Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 4
langaö til að birta nafn mannsins því mér finnst óréttlátt að slík ,,svín” skuli njóta virðingar í heimabyggð sinni þrátt fyrir hegðun sína. Er ég var að vinna á Höfn í Hornafirði s.l. sumar varð ég vitni að atburðum sem hvöttu mig til að skrifa þessa grein. Síðla kvölds í byrjun júní sá ég álengdar að mað- ur lúskraði allóþyrmilega á konu sem ég síðar komst að raun um að var eiginkona hans. Hann slengdi henni af öllu afli niður í götuna en þetta var steinsteypt bílaplan fyrir framan kaupfélagið. Síðan lét hann hvert höggið af öðru dynja á konunni þar sem hún lá á götunni. Fjöldi fólks stóð þarna umhverfis þau og reyndu sumir að halda manninum og tala hann til. Lögreglubíll stóð þarna í um 50—100 metra fjarlægð og inni í bílnum sátu tveir lögregluþjónar. Ég fór og talaði við þá og benti þeim á árásina. Einu svörin sem ég fékk voru á þessa leið: ,,Þetta er allt í lagi, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, við fylgjumst með þeim héðan. Við þekkjum þetta fólk.” Mér fannst þeir jafnvel vera hálf hneykslaðir yfir því að ég skyldi vera að skipta mér af þessu. Ég gat illa sætt mig við þessi málalok og fannst ég verða að gera eitthvað í málinu. Nokkru síðar hafði ég samband viö mál- gagn sem gefið er út þarna í byggðarlag- inu í þeim tilgangi að reyna að koma þess- ari sögu á framfæri. Manneskja sem þar varðfyrirsvörum sagði þaðvera stefnu hjá málgagninu að birta aldrei neitt neikvætt um fólk í byggðarlaginu. Auk þess kvaðst hún þekkja til viðkomandi hjóna og vita að þetta væri mjög gott hjónaband þótt slík rifrildi kæmu upp hjá þeim annað veifið. Að lokum sagði þessi manneskja: „Við verðum að vernda fólk hérna í byggðarlag- inu gegn slæmu umtali”. Við þessi orð varð ég gjörsamlega orð- vana og vissi satt að segja ekki hvernig ég átti að snúa mér í þessu máli. Mér fannst rangt að láta þarna við sitja og þegja þessa sögu í hel. Ég hef mikið velt fyrir mér síðan hvað hægt sé að gera í málum sem þessum. E.t.v. væri möguleiki að skipuleggja nám- skeið í sjálfsvörn fyrir konur eða t.d. setja á markað hérlendis áhöld fyrir konur til að nota í sjálfsvörn s.s. spraybrúsa, gasbyss- ur o.s.frv. Þessi ráð þyrftu þó auðvitað ekki að koma til ef viðhorfin til ofbeldis gegn konum væru önnur en nú er raunin á. Mér finnst aðalatriðið að reyna á ein- hvern hátt að breyta þeim viðhorfum sem nú eru ríkjandi í þjóðfélaginu til ofbeldis gegn konum. Mig langar aö þakka Helgu Maríu Carls- dóttur fyrir hjálpina við að koma þessu á ís- lensku- _ Susanne Wilke Suðurgötu 69 Reykjavík. Kcera Susanne og Erla. Við þökkum ykkur kœrlega fyrir bréfin. Við höfum engu við þau að bcela enda tala þau sjálf sínu máli. Við vonum að lesendur VERU haldi áfram að hafa augun opin fyrir slíkum hlutum og sendi okkur það sem þeir rekast á. Af nógu er að taka. Aðeins ef við konur erum stöðugt á verði og bendum á það ranglceti sem konur eru beittar, er von til þess að við getum þokað málum í rétta átt. Látum í okkur heyra! Kveðjur frá VERU. 23. nóv. ’84 Kæra Vera! Loksins læt ég verða af því að setjast niður og senda ykkur línu. Ég hef undanfarna mánuði reynt að ná í ykkur þarna á Hótel Vík í síma, en ekki haft árangur sem erfiði, því miður. En nú langar mig að biðja um áskrift að blaöinu ykkar. Það var nú kominn tími til að konur fengju sitt málgagn og ég vona að Vera verði langlíf. Einu blöðin hingað til ætluð konum hafa verið einhver tísku og ástar- sögu blöð. Ég er nú samt ekki að lasta tísk- una sem slíka, en það er nú hægt að hugsa um eitthvað fleira svona inn á milli. Mér hefur stundum þótt það skína í gegn hjá fólki að kvenréttindakonur séu ein- hverjar dyrgjur sem gangi bara í þeim föt- um sem næst eru. Ég tel mig ekki vera minni kvenréttindakonu en hverja aðra og þó fer ég sko alls ekki í hvaö sem er. Ég met það nákvæmlega jafn mikið við stelp- ur og stráka að þau séu vel til höfð. Ég stunda nám í menntaskóla úti á landi og þar eru það algerlega strákar sem leiða félagslífið. En stelpurnar sitja einhvers staðar og tala um síðasta ball. Nei, kannski eru nú ýkjur að segja það, en mér finnst sumar stelpur ótrúlega ómeðvitaðar um hvað staða konunnar er langtum lakari en karla. Mér finnst ótrúlega mikið um að stelpur segi: ,,Ég ætla ekkert að fara að læra eftir menntó, heldur bara að búa.” Svo það er langt í land ennþá. Anna. P.s. Berjast í þessu stelpur! Kœra Anna! Við þökkum þér bréfið og áhugann á blað- inu. Okkur þykir miður að þú skildir ekki hafa náð slmasambandi við okkur, en það stafar kannski af því að við erum yfirleitt ekki við fyrr en eftir klukkan 2 á daginn og til 6. En þúfœrð ncesta blað sumsé um hcel ípósti með baráttukveðjum. VERA Ps. Hvernig vœri að stofna kvennahóp í skól- anum? Þessa auglýsingu frá opinberu fyrirtæki fékk Vera senda frá einum lesanda. Myndin talar sínu máli! Nóvember 1984 Símaskrá —Auglýsingar Pósthólí 311 - 121 Reykjavík PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.