Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 47
Oft vill brenna viö aö eignir séu einungis
skrifaöar á annan aöilann og þá yfirleitt
^rlinn. Konur hafa því löngum staöiö höll-
UfTi fæti viö fjárskipti vegna sambúðarslita.
Mörg sambúðarslitamál hafa komið til
öómstóla og var oft brugðið á það ráö aö
öaema konum ráðskonukaup til aö bæta
P®im aö einhverju leyti stöðuna. Þaö getur
Pó varla talist eðlileg niðurstaða. Viöhorf
óómstóla hafa þó verið aö breytast og
nokkrir dómar hafa fallið síöustu ár, þar
Sem taliö hefur veriö að sameign hafi
^yndast á sambúðartíma þrátt fyrir aö
ei9nir hafi verið eingöngu skrifaöar á ann-
an aöilann.
^kiptaréttur
Hjón sem skilja og komast ekki að sam-
^omulagi um skiptingu eigna sinna, eiga
Þe.ss kost aö leita aöstoöar skiptaréttar viö
skiptin sbr. 6 kapítula laga nr. 3/1878 um
skjpti á dánarbúum og félagsbúum o.fl.
I Danmörku hefur veriö talið aö bú sam-
Púöarfólks, þar sem um er að ræöa fleiri
6n einn hlut í sameign, t.d. íbúð og bíl eða
'sskáp, geti verið tekiö til skipta hjá skipta-
tétti.
Islensku skiptalögin eru aö mestu sam-
nljóöa þeim dönsku. Hér á landi hefur þó
aöeins einu sinni reynt á hvort skiptaréttur
faeki bú sambúöaraöila til skipta. Skipta-
réttur úrskurðaði í því tilfelli aö hann tæki
oúið ekki til skipta, sbr. Hæstaréttardóm
frá 1980 bls. 1489.
Fróölegt væri aö vita hvernig færi ef
reynt yröi í dag aö fá búi sambúöaraðila
skiPt í skiptarétti.
Praktísk þýöing þess aö hægt sé að
skipta búi sambúðarfólks hjá skiptarétti, er
só að skiptaréttur er sérhæföur í skiptum
“óa. Ef ekki er hægt að ná samkomulagi
um skiptingu eigna og ekki hægt aö nota
skiptaréttarleiöina þyrfti aö fara í almennt
óómsmál til að hægt væri að ganga frá
skiptunum.
Húsnæði
Eitt ágreiningsefni sem oft rís upp, bæöi
viö skilnað og sambúðarslit, er hvor aðili
eigi að víkja úr húsnæöi því sem aðilar
bjuggu í. Er þetta aö sjálfsögöu knýjandi
spurning í dag miðað viö stöðu mála á hús-
næðismarkaðinum í dag.
Ef Ijóst er að aðilar eiga íbúð sameigin-
lega þá eiga báðir aðilar rétt á aö búa í
henni og hvorugur getur hindraö hinn í aö
vera þar. Af því leiðir aö þaö byggist á sam-
komulagi aöila hvor verður eftir í íbúðinni.
Oft er það mjög slæmt aö ekki skuli vera
hægt að leita til úrskurðaraðila um þessi
efni, sérstaklega ef börn eru meö í spilinu.
Hjá stjórn verkamannabústaða í
Reykjavík hefur það verið verklagsregla,
aö sá sem hefur forræöi barna, situr áfram
í íbúðinni.
Sama regla hefur gilt um leiguíbúðir á
vegum Reykjavíkurborgar. í lögum um
húsaleigusamninga nr. 44/1979 segir í 3.
gr. laganna, að ákvæöi laganna um hjón
eða maka eigi einnig viö um sambúðar-
fólk. Síðan segir í 59. gr. sömu laga, aö
þegar hjón hafa sameiginlega á leigu íbúö-
arhúsnæöi, skal fara um leiguréttinn eftir
ákvæðum 60. gr. 1.60/1972 um stofnun og
slit hjúskapar. Sú grein hljóðar svo: ,,Nú
höföu hjón á leigu íbúðarhúsnæði, er hjú-
skap þeirra lauk, og fer þá eftir samkomu-
lagi þeirra, hvort þeirra heldur áfram að
búa í húsnæðinu. Nú greinir þau á, og skal
þá dómsmálaráðuneytið eða dómstóll
ákveða eftir öllum aðstæðum, hvort þeirra
haldi áfram leigumála, og skal tillit sem
mest tekiö til þarfa hjóna og barna, sem
hvort þeirra um sig hefur forræði fyrir.”
Ekki hefur reynt á að Dómsmálaráðuneyt-
ið hafi úrskurðað samkvæmt þessari
grein.
Framfærsla
Ekki er framfærsluskylda á milli sam-
búðarfólks. Það þýðir aö aðilar geta ekki
farið fram á greiðslu lífeyris með sér frá
hinu við sambúðarslit.
Hinsvegar eru báðir sambúöarforeldrar
framfærsluskyldir gagnvart börnum
hvort annars, sem búa með þeim, sbr. 2
mgr. 14. gr. barnalaganna.
Ef kona stendur mjög illa að vígi fjár-
hagslega vegna sambúðarslita, er t.d.
með börn og tekjulaus eða tekjulitil, getur
hún fengið bráðabirgða fjárhagsaðstoð
hjá Félagsmálastofnun. Það sama gildir
væntanlega um karla í sömu stöðu.
Að lokum
Það er sjálfsögð regla að þegar fólk
kaupir sameiginlega einhverja stærri hluti,
að báðir aðilar séu skrifaðir fyrir þeim. Sér-
staklega er mikilvægt ef sambúðarfólk
kaupir sér íbúð sameiginlega, að báðir séu
þinglýstir fyrir henni, það kostar ekkert
meira og auðveldar stöðuna við fjárskipt-
in, ef til sambúðarslita kæmi. Ef ekkert er
tekið fram við þinglýsingu, um eignarhluta
hvors aðila um sig, þá er það verklags-
regla hjá þinglýsingardómurum, að sú
eign sé talin sameign aðila til helminga.
Vert er að benda á að ekki er sjálfkrafa
erfðaréttur milli sambúðarfólks. Þannig að
ef fólk vill tryggja aö hinn sambúðaraðilinn
erfi sig, verður að gera erfðaskrá.
Nú í vor voru sett ný lög um erfðafjár-
skatt nr. 83/1984. Þar er ákvæði um að arf-
ur sem rennur til sambýlismanns sé und-
anþeginn erfðafjárskatti, sbr. 1. mgr. 4. gr.
laganna. í 2. gr. sömu laga er það skil-
greint hvað telst sambýlismaður í þessu
sambandi, en þarsegir: „Sambýlismaöur:
Sá, sem stofnað hefur til óvígðrar sambúð-
ar við persónu af gagnstæðu kyni og tekur
arf eftir hana samkvæmt arfleiðsluskrá þar
sem stöðu hans sem sambýlismanns arf-
leiðandans er ótvírætt getið.
Rán Tryggvadóttir.
47