Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 12
Liósmj Jane Enp/ish.
vera með strák fyrst þú varst svona ást-
fangin af henni?
„Það má guð almáttugur vita. Ætli ég
hafi ekki viljað vera með í munstrinu, vera
í þessum vanalega leik. Svo fylgir nú sá
böggull því skammrifi að vera kona að
mann langar til að eignast börn. Það er
vandamálið sérstaklega þegar maður er
eins mikið fyrir börn og ég er.”
— Og svo slitnaði upp úr sambúð ykk-
ar?
„Já, hún varð ástfangin af strák og þau
fóru að verasaman. Ég tók það óskaplega
nærri mér og fór alveg yfirum við þetta. En
þetta var orðinn algjör hildarleikur svo að
ég sá ekki annað ráð en að flytja, þó mér
þætti það mjög sárt ekki síst vegna barns-
ins. Og nú er hún búin að gifta sig.”
— Hvað finnst manninum hennar um
ykkar samband?
„Sjálfsagt finnst honum þetta erfitt og
hann vill ekki trúa því að við höfum búið
saman í eitt og hálft ár án þess að snerta
hvor aðra. Hann skilur ekki hvernig það er
hægt, kannski vegna þess að karlmaður
myndi aldrei sætta sig við að búa þannig
með konu sem hann hefði haft ástar-
samband við. Til að auðvelda honum þetta
vildi hún að ég færi til hans og segði hon-
um að ég elskaöi hana ekki lengur en ég
gat ekki gert það. Mér þykir ennþá óskap-
lega vænt um hana.”
— Hefur þú verið með konum síðan
þú varst með henni?
„Já, í örvæntingu minni yfir skilnaðinum
fór ég t.d. að vera með annarri stúlku en ég
sé eftir því. í rauninni var ég bara að leita
að staðgengli svo ég var í þessu sambandi
á röngum forsendum, ég held að ég hafi
farið svolítið illa með hana. Sú stúlka flutti
síðan til útlanda því hún treysti sér ekki til
aö vera lesbía á íslandi.”
— Hefur þú þá aldrei orðið ástfangin
aftur?
„Ég hef veriö með nokkrum konum en
aðeins einu sinni orðið ástfangin aftur.
Núna er ég ástfangin. Annars hef ég ekki
trú á ástinni. Auðvitað er mjög gaman að
vera ástfangin, það er ekki það, en þetta er
egóískt drive. Svo er líka illt að eiga ást við
þann sem enga kann á móti.”
— Þú minntist á það áðan að þú værir
mikið fyrir börn. Getur þú sætt þig við
það að eignast aldrei barn?
„Ég vinn með börnum og það gefur mér
geysilega mikið. í þessu starfi gæti ég sætt
mig við að eignast ekki barn. Ég ætla hins
vegar að eignast barn. Það verða einhver
ráð með það.”
— Hefur þú velt því fyrir þér af hverju
þú ert lesbísk?
„Já já, og ég skil það ekki. Ég skil ekki af
hverju ég er ekki eins og systkini mín.
Sumir segja að þetta sé eitthvað sem mað-
ur venur sig á en ég hef ekki trú á því. Þetta
er ekki spennandi hlutskipti að velja. Þó ég
hafi viljaö, langað og ætlað að vera með
karlmanni þá hefur það bara ekki gengið.
Sambönd mín við karla eru hvorki fugl né
fiskur.”
— Þú minntist á stúlku sem ekki hefði
treyst sér til að vera lesbía á íslandi. Er
það svona erfitt?
„Já, lesbíusamfélagið er svo lítið. Þær
eru allar svo hræddar að það er engu lagi
líkt. Ef lesbía er á lausu þá fara hinar að ótt-
ast um sín sambönd. Svo mæta þær auð-
vitað fordómum rétt eins og hommarnir,
þóþaðsékannskiekki ísamamæli. Konur
eru verndaðri. Annars hefur það ekki háð
mér neitt í lífinu að vera lesbía. Þegar syrtir
að þá verður þetta auðvitað einn af erfið-
leikunum en það er eins og afltaf þegar
maður málar skrattann á vegg, þá vex
allt.”
. . . mér fannst þau hlytu að hafa í höndunum
lykilinn að vel heppnuðu hjónabandi. Og ég
vildi frœðast. Samt skildist mér fljótlega að
þennan lykil gceti ég ekki notað.