Vera - 01.12.1984, Qupperneq 27

Vera - 01.12.1984, Qupperneq 27
Frelsi eða frumskógalögmál? 107. löggjafarþing íslendinga var sett á heföbund- 'nn hátt 10. okt. s.l. og þingmenn mættu uppábúnir á fyrsta degi, meirihlutinn klæddur teinóttum jakka- lötum og hvítum skyrtum, þó alltaf fari nú pilsunum Ijölgandi, eins og vera ber. Næsta dag tók svo alvara lífsins við og menn mættu til starfa á hversdags- klaeðum. Störf þingsins hófust að þessu sinni á um- r®ðum um kjaradeilurnar og ástand þjóðmála og var mörgum mikið niðri fyrir, enda tímar ólgu og upp- ^ausnar. Og ekki gaf fjárlagafrv. tilefni til bjartsýni. ®uðrún Agnarsdóttir kvað margan félagshyggju- jpanninn hafa gengið fölan á vanga að loknum lestri Þeirra og varpaði hún fram þeirri spurningu í þágu nverra væri nú rifið niður það velferðarþjóðfélag sem r'kt hefði. kjaradeilur — Frelsi án ábyrgðar 1 kjölfar skýrslu ríkisstjórnarinnar um kjaradeilurnar varö mörgum tíörætt um frelsi og lýöræöi, lög og lög- ^rpt. Hér á eftir fylgja brot úr ræðum þeirra Sigríðar Dúnu og Guörúnar Agnarsdóttur sem aö þessu sinni töluðu af hálfu Kvennalistans og gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir ábyrgðarleysi. Guörún sagöi það rétt fölks aö geta framfleytt sér meö vinnu sinni og gjörsam- le9a óviðunandi væri aö þaö land, sem Efnahags- og Þróunarstofnun Evrópu hefur nýlega reiknaö út aö er 6. r|kasta land veraldar, væri gert aö láglaunasvæði og stórum hlutafólks fyrirmunaö að afla sér lífsviðurværis, Þrátt fyrir vinnu myrkranna á milli. ,,Þaö er ekki ýkja langt síöan þessi þjóö gægöist út úr torfbæjum sínum °9 deplaöi augum framan í bjarta f ramtíð og bættan hag °9 lagði af staö til velferðarríkisins. Hvorki þá né nú Pykir sæmd í því að vera niðursetningur. Þaö að setja fólk niður á ekki bara viö þaö aö hola því niður á bæ hjá °örum þar sem velferö þeirra er háö gæsku húsráö- anda eöa örlæti þeirra hverju sinni. Það er ekki síður aö Sefja fólk niöur í mannlegri reisn og viröingu. Slíkt frelsi, Sem fyrst og fremst gefur hinum sterka lausan tauminn an tillits til þess aö tryggja stööu hins veika, er frelsi án aóyrgðar, réttindi án skyldna og því fylgir óhjákvæmi- Jega hætta á ofbeldi og kúgun. Hvorki íslandi né mann- kyninu í dag eru boðleg slík frjálshyggjulögmál né held- Ur 9etum viö lifað af ef viö fylgjum þeim.” Síöar sagði Guðrún: ,,Er þaö boölegt islendingum, sem i seinni tíö hafa státaö sig af því hve þjóðfélag þeirra er stéttlaust, aö nú skuli veriö aö koma á stétt- skiptu þjóðfélagi, þeirra sem eru á vonarvöl og bera þyngstu byrðar og hinna sem hafa meira en nóg og ganga léttir og byröarlausir til leiks? Getur þaö veriö aö meirihluti landsmanna vilji slíkt? Því trúi ég ekki. Ég trúi því miklu fremur að hægt sé að halda hér áfram velferð- arþjóöfélagi, að viö höfum í raun efni á því, og þaö sem meiraer: Ég held aö meiri hluti landsmanna vilji það. Og ég sþyr Framsóknarflokkinn: Geta þeir flokkar, sem kenna sig viö félagshyggju, staöiö aö ööru?” Frelsi frumskógarins Sigríður Dúna fjallaði m.a. um frelsið og sagði: ,,Það hefur tekiö mannkynið milljónir ára aö þróast frá frelsis- skilningi frumskógarins til þess skilnings sem allt lýð- ræði byggir á, þess skilnings að frelsi er ekki til án ábyrgðar, að öllum réttindum fylgja skyldur. Þannig skiljum við konur þaö frelsi sem við erum aö berjast fyrir konum til handa. En hvað gerist á íslandi áriö 1984, í fornu lýðræðisríki sem um aldir hefur státaö af því aö skilja á milli frelsis og ofbeldis í stjórnskipan sinni? Hóp- ur manna tekur sér frelsi f rumskógarins og í skjóli krafta sinna, fjármagns og valdaítaka í íslensku samfélagi hlít- ir ekki landslögum. Og það sem alvarlegast er er að gæslumenn lýðræöisins, íslenskir ráðherrar, sinna ekki skyldum sínum, þeim skyldum sem fylgja réttindum þeirra, valdinu. Þeir láta þetta ofbeldi átölulaust og gott betur en þaö, afsaka þaö jafnvel líka. Hvar er þá komið frelsinu því frelsi sem stjórnarskrá lýðveldisins byggir á?. . . Hugmyndirríkisstj. umfrelsiíkjaramálumerudá- lítiö aðrar en I útvarpsmálum. í kjaramálum eru mönn- um skömmtuö laun meö lögum og ekki spurt um frelsi, t.d. frelsi til að hafa fyrir nauðsynjum meö því aö vinna fulla vinnu, sem enginn þarf þó aö draga I efa aö hverj- um og einum ber samkvæmt grundvallarhugmyndum lýðræðisins um frelsi. Ábyrgð og félagslegt öryggi í lok ræöu sinnar talaöi Sigríður Dúna um stefnu rikis- stjórnarinnar sem á 16 mánuðum hefur tekist aö ná verðbólgunni niöur I tveggja stafa tölu, með því aö

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.