Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 8

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 8
treyja, sem rígbindur hendur kvenna í mögulegri baráttu fyrir jafnstööu og frels- un. f grein eftir bandarískan heimspeking, Elizabeth Rapaport (On The Future of Love: Rousseau and The Radical Feminists í Women and Philosophy, 1980) segir hún í upphafsoröum sínum: ,,Þaö er athyglisvert, að um leið og feministar brennimerkja ástina eins og viö þekkjum hana nú sem eitt áhrifaríkasta vopnið til að kúga konur og jafnframt sem aðferö til að dulbúa og réttlaeta þá kúgun, gefa þær ástinni jafn mikið gildi í samfélagi framtíð- arinnar og okkar menning gefur henni nú sem öxli mannlegra samskipta.” „Hvers vegna gefa feministar ástina ekki upp á bátinn fyrir fullt og allt? Einkenni ástarinn- ar virðast vera slík og þvílík að útilokað er að gera ráð fyrir öðru en hjartasárum og köfnun af hennar hálfu.” (Það kann að koma á óvart að jafn háleit grein og heim- speki taki ástina til umfjöllunar en eins og Elizabeth ítrekar: „Flestir nú til dags virð- ast skilja og samþykkja slagorð kvenfrels- isbaráttunnar: „það persónulega er póli- tískt”. Hvergi er pólitíkin persónulegri en í ástarsamböndum karla og kvenna.” Líkt og Shulamith, sem skrifar: „Það er góð vísbending um pólitískt mikilvægi ástar- innar hversu óttaslegin viðbrögðin eru við einhverri ógnun við hana.” Og: „Rann- sakir þú konui og ástina ertu að ógna stoö- um menningar okkar.” Ástin sem þáttur í pólitikinni er jafn verðugt viðfangsefni heimspekinnar og aðrir þættir hennar.) Framtíðar ástin Elizabeth segist síðan munu tala munni bjartsýnna feminista, þeirra sem gera ráð fyrir ástinni í nýju og betra formi í drauma- landinu. Vegna þess að ég get tekið undir margt af því sem hún segir í niöurstöðum sínum ætla ég að Ijúka þessu spjalli á til- vitnunum í hennar orð. í grein sinni greinir Elizabeth kenningar Ti-Grace Atkinson, sem sér enga framtíð fyrir ástina, Shulamith, sem er bjartsýn kona og Rousseau af ástæðum sem ég sé ekki ástæðu til að rekja í þessu samhengi. Elizabeth telur að það sem skilji á milli Ti- Grace og Rousseau annars vegar og Shulamith hins vegar, sé að þau fyrr- nefndu fordæma öll sambönd á milli fólks, þar sem nauðsynlegt er að stóla á annan aðilann í því sambandi. Maðurinn verði að- eins hamingjusamur sé hann sjálfstæður og umfram allt, óháður öðrum mönnum. Gallinn við ástina er hversu háða öðrum hún gerir þann sem elskar. Shulamith hins vegar, telur þá staðreynd ekki til galla, þvert á móti, hún gæti orðið einn af kostum ástarinnar. Þegar hún segir karlmenn ekki geta elskaö, þá er ein ástæðan einmitt sú að karlmenn telja það merki um veikleika að vera öðrum háður tilfinningalega og því óttist þeir slíkt ástand og forðist. Shulamith hefur vissar skoðanir á því hvernig heilbrigð ást framtíðarinnar gæti verið. Elizabeth tekur undir þær og bætir við. Það sem Shulamith segir forsendur þess að hægt sé að kalla ást karls og konu „sanna” ást, vera að þau séu jafningjar, að tilfinningar þeirra séu samsvarandi og beri meö sér gagnkvæma virðingu, að- dáun og særanleika: „Annar má ekki gera hinn innlyksa heldur verður að vera um að ræöa skipti á sjálfum”. . . „ást jafningja yrði viðlífgandi, báðir myndu vaxa í sam- neytinu: í stað þess að vera læstur í eigið sjálf með aðeins sína reynslu og lífssýn, myndu báðir taka þátt í tilveru hins — öðl- ast nýjan sjónarhól”.......vegna þessa samruna og þegar einn fer að sjá annan og elska eins og sjálfan sig, þá kemur feg- urð og persóna þess elskaða (eöa þeirrar elskuðu), sem áður var kannski í felum á bak við varnarmúra, í Ijós.” Það illa við að elska er ekki aö verða þar með háður öðr- um aðeins misvægið sem nú ríkir í því hver er háður hverjum. Það er einmitt þetta með að vera háður, sem Elízabeth grípur á loft eins og fyrr kom fram. En hún færir þaö út fyrir ramma ástarinnar og persónu- legra samskipta og segir: „En gerum ráð fyrir að þessi réttlætanlegi ótti karla við að vera háðir konum og kvenna við að vera háðar körlum sé afleiðing afvegaleiddra efnahags- og félagslegra samskipta, ekki aðeins kynjanna, heldur innan samfélags- ins yfirhöfuð, svar við en ekki afleiðing ein- hvers galla í mannlegu eðli”. „ímyndum okkur að óttinn við að vera öðrum háður sé breytilegur mannlegur eiginleiki sprottinn úr félagslegum aðstæðum, sem reka menn út í samkeppni um stöðu og álit,” þ.e. hún veltir því upp hvort þaðséekki hið harðbrjósta samkeppnisþjóðfélag, sem þurfi að breytast og ekki aðeins staða kynj- anna til þess að sönn ást fái að blómstra. „Það kann að vera hægt að endurhæfa ástina ef hinn skiljanlegi ótti við það að vera öðrum háður (sem ástin færir okkur heim) reynist ekki eiga rætur í hræðslunni við okkur sjálf heldur í afskræmingu mannsins, þeirri afskræmingu sem orsak- ast af því að búa í óréttlátu, eyðileggjandi samfélagi.” „Það þarf meira til en jafn- stööu kynjanna til að leysa megi þetta per- sónulegasta af öllum pólitískum vanda- málum.” Það virðist vera óhætt að taka undir það, að uppbygging, gildismat og framvinda allra þátta þjóðfélagsins þurfi að breytast mikið til þess að konur geti elskað karla „í styrk en ekki veikleika”. Spurningin er svo sú, hvort sú breyting geti ekki orðið afleiðing þess, að staða kynjanna verði jöfn. En það er nú annað vers í þessum sálmi. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.