Vera - 01.12.1984, Page 28

Vera - 01.12.1984, Page 28
skeröa svo almenn laun aö stórir hópar fólks búa nú við krappari kjör en lengi hafa þekkst. ,,Á mörgum heimil- um, og þá ekki síst þeim þar sem konur eru fyrirvinnur, ríkir nú neyöarástand,” sagði Sigríður Dúna. Hún benti á leiðir til úrbóta, þar sem ekki væri nóg aö ná niður verðbólgunni. í lok ræðu sinnar sagði hún: ,,Það má gera ótal margt til að tryggja hag lands og þjóðar. En það er einfaldlega ekki gert. Stefna þessarar ríkisstjórn- ar leyfir það ekki. Stefna þessarar ríkisstj. leyfir ekki að jafnt sé látið yfir alla landsmenn ganga í baráttunni við verðbólgudrauginn. Hún leyfir ekki að tryggð sé afkoma og félagslegt öryggi allra landsmanna. Hún leyfir ekki skattlagningu milliliða og annarra sem hagnast á nú- verandi efnahagsástandi. Hún leyfir ekki að allir lands- menn sitji við sama borð án tillits til kynferðis, aldurs eða hvar þeir búa í landinu. Hún leyfir ekki að nýrra leiða sé leitað í atvinnuuppbyggingu og látið af gamla stóriðjudraumnum sem fyrir löngu síðan er orðinn að martröð. Og núnasíðustu dagana virðist hún ekki leyfa, svo óyggjandi sé, að lög séu tvímælalaust haldin í land- inu. Slík ríkisstjórnarstefna á ekki rétt á sér.” Auðgildi sett ofar manngildi Svo einkennilega vildi til að verið var að dreifa á borð þingmanna þál.till. Kvennalistans um endurmat á störfum kvenna á því augnabliki sem fjármálaráðherra hélt hina dæmalausu ræðu sína þar sem upp komst um fáfræði hans og fordóma í garð kennarastéttarinnar. Þegar Kristín Halldórsdóttir mælti fyrir tillögunni sagði hún að léleg kjör kennara og vanmat á störfum þeirra væri að sínu mati ekki nýtt vandamál en á síðustu árum hefði keyrt svo um þverbak að til vandræða horfði. Hver kennarinn af öðrum hefði vitnað um það að hann gæti ekki framfleytt sér og sínum af þeim launum sem í boði eru og væru launakjör kennara nú slík að alger flótti blasti við úr stéttinni. „Brýna nauðsyn ber því til að fram fari endurmat á störfum kennara og tillit tekið til hinnar miklu ábyrgöar sem kennurum er lögð á herðar vegna stöðugt umfangsmeiri og fjölbreyttari fræðslu og upp- eldis í síauknum mæli. Er hér ekki síður um hagsmuna- mál foreldra en kennara að ræða og jafnframt þjóðar- innar allrar.” í upphafi greinargerðar með tillögunni er greint frá mati á störfum opinberra starfsmanna sem fram fór á árunum 1963 og fram yfir 1970, þar sem skýrt kemur fram, að ábyrgð á peningum er metin til hærri launa en ábyrgð á uppeldi og fræðslu barna og unglinga. Megn óánægja með starfsmatið kom fram meðal kennara, einkum vegna þess, hve þáttur ábyrgðar í starfi þeirra var lítils metinn. Auðgildið var meö öðrum orðum sett of- ar manngildinu. í greinargerðinni er nefnt sem dæmi til stuðnings þessari fullyrðingu, að í stigsetningu starfs- heita samkvæmt starfslýsingu fengu útsölustjórar Á.T.V.R. 160 stig vegna ábyrgðar, en grunnskólakenn- arar svo og kennarar á menntaskóla- og tækniskóla- stigi, fengu 115 stig vegna ábyrgðar. Á öðrum skóla- stigum var ábyrgðarmatiö enn lægra. Kristín sagði m.a. þegar hún fylgdi tillögunni úr hlaöi: „Kvennalistinn hef- ur frá upphafi lagt þunga áherslu á gildi menntunar og uppfræðslu og lykillinn að góðri menntun uppvaxandi kynslóðar og þjóðarinnar allrar er uppfræðarinn sjálfur. Sú kynslóð sem nú mótar þjóöfélagið má ekki hljóta þau eftirmæli aö hún hafi ekki skilið þessi einföldu sannindi. Æskilegt væri að fögur orð væru einhvers virði þegar störf væru vegin og metin. En í þeim efnum eru launin í raun eini mælikvarðinn sem viðurkenndur er. Byrjun- arlaun kennara í grunnskólum eru nú í byrjun október 1984 kr. 15.843,- og hæstu laun sem þeir ná eru kr. 21.717,- eftir 23ja ára starfsferil. Og þetta eru aöeins launin. Hér verður ekki fjölyrt um starfsskilyrði kenn- ara.” Þess er rétt að geta að 85—90% þeirra sem skipa kennarastéttina eru konur. Tillaga Kvennalistans um að skipuð verði nefnd er vinni að endurmati á störfum kennara fékk góðar undir- tektir, margir tóku til máls og meðal þeirra sem mæltu með tillögunni var menntam.rh. sem sagðist vona að máliö hlyti skjóta afgreiðslu í allsherjarnefnd, en þang- að var því vísað að umræðu lokinni. Önnur mál er varða stöðu kennara og Kvennalista- konur hafa tekið upp á þingi eru í formi fyrirspurna. í fyrsta lagi er þar um að ræða lögverndun starfsheitis grunnskólakennara. Töldu Kvennalistakonur að best gagnaði málefninu að beina fyrirspurn til menntamála-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.