Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 6
Einhvern tíma las ég í bók, sem ég man ekki lengur hvaö hét né hver skrifaði, aö þaö sem gerði kvenfrelsisbaráttunni einna erfiðast fyrir væri sú staðreynd, að flestar konur búa með og elska höfuð-andstæð- ing hennar. Því þaö getur svo sem vel ver- ið að karlarnir okkar álíti það sjálfsagt að staða kynjanna eigi að vera jafnfætis og réttur þeirra jafn en þegar til kastanna kemur vilja þeir kikna í trúnni. Jafnréttis- sinnuðustu karlmenn bjóðast til ,,aö hjálpa til” við húsverk og „passa fyrir” konuna og veröa sárir ef þeim er ekki þakkaö fyrir örlætið. Sögur af slíkum hugmyndafræði- legum glappaskotum ganga Ijósum log- um meðal kvenna og grunsamlega oft sem brandarar. Glappaskotin eru afsökuð með tilvísun til uppeldis, almennra við- horfa. . ., raunar með kynferði karlsins. Samt myndu þessar sömu konur seint rétt- læta þá kúgun, sem þær berjast gegn úti í þjóölífinu með skírskotun til þeirrar stað- reyndar, að það séu nú einu sinni karl- kynsverur, sem þar ráði ríkjum! Kona, sem á annað borð aðhyllist jafn grundvallandi viðhorf og feminismi er, get- ur átt erfitt með að vera sjálfri sér sann- kvæm sé hún í sambúð með karlmanni. Mörgum reynist auðveldara að loka aug- um og eyrurn fyrir öllu, sem viðkemur kvennakúgun og kvenfrelsi og láta sem hvorugt sé fyrir hendi, og líklega var það sú lausn, sem sú kona, sem svo óformlega var vitnað til hér að ofan, taldi standa í vegi fyrir kvenfrelsisbaráttunni. Sumar konur grípa til þess ráðs að ganga út, aðrar yfir- gefa karlmenn með öllu en margar reyna að lifa með mótsögninni og vinna að því að rekja hana í sundur í félagi með sínum karli og dálítilli hjálp frá vinkonum í sömu að- stöðu. En hver sem lausnin er er næsta víst hver orsökin er. Einfaldlega sú að kon- ur verða ástfangnar af körlum og karlar af konum og — blessunarlega segi ég nú! — það lítur ekkert út fyrir að það eigi eftir að breytast. Og ástin hefur enda orðið kven- frelsiskonum drjúgt umræðuefni og íhug- unar — eflaust frá upphafi vegar. En byrj- um hér á því aö vitna til orða Simone de Beauvoir i bókinni Hitt kynið („The Second Sex”), sem fyrst kom út árið 1949. Kaflinn Ástfangnar konur byrjar á þessum orðum: „Orðið ást hefur síður en svo sömu merkingu fyrir bæði kynin og þetta er ein ástæðan fyrir gjánni á milli þeirra.” Simone vitnar í Nietzsche, sem skrifaði að það væri Ijóst hvernig konan skildi orðið ást, „það er ekki aðeins væntumþykja heldur alger og skilyrðislaus gjöf líkama og sálarán tillitstil nokkurs.” En hvað karl- innsnertir, „þegarhann elskar konu, þáer það sem hann þráir einmitt þessi ást henn- ar, — hann hefur því alls ekki í huga sömu tilfinningar og konan; væru til karlmenn sem fyndu til sömu þráar eftir algerri gjöf, sem ég er lifandi þá væru þeir ekki karl- menn.” Simone tekur undir þetta og held- ur áfram: „jafnvel þegar þeir krjúpa á kné frammi fyrir ástkonu sinni eru þeir að hugsa um að ná yfirráöum yfir henni.” í hjarlgi sínu halda karlmenn áfram aö vera sjálfráða, ástmærin er aðeins ein margra eigna, þeir æskja þess að innlima hana inn í tilveru sína en ekki sóa tilveru sinni allri á hana. Fyrir konunni er ástin hins vegar eftirgjöf alls hinum elskaða til handa. Simone minnir á að þessi munur er oft talinn eðlislægur en mótmælir því. Þetta komi engum náttúrulögmálum við heldur endurspeglist hér aðeins munurinn á aðstöðu kynjanna í samfélaginu. Konan er karli ætluð allt frá bernsku, hún venst því að líta til hans sem æðri veru, sem hún geti aldrei jafnast á við. Vilji hún verða hluti af mannheildinni er hennar eina leiö að renna saman við einn hinna æðri. Hún er (telur sig vera) ónauðsynlega, hann er nauðsynlegur — hennar nauðsyn getur aðeins orðið með því að verða hans: „hennar eina leið er að týna sjálfri sér, lík- ama og sál, í honum, er birtist henni sem hið algjöra og einhlíta.” „Konan kýs að þrá þrældóm sinn svo heitt, að sá dómur verð- ur henni kraftbirting frelsis; hún mun reyna að rísa úr öskustó ónytseminnar á vængjum hans; með holdi sínu, tilfinning- um og hegðan mun hún krýna karlinn; hún mun niðurlægja sig fyrir honum. Ástin mun verða henni átrúnaður.” — „Æðsta hamingja ástfanginnar konu er sú, að elsk- hugahennarfinnist hún hluti af sér, þegar hann segir „við” er hún tengd honum og kennd honum, hún eignast hlutdeild í virði hans og ríkir með honum. Þessi sannfær- ing færir henni ómælda gleði, því hún hef- ur þá verið upphafin í sæti til hægri handar við guð sinn.” — „Algjör eyðilegging eigin sjálfs, eyðing allra marka milli hennar og hins elskaða, það er draumur konunnar um ástina.” Hér er hlaupið yfir hræðilega margt til að koma lokaorðum kaflans að, sem segja: „Þegar konum verður mögu- legt aö elska ekki í veikleika sínum heldur styrkleika, ekki til að flýja sjálfar sig heldur finna, ekki til að niðurlægja sig heldur staðfesta, þann dag mun ástin verða kon- unni, líkt og karlinum, lífsbrunnur en ekki dauðagildra. En þar til svo verður er ástin kraftbirting þeirra álaga sem hvíla á kon- um í ranni kvenleikans, afskræmdum kon- um og sjálfum sér ónógum. Óteljandi písl- arvættir ástarinnar bera vitni gegn órétt- læti örlaga sem boða frelsun í steingeldu helvíti.” 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.