Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 41

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 41
Ljósmynd Helgi J. Hauksson. Úr bóklnnl Verkfallsátök og fjölmiölar — birt meö leyfi Samtimans h/f. Að loknu verkfalli BSRB er vert að íhuga hver sé staða kvenna innan BSRB og hvort eitthvað hafi verið gert í þessum kjaradeilum til að bæta stöðu þeirra sérstaklega. Konur eru yfir sextíu prósent félags- manna BSRB, þær skipa í miklum meiri- hluta lægstu launaflokkana og stærstu kvennastéttunum er raöað fyrir neöan miöju launastigans. Konur voru mjög virk- ar í verkfallinu, þær stóöu verkfallsvaktir, dreifðu fréttabréfum og unnu í félögum sínum. En þær voru ekki áberandi í for- ystusveit bandalagsins, þaö voru karlar sem komu fram fyrir hönd þess. Þó voru konur í fyrsta sinn jafnmargar körlum í sextíu manna samninganefnd BSRB, en í tlu manna nefndinni sem er skipuð for- Loönnum stærstu félaganna voru aðeins *vær konur. Fréttir úr verkfallinu beindu athygli manna aö hinni miklu þátttöku kvenna í því °9 hve duglegar þær voru aö mæta á vakt- lr- En lítiö sem ekkert var gert til aö meta ástæður þess. Gæti ástæöan legið í því hversu konur eru vanar aö vinna ólaunuö eða illa launuð störf? Auðvitaö hljóta ástæðurnar aö vera fleiri en ein, en ein Þeirra viröist augljós: Konur voru virkar í Verkfallinu vegna þess aö þær búa viö smánarleg kjör og vildu berjast fyrir kjara- bótum. Þaö er engin ástæöa til aö vanmeta þá baráttu sem BSRB menn háðu né þá sam- stöðu sem þeir sýndu. Hins vegar þýðir ekki að horfa fram hjá því að hlutur þeirra lægstlaunuðu, sem eru að mestu leyti kon- ur, var ekki borinn sérstaklega fyrir brjósti. í grein í Ásgarði 4, 1984 (síðasta blaði fyrir verkfall) segir Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB meðal annars: „launakerfi opinberra starfsmanna er /. . ./ fastmótað og lítið sveigjanlegt og því hljótum við að gera kröfur um leiðréttingu og jöfnuð við launakjör annarra í samræmi við gildandi kerfi og þá með einfaldri kröfu- gerð.” Og síðan segir hann að samninga- nefnd hafi talið réttast, miðað við stöðu mála, að krefjast sömu prósentutölu á öll laun. í samræmi viö þetta var í verkfalli BSRB lögð áhersla á launahækkanir til fé- lagsmanna en aðrir þættir, s.s. endurmat á starfsstéttum og röðun í flokka, látnir liggja milli hluta. Allir áttu auðvitað að fá launahækkun en engar róttækar breyting- ar voru á stefnuskrá. Þaðerljóst aðhið „gildandi kerfi”, bæði hjá BSRB og öðrum verkalýðsfélögum, felur í sér launamisrétti, þar sem konur og hefðbundin kvennastörf eru metin til lágra launa. Og eins og sést af orðum Haralds og kröfum verkfallsmanna stóö aldrei til að hróflaviðþessukerfi, endaekki hlaupiðað því, þar sem það er „fastmótað og lítiö sveigjanlegt.” ( verkfalli BSRB var kynbundið launa- misrétti ekki til umræðu. Þar með var strax útilokaö að staða kvenna, meö tilliti til launa (og þar með aukins jafnréttis), myndi batna. Séð frá sjónarhóli láglauna- kvenna hlýtur verkfallið því að hafa mistek- ist og það jafnvel áður en það hófst. Vegna þessa er bréfberum ennþá grunnraðað í launaflokka fyrir neðan láglaunamark og þess vegna eru sjúkraliöar, fóstrur, hjúkrunarfræðingar og kennarar ennþá um eða fyrir neðan miðju launastigans. Allar þessar starfsgreinar eru kvenna- greinar og starfssvið allra nema bréfbera er umönnun sjúkra, menntun og uppeldi barna. Matið á þessum starfsgreinum og röðun þeirra í hið gildandi launakerfi sýnir í hnotskurn verðmætamat valdsmanna á þessum störfum. En verkfallið er afstaðið og samningarn- ir voru samþykktir meö yfirgnæfandi meiri- frh. á bls. 56 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.