Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 9

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 9
irooð tKirð um Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hjóna- skilnuðum hefurfjölgað mjög mikið undanfarin ár. ástœðurnar eru eflaust margar og mismunandi. A Norrœnni jafnréttisráðstefnu sem haldin var í Gautaborg í maí s.l. sagði Helle Degn, formaður danska jafnréttisráðsins, aðaðeins ‘ö parasem búa sanian, séu í vígðri sambúð, og að þriðja hvert Þjónaband fari út um þúfur. Taldi hún þetta vera fratyfirlýsingu á hjónabandið. Hún sagði einnig að ’ langflestum tilfellum vœri það konan sem œtti frumkvœði að slitunum. Þœr vceru orðnar þreyttar á að karlinn vceri eins og eitt barnið í viðbót. ,,Karl- menn verða að skipta um hlutverk, þeir eru óþol- andi eins og þeir eru. ” Hvað sem okkur kann að finnast um þetta eru tíð- ir hjónaskilnaðir staðreynd og því ekki úr vegi að heyra hvað fráskilin kona hefur að segja um þá reynslu sína. Fyrir valinu varð 37 ára kona sem skildi fyrir tveimur árum, eftir 17 ár í hjónabandi. — Hversvegna skilduð þið eftir svona langa sambúð? ..Ja, það er ekki neitt eitt sem hægt er að skella skuldinni á. Þetta er ákveðin þróun sem á sér staö og hefst ef til vill strax í upp- i hafi.” — Ég hefði kannski átt að spyrja hversvegna þið giftuð ykkur? ..Af því við eignuðumst barn, það var held ég aðalástæöan. Við vorum búin að vera saman i þrjú ár án þess að búa sam- an.” — Voruð þið búin að gera framtíðar a*tlanir áður en barnið kom til sögunn- ar? „Nei, ég hafði viljað hafa sambandið meira á hreinu, en hann var ekki tilbúinn til þess. En þegar barnið kom til, snerist þetta við, hann ýtti mjög sterkt á eftir því að við giftum okkur. Ég var ekki eins ákveðin, vildi alveg eins sjá til.” — En þið giftuð ykkur sem sagt. Hvernig gekk sambúðin? „Við stóðum mjög jafnt, vorum bæði í framhaldsnámi, mjög svipuöu. Ég hafði ekki unnið nein heimilisstörf og á margan hátt verið alin upp sem strákur. Þó var ég komin með alla þessa punkta inn í mig, sem allar stelpur fá. Við vissum í rauninni jafn lítið um hvað heimilisstörf, matseld og barnauppeldi snerist. Ég var óskaplega örg og ósátt við þetta fyrst í stað.” — Lagaðist það svo? „Já, svo jafnaðist þetta og sambúðin varö virkilega góð. Við áttum nokkur yndis- leg ár saman. Við bjuggum erlendis. Síð- ustu árin var hann farinn að vinna, ég hafði tafist í námi vegna barnanna sem voru orö- in tvö. Þegar við komum heim fékk ég hálf- gert áfall vegna aðstæðna, ég meina barnaheimilis- og húsnæðismála. Það var engin spurning að þar sem við fengum ekki pössun fyrir börnin þá var ég heima með þau.” 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.