Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 38

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 38
Þórunn Magnúsdóttir sagnfrœðingur tekin tali um sjókonur, kvennasögu o.fl. Róið á mið sjókvenna Ljósmynd: Svala Sigurleifsdóltir Islenskar konur hafa alltaf unnið og unnið mikið þó að ekki fari miklum sögum af vinnu þeirra á bókum. Saga íslenskra kvenna er enn að mestu óskráð. Þar er þó að finna sólskinsbletti í heiði og ekki ólík- legt að heldur birti til á næstu árum. Snemma á þessu ári kom út bók Þórunnar Magnúsdóttur sagnfrœðings um „Sjósókn sunnlenskra kvenna” og rekur hún sögu sjósóknar kvenna I Ámessýslu frá 1697—1980. Þórunn er um þessar mundir á kafi í framhatdi verksins og hefur þegar hér er komið sögu fundið á skrá hátt áfjórða þúsund konur sem stundað hafa sjó frá því að lögskráning hófst 1891 og er þó mikið verk óunnið enn. Við víkjum talinu fyrst að kvennasögu al- mennt áður en við róum á mið sjókvenna. Þó að Jlestar konur efist ekki um nauðsyn þess að rannsaka og skrifa sögu kvenna sérstaklega, þá eru uppi deildar meiningar um það meðal sagnfrceðinga hvort saga kvenna eigi að fá sérstaka umfjöllun. Hvers vegna fœst þú við kvennasögu? Af nauðsyn. Undanfarnar aldir hefur eingöngu verið skráð karlasaga. Stríðssaga, stjórnmálasaga og atvinnusaga karla. Það maetti ætla að öll þau „stórmenni” sem nefnd eru hafi verið eingetin. Við vitum hins vegar að konur hafa alltaf verið starfandi og aö þær eiga sinn stóra sess í sögunni, en þær hafa gleymst vitandi og óafvitandi. Úr því vil ég bæta. Ég geng út frá því að framleiðslan, vinnan, sé undirstaða samfélagsins og vil því beina sjónum fyrst og fremst að atvinnusögu kvenna. Það má minna á skilgreiningu þeirra Marx og Engels í „Die deutsche ideologie” (skrifuö 1845—46), en þar lögðu þeir áherslu á eftirfarandi: 1. Fyrsta skilyrði fyrir mannlegri tilveru og þar með allri sögu, er að framleiða mat, drykk, klæðnað o.fl. Fyrsta sögulega hlutverkið er framleiðsla þessara nauðsynja, — sköpun efnahagslífs. 2. Full- næging þessara þarfa skapar þörfina fyrir tæki og fullnæging þeirrar þarfar skapar aftur nýjar þarfir. 3. Með þessari þróun er mannlífið sífellt endurnýjað og nýjar mannverur eru skapaðar til þess að viðhalda mannkyninu. Þessi starfsemi myndar sam- böndin: Karl og kona, foreldrar og börn — og þar með fjolskyld- una. En þó að ég leggi áherslu á atvinnusöguna er ekki þar með sagt að annað skipti ekki máli. Auðvitað þarf að rannsaka öll þau sérsvið þar sem konur koma við sögu. — Hver er þín skýring á því að konur hafa „gleymst” á blöðum sög- unnar? Valdið sýnir sig á ýmsan hátt. Þeir sem valdið hafa ákveða hvað sé mikilvægt á hverjum tíma. Saga erfiðisvinnufólks hefur ekki átt upp á pallborðið og þá heldur ekki saga kvenna. Hins vegar er nú viss vilji til þess að samþætta sögu karla og kvenna í námsefni, en til þess að það verði hægt þurfa að fara fram grundvallarrann- sóknir á sögu kvenna. — Hvernig stóð á því að þú hófst kvennarannsóknir? Ég get ekki sagt aö ég hafi orðið fyrir vakningu, en það á eflaust mikinn þátt í áhuga mínum að ég hef bjargfasta vissu fyrir því að konur eru engu síður megnugar til góðra verka en karlar. Ég er ekkjubarn og móðir mín vann mikið í þágu verkakvenna í Vest- mannaeyjum. Hún hét Guðrún Jónsdóttir og hún sýndi og sann- aði að hún gat rökfært sitt mál eins og hver annar. Þar við bætist að ég hef alltaf unnið að félagsmálum. Þegar ég svo fór að lesa sagnfræði gerði ég mér enn betur Ijóst en áður hve einkynja sagnfræðin var og að sagnfræðin hefur einkum beinst að persónum — sögu mikilmennisins — kannski var í besta falli litið með velþóknun til konunnar á bak við mann- inn. Okkar daglega reynsla kennir okkur að konur eru að störfum í þjóðfélaginu, við eigum ágætar vísindakonur, listakonur og hörkuduglegar sjókonur, við vitum að sú saga nær langt aftur í aldir og að hún er óskráð. — Þar með komum við að sjókonunum. Hvernig kviknaði áhugi þinn á þeim? Kveikjuna er að finna í ýmsum alþýðlegum fróðleik. Sjókvenna 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.