Vera - 01.12.1984, Page 32

Vera - 01.12.1984, Page 32
marglýst sig fylgjandi því aö sú starfsemi verði sam- ræmd heilbrigðis- og félagsmálastarfi í þágu aldraðra en ekki bráða heilbrigðisþjónustu sem fer fram á al- mennum sjúkradeildum. Síðan sagði Guðrún: ,,Ég get hins vegar skilið það, að það er freistandi fyrir yfir- læknana að horfa á B-álmuna og sjá sjúkrarúmin þar og að þeir vilji komast þar að og nýta þau — það er mann- legt. En ég skil ekki þann tvískinnung, sem kemur for- manni sjúkrastofnanatil að rekaslík erindi”, þ.e. erindi lækna Borgarspítalans um að þeir fái afnot af B-álm- unni. Læknum bent á lögin! Erindi læknanna og formannsins var reyndar sent aftur heim til föðurhúsanna af heilbrigðisráðuneytinu í svari þess við málaleitan þeirra. Bréfið er dagsett í september og þar segir m.a.: ,,i gildi er samningur milli heilbrigðis- og fjármála- ráðuneytisins annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar þar sem gert er ráð fyrir að B-álma Borgarspítal- ans sé byggð til að vista aldraöa sjúklinga, sem til spítal- ans eru sendir. Frá því framkvæmdasjóður aldraðra tók til starfa hefur fjármögnun B-álmunnar komið úr þeim sjóði og séu lög um málefni aldraðra könnuð, er aug- Ijóst að framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra eru fyrst og fremst til þess aö byggja upp deildir fyrir almenna til þess að bæta aðstöðu aldraðra á sérstökum stofnunum fyrir þá, en ekki til að byggja upp deildir fyrir almenna skurðlæknis- og lyflæknisþjónustu eða aðra sérgreina- þjónustu, sem aldraðir njóta eins og aðrir. Það er því skoðun ráðuneytisins, að ekki sé heimilt með hliðsjón af gildandi lögum um fjármögnun B-álmu úr fram- kvæmdasjóði aldraöra að breyta starfsemi í bygging- unni í það horf, sem fylgiskjöl með fyrrgreindu bréfi gerðu ráð fyrir.” Þar með var loku skotið fyrir viðræður um að nýta B-álmuna undir eitthvað annað en lög gera ráð fyrir. En það er m.a. vegna vitneskju um þann ásetn- ing læknanna, sem fram hefur komið, að fulltrúar Kvennaframboðsins hafa séð ástæðu til að minna á lög- bundin markmið B-álmunnar og að vara við því að deild- in verði undir hælinn lögð. Eftirfarandi bókun var síðan lögð fram af hálfu Kvennaframboðsins: ,,Við mótmælum þeirri málsmeð- ferð, sem meirihluti stjórnar sjúkrastofnana viðhafði varðandi ákvörðun um stofnun þvagfæraskurðlækn- ingadeildar viö Borgarspítala. í annan stað gerum við athugasemd við þann tvískinnung varðandi framtíðar- notkun B-álmu spítalans sem endurspeglast í afstöðu meirihluta stjórnarinnar. B-álman er byggð fyrir fé úr framkvæmdasjóði aldraöra og ætluð til vistunar aldraðra sjúklinga. Hugmyndir meirihlutans um að nýta B-álmuna til að byggja upp deildir fyrir almenna skurð- læknis- og lyflæknisþjónustu eða aðra sérgreinaþjón- ustu samræmist ekki tilgangi bygginga, sem byggðar eru úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það er dapurlegt til þess að vita, að meirihlutinn í Stjórn sjúkrastofnana skuli þurfa úrskurð ráðuneytis til þess að skilja það.” Ms Tillaga Kvennaframboðsins: 50 nýjar leiguíbúðir Á fundi borgarstjórnar þann 20. sept. s.l. flutti Kvennaframboðið tillögu um að við gerð fjár- hagsáætlunar næsta árs, yrði varið fjárhæð sem nægði til þess að byggja eða kaupa 50 íbúðir til leigu á vegum borgarinnar. I greinargerð með tillögunni er m.a. á það bent, að í september 1982 hafi borgarstjórn samþykkt einróma tillögu frá Kvennaframboðinu þess efnis, að áhersla yrði á það lögð við þá endurskoðun, sem þá fór fram á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, að lánakjör til byggingar eða kaupa sveitarfélaga á leiguhúsnæði yrðu hin sömu og til eignaríbúða verkamannabústaða. í nýjum lögum um Húsnæðisstofnun, sem staðfest voru í júní s.l., var komið nokkuð til móts viö þessa ósk og samkvæmt þeim eru lánakjör sveitarfélaga til bygging- ar leiguhúsnæðis mun hagkvæmari en áður var. Nú geta þau fengið lán út á 80% byggingarkostnaðar til 31 árs með 1% vöxtum sem þýðir að áætluð árleg greiðslubyröi vegna 2ja herbergja 50 ferm íbúðar er kr. 41 þús. á ári. Mótframlag sveitarfélags til slíkrar íbúðar yrði 264 þús. pr. íbúð. Það er því ekki eins fjarlægt og áður var að leigutekjur geti staðið undir byggingar- kostnaðinum að verulegu leyti. Eins og sakir standa á Reykjavíkurborg 630 íbúðir til leigu á almennum markaði fyrir fólk 67 ára og yngra. Á biðlista eftir þessum íbúðum eru að jafnaði um 500 um- sækjendur og í Ijósi þess að aðeins losna milli 80 og 90 íbúðir á hverju ári, er hægt að gera sér í hugarlund að biðtíminn er óralangur (sbr. frásögnina í síðasta tbl. af VERU). í umræðum um þessa tillögu kom m.a. fram hjá borg- arstjóra Davíð Oddssyni, að hann telji Reykjavíkurborg búa til eftirspurn með því að halda leiguverðinu niðri. Það væri auk þess út í bláinn að halda að leigutekjur gætu staðið undir fjármagnskostnaði þar sem þær stæðu ekki einu sinni undir rekstrarkostnaði eins og málum væri nú háttað. Hann sagði það því sína skoðun að til álita kæmi að hækka húsaleiguna til samræmis við það sem gerist á hinum almenna markaði, m.a. til að koma í veg fyrir að fólk með miklar eignir og tekjur gæti búið í ódýru leiguhúsnæöi borgarinnar. Borgin gæti síð- an greitt niður húsaleiguna fyrir þá sem verst væru sett- ir. Vegna þessara orða borgarstjóra benti Guðrún Jóns- dóttir á niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum fé- lagsmálaráðs á skatttekjum fjölskyldna í leiguhúsnæði borgarinnar. Af þeim tæplega 700 fjölskyldum sem könnunin náði til höfðu aðeins 56 tekjur yfir 200 þús. samkvæmt skattframtali ársins 1982, og var þá um að ræða samanlagðar skatttekjur allrar fjölskyldunnar, líka barna. Þegar farið var nánar ofan í saumana á þessu var talið að aðeins 8 af þessum 56 fjölskyldum gætu spjar- að sig á hinum almenna húsnæðismarkaði og 21 fjöl- skylda var talin geta bjargað sér innan Verkamanna- bústaðakerfisins. Það væri því út í hött að ætla að í leiguhúsnæði borgarinnar lifðu stóreignarmenn á nið- urgreiddri húsaleigu. Fulltrúar allra minnihlutaflokka í borgarstjórn lýstu sig efnislega sammála þessari tillögu Kvennafram- boðsins. Var tillögunni visað til gerðar fjárhagsáætlun- ar og í janúar næst komandi verður væntanlega Ijóst hvaða örlög bíða hennar.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.