Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 54

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 54
Carmen Hljómsveitarstjóri: Marc Tardue. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Una Collins með aðstoð Huldu Kristínar Magnúsdóttur. Kór og hljómsveit islensku óperunnar. Carmen: Sigríður Ella Magnúsdóttir. Don Jose: Garðar Cortes. Mikaela: Ólöf Koibrún Harðardóttir. Escamiilo: Símon Vaughan. Mercedes: Sieglinde Kahmann. Frasquita: Katrín Sigurðardóttir. Dancaire: Kristinn Hallsson. Remendado: Sigurður Björnsson. Zuniga: Ólafur Ólafsson. Morales: Halldór Vilhelmsson. Lilas Pastja: Ólafur Frederiksen. Andres: Svavar Berg Pálsson. Óperan Carmen þótti mikill skandall þegar hún var frumflutt 3. mars 1875 í Opera Comique í París, sem þá var dæmigert fjölskylduleik- hús. Sagan þótti of djörf. En tímarn- ir breytast og vafasamt er aö nokkur hneykslist á flutningi verksins í Islensku óperunni. Carmen er aöalpersónan eins og nafnið gefur til kynna. Hún er ástríðurnar holdi klæddar — sífellt ástfangin, en ást hennar til sérhvers manns er hverful. Hún lifnar að vori og er horfin að hausti. Sérhver breyt- ing hefur nýjar ástir í för með sér. Allar helstu mezzosópran söngkonur heims hafa túlkað Carmen — sumar í Ijósi goðsagnarinnar um hina hættulegu konu sem hrífur karlmenn með sér en þeytir þeim jafnharðan frá sér. Og enginn kem- ur óskaddaður úr þeim leik. Vafasamt er að slík kona sé raunveruleg — líkast til er hún fremur draumur — eða ótti — karl- mannsins um hið dularfulla og óþekkta sem enginn getur sigrað — nema hin eina sanna hetja! Carmen Sigríðar Ellu stígur í fyrstu áhyggjulaus inn í vitund okkar og virðist fyrst og fremst ástfangin af Ástinni. Per- sónuleiki hennar, dulúðugur margslung- inn, seiðandi og ástríðufullur skýrist svo í afstöðu hennar til mannanna tveggja sem ást hennar beinist aö. Hún er frjáls kona sem lætur engan binda sig í viðjar borg- aralegra dyggða. En slíkt þolir borgaralegt samfélag ekki — Don Jose ekki heldur — og hann myrðir hana í nafni ástar sinnar — ást hans er ofbeldið grímuklætt. Sigríður Ella býr ekki einungis yfir frá- bærri söngtækni heldur leikur hún líka og dansar eins og engill. Því miður verður slíkt hið sama ekki sagt um þá Garðar Cortes í hlutverki Don Joses og Simon Vaughan í hlutverki Escamillos — söngur þeirra og leikur virkaði stirðbusalegur við hlið Sigríðar Ellu og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur sem stóö sig vel í hlutverki Mikaelu. Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson voru góðir í hlutverkum smygl- aranna, sömuleiðis Sieglinde Kahmann og Katrín Sigurðardóttir í sínum hlutverk- um. Þá var kórinn góður og krakkarnir heillandi í sínum atriðum. Leikmyndin var hræðilega stöðluð en reynt var að bæta hana með lýsingunni. Búningar voru skemmtilega litríkir og líf- legir og vel til þeirra vandað — hljómsveit- in yfirleitt góð. Sýningin var fremur klaufaleg til að byrja með, of hæg, einkum atriðiö þegar verksmiðjustúlkurnar líða um í tóbaks- reyknum, einum of „gellulegar” fyrir okk- ar smekk. En hún sótti í sig veðrið er á leið og ber það fyrst og fremst að þakka stór- kostlegri Carmen Sigríðar Ellu. — Mrún/sbj. Revíuleikhúsið: Litli Kláus og Stóri Kláus eftir H. C. Andersen í leikgerð Lisu Ttzner Leikstjórn: Saga Jónsdóttir Leikmynd: Baldvin Björnsson Stjórn lýsingar: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Jón Ólafsson Textar: Karl Ágúst Úlfsson Sýnt i Baejarbíói. Það er skemmst frá því að segja að sýn- ing Ftevíuleikhússins er allra besta skemmtan fyrir börn og fullorðna og kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að fara út a lífið saman. Krökkunum í kringum mig fannst alveg ,,æði” og sungu lögin hástöf- um alla leiðina heim og lengi á eftir, þökk ^ sé reglulegagrípandi laglínum JónsÓlafs- sonar. (Það hefði verið alveg upplagt að prenta textana í leikskrána.) Þau yngstu þurftu stundum að spyrja um söguþráðinn, sem er al! flókinn og lík' lega væri ráð að lesa söguna saman áður en lagt er upp í leikhúsferðina. En leikur leikaranna, söngurinn, spennan, hinn skelfilegi Stóri Kláus og elsku Litli Kláus og ekki síst lifandi sviðsmynd, sem sprett- ur á fætur líkt og út úr myndabók, héldu öll- um hugföngnum. Þýðingin hjálparþóekki mikið hvaö skilning varðar, orðfarið er i það þyngsta á köflum og margar setningar Höltu Hönnu fóru dálítið fyrir ofan garð og neðan, sem var eiginlega verst því hún er jú nokkurs konar söguskýrandi. (Viö Margréti Ákadóttur í hlutverkinu er þó síð- ur en svo að sakast). Ég sé ekki ástæðu til að tína til neitt um frammistöðu leikar- anna, þeir „skiluðu sínu" eins og sagt er, náðu samúð og/eða fyrirlitningu áhorf- enda sinna eins og til er ætlast. Mig langar aðeins til að mæla með sýningunni og Þvl framtaki Revíuleikhússins aö setja upp leikrit fyrir yngstu leikhúsgestina af þessu tagi, ævintýri eftir höfund, sem allir for- eldrar vilja að börnin sín kynnist og læri að meta. Vonandi á Stóri Kláus og Litli Kláus eftir að lifa lengi í Hafnarbiói og meg1 Revíuleikhúsið halda áfram sínu starfi sem lengst og best. Ms 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.