Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 18
,,Alison Ramsey lagaði hunangsljóst
hársitt sem liðaðist utan um ávallt andlit
hennar. Er húti hafði strokið síðasta
óstýriláta lokkinn á sinn stað, andvarp-
aði hún og brosti seiðandiframan í sjálfa
sig í speglinum. Þetta var síðasta kvöldið
ífríinu hennar í Key West og hún myndi
eyða því ein eins og öllum hinum kvöld-
unum.
Þar með var ekki sagt að hún hefði ekki
notið frísins, hugsaði hún á meðan hún
bar varfœrnislega á sig maskarann og lit-
aði varir sínar bleikar. Það hafði verið
stórkostlegt að geta notað íbúð Georgs og
Karenar og nágrannarnir sem hún hafði
hitt við sameiginlegu sundlaugina höfðu
verið afar vingjarnlegir. Hr. Daniels,
töfrandi maður á áttrœðisaldri hafði
spilað við hana rommý og Oliver Bris-
come, ekkjumaður á sjötugsaldri hafði
meira að segja gefið í skyn að enn vœri líf
ígömlum skrokki hans. Og hafði hún ekki
þurft hvíld eftir annasama og árangurs-
ríka baráttu fyrir sœti í borgarstjórn-
inni?”
ÍXÚÖX Öf'
11
Nei, nei lesendur góöir, þetta er ekki
upphafið aö ævisögu Guðrúnar eða Sól-
rúnar þó vafalaust hafi borgarstjórnarbar-
áttan verið alveg jafn annasöm og hún
reyndist árangursrík! En hvur veit nema
um það verði skrifaðar einhverjar reynslu-
sögur áður en yfir lýkur. . .
Tilvitnunin hér að ofan er sótt í eitt alvin-
sælasta blaðið sem sérhannað er fyrir
konur, að því er sagt er. Og fjallar að sjálf-
sögðu um hina einu og sönnu ÁST!
Við tókum okkur til og rifjuðum upp sög-
urnar sem streymdu til okkar í jólaböggl-
unum hér á árum áður þegar við vorum
ungar og ja, ef ekki ástfangnar þá að
minnsta kosti afar áhrifagjarnar og mót-
tækilegar fyrir lýsingum á fögrum ástum
og Ijúfu lífi. Æ þið munið sögurnar: ,,Þær
elskuðu hann báðar”, „Draumamaðurinn
hennar”, „Bjargvættur hennar”, ,,Ég
elska bara þig” svo maður tali nú ekki um
„Lokast inni í lyftu” og fleiri bækur af
sama „kalíberi”.
Við stöndum reyndar á því fastar en fót-
unum að við höfum vaxið upp úr þessum
sögum svona á ofanverðum táningaaldri
en rannsókn bresks sérfræðings leiddi i
Ijós að gráðugustu ástarsögulesendurnir í
þvísa landi eru konur á aldrinum 25—45
ára, einkum og sér í lagi húsmæður.
Sé tilbreytingasnautt mynstur húsmóð-
urstarfsins litið hlutlægum augum verður
að viðurkennast að niðurstaða bresku
rannsóknarinnar er ekki fráleit. Fábreytt
lífsmynstur hlýtur að reynast hverri mann-
eskju ófullnægjandi til lengdar og þá fer
hún óhjákvæmilega að leita einhvers sem
getur Ijáð lífinu gildi, flótti inn í tilbúinn
gerviheim afþreyingarbókmenntanna get-
ur verið ein aðferð í þeirri viðleitni. Og er
það þá bara ekki gott og blessað, er ekki
mest um vert að fólk lesi bækur?
Bækur og bækur. . .
Við viljum svara þessari spurningu neit-
andi, meira að segja líka í því tilfelli að ver-
ið sé að kenna lestur, við teljum t.d.
kennslubækur í lestri sem predika hefð-
bundna hlutverkaskiptingu kynjanna: Jói
litli fer á sjóinn með pabba að veiða fiskinn
en Sigga litla hjálpar mömmu að baka —
skaðlegar fyrir uppeldi barnanna okkar og
viðhalda öllu því sem við erum að berjast
gegn. Og sama er að segja um afþreying-
arbókmenntirnar.
Þessi umrædda bókmenntagrein er afar
kynskipt, þannig eru gefnar út sérstakar
spennusögur um kalda karla handa „hon-
um” og sérstakar ástarsögur um Ijúfar og
undanlátssamar en þó einkum og sér í lagi
fagrar konur handa „henni”. Við látum
karlasögurnar lönd og leið að þessu sinni
en beinum sjónum okkar að „ástarsög-
unum hennar”. Þessar sögur eru afar
staðlaðar að allri gerð, hvort sem um inni-
hald eða form er að ræða. Þær hafa á sér
raunsæislegt yfirbragð en lýsa þó ekki
raunverulegum heimi. Venjulega er fyrst
leidd til sögunnar ung stúlka, oftast Ijós-
hærð, viðkvæm og fögur, helst hrein mey.
Þessi stúlka er einstæðingur í veröldinni,
býr ein í hráslagalegu leiguherbergi og á í
engan stað að venda. Líf hennar er af-
spyrnu tilbreytingasnautt, hún fer í vinnu
að morgni, borðar fátæklegt nestið sitt í al-
menningsgarði og að lokinni vinnu fer hún
heim í herbergið, þvær sokkana sína,
prjónar nokkrar lykkjur og fer svo að sofa.
Kannski lítur hún í bók stundarkorn en það
sem hún les virðist aldrei hafa nein áhrif á
hana. Æ, hvað hún á bágt!
Síðan gerist það stundum að nýr maður
ræðst til fyrirtækisins sem hún vinnur hjá,
nema hún stundi störf sín svo vel að yfir-
maður hennar, sem er fremur ungur mað-
ur, svona tíu árum eldri en hún, hár, grann-
ur og herðabreiður með hrafnsvart hár,
fari að gefa henni gaum og verði loks frið-
laus af ást til hennar. En einhvern tímann
í millitíðinni ryðst dökkhærð eða rauðhærð
veraldarvön kona inn í söguna, ákveðin í
því að hrifsa manninn. En það tekst henni
að sjálfsögðu ekki, vegna þess að konur
eiga ekki að ákveða, taka og fá heldur
bíða, vona og loks eftir langa mæöu, láta
nema sig á brott.
Elsku litli
heimskinginn minn”
Það sem einkennir samskipti hinna til-
vonandi hjóna, því sagan endar að sjálf-
sögðu fyrir framan altarið í hvítum kjól, er
það að maðurinn er alltaf sterkari. Allt frá
dökkum háralit mannsins sem er sterkari
en Ijósa hárið hennar, líkamshæð og
þungatil félagslegrar stöðu hans. Og auð-
vitaö er hann líka miklu gáfaðri og lífs-
reyndari maður en hún. Hún smýgur inn í
faöm hans eins og skipreika kæna í frið-
sæla höfn, hann er hið verndandi almætti
sem hún hefur alltaf þráð. Karlmaðurinn
kemur líka alltaf fram viö konuna eins og
barn: „elsku litla stúlkan mín” er algengt
gæluyrði; „saklausa barn” sömuleiðis, en
heitasta ástarjátningin í einni bókinni
(Draumamaðurinn hennar) er: „Elsku litli
heimskinginn minn”!