún fundið sárt til þess að sig skorti þá lífsreynslu sem bókmenntir eru smíðaöar úr, þ.e.a.s. lífsreynsla karla ræö- ur ferðinni í bókmenntum sem á öðrum sviðum. En Svava segist, í sömu grein, hafa verið sannfærð um ,,að ætti ég að ná lágmarksárangri í listsköpun, yröi ég að fylgja þeirri frumskyldu að vera trú sjálfri mér og minni eigin reynslu — eða í fáum orðum sagt — ég yrði að skrifa um það sem ég þekkti.” (Bls. 226). Þetta held ég að sé mergurinn málsins og það sem gerir sögur Fríðu ákaflega mikils virði. Sögur hennar eru skrifaðar frá kvenlegu sjónarhorni og fjalla flestar um reynslu kvenna, þá reynslu sem svo sjald- an kemur upp á yfirborðið en er svo nauð- synlegt að birtist. Þær sögur bókarinnar sem síst höfða til mín eru sögurnar Stiginn og Við gluggann. Ég held það sé varla tilviljun að þær eru einu sögurnar sem beinlínis eru sagðar frá sjónarhorni karla eða karlar eru aðal- persónur. í Stiganum er vitund aðalper- sónunnar í greinilegri mótsögn við vitund sögunnar þannig að við fáum andúð á að- alpersónunni. Þessu er öfugt varið í öllum hinum sögunum þar sem höfundur er ná- lægur aðalpersónum sínum og lesendur fá samúð með þeim. Ótti og einmanakennd eru viðfangsefni sem setja mjög sterkan svip á bókina. SKUGGSJA Sagan Ópið lýsir vel ótta konu við að- steðjandi hættu. Eiginmaður hennar er ekki reiðubúinn að taka þátt í ótta hennar heldur telur hana taugaveiklaða og ímynd- unarveika. Konunni tekst ekki að vinna bug á óttanum þar sem hún fær aldrei að vita hvað veldur honum og í sögulok brotn- ar hún niður og afneitar fullvissu sinni og felst á þá skoðun eiginmannsins að hún sé ímyndunarveik. En við vitum að svo er ekki og finnst raunar mesta furða að eigin- manninum hafi ekki tekist að gera hana taugaveiklaðri en raun ber vitni þótt hon- um takist vissulega að brjóta sjálfstraust hennar niöur. Fleiri sögur lýsa ótta kvenna við hið ókunna, t.d. Dans og Samfylgd. Annað áberandi einkenni á sögum Fríðu, sem kemur vel fram í báðum þessum sögum, er að hve litlu leyti þær gerast í ytri raunveru- leika. Þannig er Dans að mestu upprifjun aðalpersónunnar. Kona situr og lifir upp í huga sér liðna atburði milli þess sem hún gengur um í íbúð sinni. Sagan Dagsskíma fjallar um nauðgun enform hennarersvipað formi Dansinsað því leyti að Steinunn, kona sem hefur lent í klóm nauðgara, hugsar um það sem gerðist og setur nauðgunina í samhengi viö aðra hluta ævisögu sinnar sem hún rifjar upp um leið. Að sjálfsögðu óttast hún ofbeldið (þótt öðru sé oft haldið fram) en hún óttast ekki síður viðbrögð umhverfisins: ,,Æptu,” endurtók hann. Ég opnaði munninn. Hann herti takið. Og allt í einu sá ég fyrir mér fyrirsagnir blaðanna, sá fyrir mér forvitin augu ná- grannanna, augu vinnufélaganna, kunningjanna. Forvitin, gruggug augu. Eins og þá. Þau störðu á mig úr öllum áttum í gegnum sársaukann. Ættingj- ar. Vinir. Augu barnanna minna. Augu hans. Ég lokaði munninum. (Bls. 61—62). Hér er það sem sagt álit annarraá ,,sigr- uðum” konum sem veldur því að Steinunn verst nauðgaranum ekki af öllu afli og sem svo aftur veldur því aö nauögarinn réttlætir ofbeldið fyrir sjálfum sér: ,,Þú hefðir getað hlaupið út meðan ég fór úr, en þú geröir það ekki, ha? Viður- kenndu það bara þú vildir þetta líka svo þú getur ekkert gert,” endurtekur hann og svipur hans verður öruggari og ákveðnari. ,,Þið eruð allar einsl”. (Bls. 65) 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.